Saga - 2014, Blaðsíða 203
inn þó e.t.v. í allt of nútímalegu orðalagi höfundar. Þá er eitt að til hafi verið
postulín á sýslumannsheimilinu á Espihóli þegar Guðrún Ketilsdóttir var
þar. Annað mál er hvernig það var notað og hverjum bauðst að snæða af því
og hvort hefðbundnari matarílát voru ekki notuð þar líka, a.m.k. fyrir hjú
og „óæðri“ gesti (bls. 103).
Það er annars löstur á þessu ágæta riti að því fylgja ekki nauðsynlegar
skrár sem auðvelda myndu notkun þess. Íslenskum sagnfræðiritum hafa
löngum fylgt nafnaskrár en oft vantað atriðisorðaskrár, sem nýtast þó
almennt betur við nútímarannsóknir. Í einsöguritum kann nafnaskrá aftur
á móti að öðlast nýjan tilgang. A.m.k. sakna ég slíkrar skrár hér.
Hjalti Hugason
Heródótus frá Halíkarnassus. RANNSÓKNIR. Þýðing Stefán Steinsson.
Mál og menning. Reykjavík 2013. 647 bls. Eftirmáli þýðanda, heimilda-
og nafnaskrá. Kort, skýringar.
Á undanförnum áratugum hafa nokkur öndvegisverk forngrískrar ritlistar
komið út í íslenskum þýðingum. Nær öll þessi verk eiga það sameiginlegt
að vera annaðhvort skáldverk eða heimspekirit í víðustu merkingu þess
orðs. Hvað sagnfræðina varðar var hins vegar skarð fyrir skildi ef frá er tal-
in 19. aldar útgáfa á Anabasis eftir Xenófon, sem hlotið hefur heitið Austur -
för Kýrosar í íslensku þýðingunni, og svo tveir stuttir kaflar úr Pelops eyjar -
stríðum Þúkýdídesar.
Nú hefur hins vegar verið ráðin bót á því. Út er komin ný þýðing á
Rannsóknum Herodótosar, einu helsta stórvirki grískrar sagnaritunar, eftir
Stefán Steinsson lækni. Meginviðfangsefni Rannsókna eru hin svonefndu
Persastríð en það er samheiti yfir átök Grikkja og Persa á árunum 500 til 480
f.Kr. Höfundur bindur sig þó ekki við frásögn af þeim átökum einum sér
því stærstur hluti bókarinnar fjallar um þær þjóðir sem um þessar mundir
tilheyrðu Persaveldi og voru í fjandaflokki Grikkja. Í ítarlegum kafla er
fjallað um upphaf Persaveldis og Kýros hinn mikla, uppvöxt hans og valda-
töku og hvernig hann leiddi Persa til sigurs yfir Medum. Einnig er drjúgur
kafli um Krösos hinn ríka og samskipti þeirra Kýrosar. Því næst snýr höf-
undur sér að Egyptalandi og greinir frá sögu þess og þjóðháttum. Að því
búnu fjallar hann um Dareios mikla Persakonung, sigra hans og ósigra, og þá
er farið að nálgast aðalefni bókarinnar, hinar tvær innrásartilraunir Persa í
Grikkland.
Framan af fer stór hluti frásagnarinnar í að lýsa hinum ýmsu þjóðum,
háttum þeirra, siðum og klæðnaði og er frásögnin gjarnan krydduð með alls
kyns hliðarfrásögnum, fróðleik og ævintýrum, missennilegum en ævinlega
skemmtilegum. Þar má nefna sem dæmi sögurnar af uppruna, æsku og
ritdómar 201
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 201