Saga - 2014, Blaðsíða 217
verks síns. Það er leikritið, Öræfastjörnur — undirritaður hefur haldið því
fram á öðrum stað að þetta leikrit bíði flutnings enda sé í því einhver
magnaðasta kvenrulla sem íslenskar leikbókmenntir hafi upp á að bjóða.
Sveinn er því greinilega ekki sammála, mér finnst hann leyfa hefðinni að
stýra umfjöllun sinni um þetta leikrit og er það miður.
Til viðbótar við hefðbundna greiningu og viðtökusögu reynir Sveinn að
rekja, eins og mögulegt er, erindi Kambans með verkum sínum og skoðar
samhengi þeirra hvað ritunarsögu snertir. Afdráttarlausar niðurstöður fást
þó ekki í þeirri viðleitni — enda vant fjölmargra lykilheimilda um per-
sónuna Guðmund Kamban. En það sem Sveinn nær að draga fram af sögu-
legum heimildum er þétt og efnismikið og það sem hann hefur fram að færa
frá eigin brjósti vel ígrundað og ágætlega skorðað rökum.
„Sagnaskáldið“ er heiti þriðja kafla bókar Sveins, tæpar 60 blaðsíður að
lengd. Það þarf ekki að koma á óvart að hér fær hið epíska Skálholt mest
rými. Sveinn skoðar það með hliðsjón af fjölmörgum heimildum, athugar
viðtökur bæði hér heima og ytra. Það er kunnara en frá þurfi að segja að lof-
samlega dóma fékk þessi mikla saga í Danmörku, Svíþjóð og Þýskalandi og
góða hér heima þótt blendnari væru. Hér er Sveinn afdráttarlaus sjálfur, og
kann ég því vel, hann segir: „Eftir stendur að hér er um að ræða volduga
skáldsögu sem hristir af sér yfirdrifið lof og ómaklegt last. Má furðu gegna
hve hljótt hefur verið um hana, nema þegar leikhúsin hafa dregið fram leik-
ritið um Ragnheiði“ (bls. 214). Um Vítt sé ég land og fagurt talar Sveinn vel,
hann rekur þar nokkuð aðdrætti Kambans (það gerir hann reyndar mjög vel
hvað varðar öll verk skáldsins þar sem slíkt á við) hvað heimildir varðar. Þá
þykir mér skemmtileg ábending Sveins til íslenskra kvikmyndagerðar-
manna hvað varðar þessa stóru sögu, en hann telur réttilega að þarna sé efni
í bíó (bls. 232).
Aftur gengur Sveinn undir þungt högg hefðarinnar þegar hann fjallar
um skáldsöguna Ragnar Finnsson — vanmetna sögu sem er djúprist alle-
goría en um leið harmsaga manns. Í anda hefðarinnar segir Sveinn verkið
sundurlaust, tvískipt eða köflótt. Þó verður að halda því til haga að Sveinn
segir söguna „að sumu leyti tímamótaverk í íslenskum prósa“. En bætir við
„ekki endilega fyrir listræn tök höfundar“ (bls. 186). Í þessum sama kafla
fjallar Sveinn einnig dulítið um smásögur Kambans og ljóð. Þar hefði mátt
gera ljóðum skáldsins betri skil að mínu viti en allt verður þó að virða það
á betri veg, plássið er líka takmarkað í þykkum bókum.
Því næst koma tveir kaflar, liðlega 60 síður, sem bera heitin, „Leikhús -
maðurinn“ og „Hin nýja listgrein“. Hér fer Sveinn vel yfir feril Kambans
sem leikstjóra og aðkomu hans að leiklistar- og kvikmyndamálum. Þessir
kaflar eru kannski síst aðgengilegir leikmönnum, það er að segja öðrum en
þeim sem hafa sérlega þekkingu eða brennandi áhuga á þessum listform-
um, hræringum í þeim og menningarpólitík sem kraumar undir niðri þegar
ritdómar 215
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 215