Saga - 2014, Page 214
ur sem hækkaði gífurlega í fyllingu tímans og varð helsta tekjulind ríkisins.
Tekjuskattinum var umturnað, dregið var úr stighækkun hans og hann
felldur niður af lægri tekjum. Gjaldendum fækkaði úr 63 þúsundum í 17
þúsund og skattarnir lækkuðu um rúm 40%. Ragnar Ólafsson á Skatt -
stofunni í Reykjavík lét svo um mælt að tekjuskattslækkun almennings hafi
átt stóran þátt í langlífi viðreisnarstjórnarinnar (II, bls. 37).
Fjórða kerfisbreytingin varð gerð um 1990 og má segja að með henni
hafi skattkerfið verið fært nær því sem tíðkaðist á Norðurlöndum. Breyting -
arnar miðuðu að skilvirkara skattkerfi með breiðari skattstofni, löggjöfin
einfölduð með fækkun frádráttarliða og skattþrepa, staðgreiðsla skatta tek-
in upp (1988), mörg launatengd gjöld sameinuð í tryggingagjald (1990),
virðisaukaskattur tekinn upp í stað söluskatts (1990), en það dróst að taka
upp fjármagnstekjuskatt þar til 1996. Öllum þessum breytingum er vel lýst
í bókinni. Þegar komið var fram á tíunda áratuginn var breytt nokkuð um
stefnu, sértækar aðgerðir færðust í vöxt og skattbyrði færð frá fyrirtækjum til
einstaklinga með því að hækka nokkuð tekjuskatt á einstaklingum. Skatt -
byrðin jókst mest á þeim sem tekjulægri voru vegna þess að persónuafslátt-
ur var ekki látinn fylgja hækkun tekjuskattsstofns. Tilfærslu skattbyrðinnar
frá tekjuhærri til tekjulægri hópa samfélagsins var haldið áfram á næstu
árum, m.a. með lækkun og loks afnámi hátekjuskatts svo og eignarskatts á
einstaklinga og fyrirtæki 2006. Friðrik lýsir þróun skattkerfisins allt til 2012
og eru því skattabreytingum í kjölfar hrunsins gerð nokkur skil. Í hruninu
varð enn ein kúvendingin, tekjuskattur, fjármagnstekjuskattur og virðis-
aukaskattur voru hækkaðir, þrepaskipting tekjuskatts tekinn upp aftur og
að auki voru nokkrir nýir skattar leiddir í lög.
Friðrik byggir verk sitt einkum á prentuðum heimildum, Alþingistíð -
indum, Stjórnartíðindum, blöðum og greinum um ríkisfjármál, en aðeins stöku
sinnum á óprentuðum heimildum. Nokkur fræðirit hafa farið fram hjá hon-
um, þar á meðal fyrrnefnt doktorsrit mitt sem hefði getað nýst honum í
umfjöllun á fjármálastefnu og starfsemi viðlagasjóðs fram um 1930. Tölu legar
upplýsingar um ríkistekjur, innbyrðis hlutföll þeirra og hlutfall af lands-
framleiðslu eru birtar á víð og dreif í bókinni til að varpa ljósi á megindrætti
í tekjuöflun ríksins en þær eru lítið notaðar til greiningar. Það hefði t.d. verið
ómaksins vert að skýra gífurlega hækkun ríkistekna 1956–1959 sem leiddi til
þess að hlutfall skatta af landsframleiðslu hækkaði um næstum 50%. Hér var
ekki á ferðinni sprenging í opinbera geiranum sjálfum heldur útblásið milli-
færslukerfi þar sem yfirfærslugjald á gjaldeyri og álögur á innflutning voru
notuð meir og meir til að styrkja sjávarútveg og landbúnað. Efnahagskerfið á
Íslandi var komið í algerar ógöngur. Tölur um landsframleiðslu tekur höf-
undur úr bókinni Hagskinnu en svo vill til að þær urðu úreltar skömmu eftir
að bókin kom út því að endurskoðuð áætlun um landsframleiðslu áranna
1870–1945 birtist aðeins tveim árum eftir útkomu hennar.
Í þágu þjóðar er grundvallarrit um fjármálasögu Íslands, greinargott og
ritdómar212
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 212