Saga - 2014, Side 210
Friðrik G. Olgeirsson, Í ÞÁGU ÞJÓÐAR. SAGA SKATTA OG SKATT-
KERFISBREYTINGA Á ÍSLANDI 1877–2012. Tvö bindi. Ríkisskatt -
stjóri. Reykjavík 2013. 360 og 443 bls. Myndir, kort, myndrit og töflur.
Nafna- og atriðsorðaskrá.
Morguninn 16. október 1878 var boðað til framtalsþings í Reykjavík með
bumbuslætti á götum bæjarins. Nú skyldu menn telja fram tekjur sínar sam-
kvæmt nýsettum lögum um tekjuskatt. Um hádegisbil tíndust menn inn á
bæjarþingstofu Reykjavíkur og síðan hófst þinghald í heyranda hljóði þar
sem bæjarbúar töldu hver á eftir öðrum fram tekjur sínar af atvinnu og eign
á síðasta ári. Ekkert pukur þar og þegar skattanefnd Reykjavíkur var búin
að leggja á skatta var skattskráin prentuð og látin liggja frammi í hálfan
mánuð; mörg árin var hún birt í blöðunum.
Nýja skattkerfið sem samþykkt var á Alþingi 1877 er upphafsþátturinn
í miklu verki Friðriks G. Olgeirssonar um tilurð og þróun nútímaskattkerf-
is frá 19. öld til okkar daga. Í þágu þjóðar er veglegt rit, rúmar 800 síður í
tveim bindum, og er með ólíkindum hve miklu einn maður hefur afkastað
á aðeins tæpum tveim árum. Hvernig sem því víkur við er ekkert vafamál
að bókin er merkilegt framlag til fjármálasögu þjóðarinnar. Saga opinberra
fjármála, sér í lagi saga skattamála, er satt að segja mjög vanrækt rann -
sóknar svið. Helstu ritin eru orðin meira en 60 ára gömul og því ónothæf um
síðari tíma, en þau eru „Ágrip af sögu íslenzkrar skattalöggjafar“ eftir Björn
Björnsson (í Afmælisriti til Þorsteins Þorsteinssonar hagstofustjóra) og
„Tekjuöflun his opinbera“ eftir Ólaf Björnsson (í Sögu Alþingis V). Öðrum
almennum ritum um sögu skattamála er ekki til að dreifa nema tveim óbirt-
um ritum, doktorsritgerð Gísla Blöndal um opinber útgjöld 1901–1960 og
doktorsritgerð undirritaðs sem fjallar m.a. um fjármál landsins 1870–1930.
Skattkerfið með sínu flókna lagaverki, skattstigum, frádráttum, álagn-
ingarreglum og innheimtuvenjum verður seint talið létt og skemmtilegt
sagnfræðilegt viðfangsefni, eins og sumir vilja nú að sagnfræðin eigi að
vera. En því verður ekki neitað að skattkerfið er burðarvirki ríkisins og upp-
bygging þess og starfsemi varða grundvallarhagsmuni einstaklinga og
atvinnulífs. Skattamálin koma þess vegna við kviku samfélagsins enda hafa
þau verið eitt mesta þrætuepli stjórnmálanna frá upphafi vega. Skattasagan
hefur margar hliðar. Kjarnatriði er hvernig skattkerfið er uppbyggt og sam-
sett, útfært og virkjað til að ná tekjum í ríkiskassann. Þessu atriði eru gerð
rækileg skil í þessu mikla og merkilega riti. Sömuleiðis er þeirri hlið allvel
lýst sem snýr að stjórnmálunum, umhverfi löggjafar, átökum og málamiðl -
unum milli flokka og hagsmunahópa um það hverjir eiga að bera skatt-
byrðarnar, sérsniðnum skattaútfærslum fyrir ákveðnar atvinnugreinar og
jafnvel fyrirtæki (t.d. Eimskipafélag Íslands, ríkisbankana og Íslenska ál -
félagið) o.s.frv. Lesandinn verður líka nokkurs vísari um þriðju hliðina, hug-
myndafræði og pólitískt gildismat sem liggur til grundvallar skattkerfinu,
ritdómar208
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 208