Saga - 2014, Blaðsíða 215
vandað verk um stóran þátt í tekjuöflun ríkisins. Ritið eykur stórum skiln-
ing okkar á nokkuð óárennilegum en óumflýjanlegum þætti opinbers lífs
sem snertir líf okkar allra. Skýr og nákvæm lýsing á þróun skattkerfsins
gerir það að verkum að bókin nýtist prýðilega bæði sem yfirlit og handbók
til að fletta upp í um skattalög og framkvæmd þeirra á þeim 130 árum sem
ritið spannar.
Guðmundur Jónsson
Sveinn Einarsson, KAMBAN — LÍF HANS OG STÖRF. Mál og menn-
ing. Reykjavík 2013. 451 bls. Myndir, tilvísana- og heimildaskrá,
mynda- og nafnaskrá.
Hefðin er vina sigurvegaranna, hún slæst ekki í för með þeim sem tapa, hvort
heldur er áttum, á lífsleiðinni, eða lífinu sjálfu á miðri þeirri leið. Þannig hef-
ur hefðin leikið Guðmund Kamban. Hún hefur kvarnað úr honum sjálfum og
verkum hans, þá sjaldan á seinni árum að hún hafi nennt að muna eftir hon-
um. Það hljóta því að vera tíðindi þegar fræðimaður tekur sig til og reynir að
snúa á hefðina og rétta hlut Kambans, það er ekki áhlaupaverk og svo illa hef-
ur hefðin leikið Guðmund Kamban að maðurinn sem nú gerist hans mála-
flutningsmaður skrifar særður af þessari sömu hefð. Sveinn Einarsson heitir
hann, glöggur og fáir færari að takast þetta verkefni á hendur.
Vegna þess að fátt er vitað um persónulega hagi Guðmundar Kambans,
og hans prívatlíf í raun lokuð bók, þá getur saga af þeim þáttum augljóslega
ekki orðið uppistaða í verki sem þessu. Og það sem verra er — í því sam-
hengi — Kamban liggur lítt sjálfur í verkum sínum og verður ekki „lesið“
með þeim hætti lífshlaup hans nema að litlu leyti. Og þá alveg burtséð frá
því hvort manni líkar sú aðferð að lesa höfund í gegnum verk, hin ævisögu-
lega rýni. Að þessu sögðu skal rækilega á það minnt að þó svo að lífshlaup
Kambans verði vart lesið úr verkum hans þá liggur hann aldrei á lífsskoðun-
um sínum — og gengur jafnvel stundum full langt sem prédikari.
Það er kannski af þessum sökum sem Sveinn ákveður að rekja sig ekki
krónólógískt í gegnum ævi Kambans heldur setur í knippi ákveðna þætti,
svo sem skáldsögur, leikrit, leikhúsmanninn o.s.frv. Þetta er, held ég, rétt
ákvörðun hjá Sveini, krónólógía á vart við þegar margir vita fátt — og í raun-
inni enginn neitt — um mann sem deyr á besta aldri. Reyndar örlar á óþarfa
endurtekningum sem ættfæra má til þessarar aðferðar — þær eru að sönnu til
staðar en virka líka á stundum sem stílbragð til hnýtingar texta í breiðri sögu.
Í fyrsta stóra kaflanum í þessari miklu bók, sem telur með öllu sem við á að
éta 451 blaðsíðu, rekur Sveinn æviferil skáldsins og það gerir hann á rétt um
80 síðum. Þar finnst mér fátt nýtt að frétta enda þar flest rakið í gegnum
ritdómar 213
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 213