Saga - 2014, Page 206
brutu gegn þessum lögum, hjúskap frá makavali til hjónaskilnaðar, frillur,
óskilgetin börn og samkynhneigð. Hann fléttar saman lagatexta og sam -
tíðar sögur auk þess sem hann les viðhorf til ásta og kynlífs úr margvísleg-
um miðaldaskáldskap. Umfjöllunin grundvallast jafnframt á helstu rann-
sóknum sem hafa verið unnar á þessu sviði allt aftur á 19. öld og því þjónar
ritið einnig sem fyrirtaksyfirlit yfir einnar og hálfrar aldar sögu rannsókna
á hjúskap, kynlífi og ástum fólks á miðöldum. Ástarsaga Íslendinga er því
afskaplega víðfeðmt og margbrotið verk en Gunnari tekst jafnframt af mik-
illi leikni að gera það aðgengilegt breiðum hópi fólks, allt frá almenningi til
sérfræðinga á fræðasviðinu. Það mætti því taka fjölmörg áhugaverð atriði
til umfjöllunar í ritdómi sem þessum. Hér langar mig þó til að einblína á tvo
þætti sem að mínu mati leggja grunninn að mörgum áhugaverðustu köflum
bókarinnar en endurspegla jafnframt helstu veikleika ritsins.
Annars vegar langar mig að nefna umfjöllun Gunnars um stöðu kvenna
innan þeirra stofnana sem umluktu ástina og hvernig hún breyttist í gegnum
árin. Það hlýtur að vera vandasamt verk þar eð frumheimildirnar eru lík-
lega allar skrifaðar af körlum, fjalla um karla eða miðast við hagsmuni
þeirra. Gunnar leggur sig þó sérstaklega fram um að draga fram og túlka
vitnisburði á þann veg að þeir varpi ljósi á veruleika kvenna og ber það yfir-
burðaþekkingu hans vitni. Þar af leiðandi eru margir þeir kaflar sem fjalla
að miklu leyti um stöðu kvenna með þeim áhugaverðustu í bókinni. Í köfl-
unum „Festar og brúðkaup“ og „Samþykktarvald“ fjallar hann á mjög
áhuga verðan hátt um hjónabandssamninginn, sem samkvæmt Grágás var
samningur milli biðils og lögráðanda konu, yfirleitt föður. Í þessum köflum
greinir hann frá því hvernig samþykki kvenna varð forsenda hjúskapar eftir
því sem á leið og dregur fram rannsóknir og vitnisburði úr forníslenskum
bókmenntum til að styðja þá skoðun sína að það hafi þótt æskileg hegðun
að ráðgast við konur um hjónabönd þeirra. Þá helgar hann frillulífi sérstak-
an kafla, „Frillulífsþátt“, en þar ber hæst umfjöllun hans um gerólíka tíðni
þess í samtíðarsögum og Íslendingasögum, sérstaklega þar sem hann ræðir
hvort þær endurspegli raunveruleikann á þeim tímum sem sögurnar gerast.
Þá má benda á merkilegan lokakafla bókarinnar, sem fjallar um sögu Guð -
rúnar Ósvífursdóttur sem „[einstæðan vitnisburð] um trú einhverra íslenskra
miðaldamanna á afl og siðferðilegan rétt ástarinnar“ (bls. 311).
Gunnar er þó einnig óragur að fjalla um skuggahliðar ástar- og kynlífs-
sambanda. Hann fjallar um ofbeldi sem skilnaðarsök og útskýrir hvernig
hugtakið frillulíf gat samkvæmt málvitund miðaldafólks bæði átt við ástar-
sambönd utan hjónabands og það „ef aðeins var stofnað til barns með
skyndikynnum eða jafnvel nauðgun“ (bls. 243). Er þetta í takt við þá skoðun
Gunnars, sem flestir sagnfræðingar taka vafalaust undir, að varhugavert sé
að yfirfæra nútímagildismat umhugsunarlaust yfir á fortíðina. Þess í stað
eigi söguþekking „að auka víðsýni okkar með því að sýna að mannlífið geti
verið ólíkt því sem við lifum hér og nú“ (bls. 124) Þrátt fyrir þessa sýn á
ritdómar204
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 204