Saga - 2014, Qupperneq 220
Johann Anderson, FRÁSAGNIR AF ÍSLANDI ÁSAMT ÓHRÓÐRI
GÖRIES PEERSE OG DITHMARS BLEFKENS UM LAND OG ÞJÓÐ.
Safn Sögufélags. Þýdd rit síðari alda um Ísland og Íslendinga 5. Gunnar
Þór Bjarnason og Már Jónsson önnuðust útgáfuna og rituðu inngang;
formáli eftir Guðna Th. Jóhannesson. Sögufélag. Reykjavík 2013. 292
bls. Atriða- og nafnaskrá.
Að meginefni til er þessi bók þýðing á riti Johanns Anderson, Nachrichten
von Island, Grönland und der Straße Davis, zum wahren Nutzen der Wissen -
schaften und der Handlung. Nánar tiltekið samanstendur það af stuttum for-
mála eftir forseta Sögufélags, Guðna Th. Jóhannesson, og ítarlegum inn-
gangi eftir þýðendur og umsjónarmenn, þá Gunnar Þór og Má; þá kemur rit
Andersons með ítarlegri ritaskrá sem umsjónarmenn hafa tekið saman,
síðan andmæli Jóns Þorkelssonar, skólameistara í Skálholti, sem birtust árið
1747 með danskri þýðingu á riti Andersons. Svo birtast verk þeirra Göries
Peerse og Dithmars Blefken. Þau rit eru óbreytt frá þýðingum sem birtust í
verkinu Glöggt er gests augað og kom út árið 1946; rit Peerse kom fyrst í
bundnu máli árið 1561 á lágþýsku en verk Blefkens, Islandia, var fyrst þrykkt
á latínu árið 1607. Guðbrandur Jónsson þýddi rit Peerse en Haraldur
Sigurðsson verk Blefkens. — Rit Andersons er ekki birt í heild sinni. Sleppt
er lítilræði sem varðar Ísland en meira skiptir að alveg er felldur niður sá
hluti verksins er fjallar um Grænland og Davis-sund. Sá hluti bókar Blefkens
sem fjallar um Grænland er heldur ekki birtur, enda kom hann ekki með
þýðingu Haraldar.
Í formála er fjallað um hvert markmiðið sé með útgáfunni: að birta
erlenda texta frá síðari öldum sem varða Ísland og Íslendinga; nefnt er að
útgáfan tengist því riti sem kom síðast út í ritröðinni, Brevis commentarius, árið
2008 og er því lýst svo að höfundurinn, Arngrímur Jónsson, hafi þar verið að
„svara því lasti og þvaðri“ sem virtist vera algengt í ritum um Ísland, t.d. í
verkum eins og Íslandslýsingu Dithmars Blefken, sem Arn grímur eyddi
„púðri í að salla niður.“ Þá er þess einnig getið að verk Ander sons hafi að
geyma „umtalsverðan fróðleik“ og auk þess sé það „vitnisburður um þá
mynd sem var dregin upp af Íslandi á sínum tíma“ (bls. 15–16).
Í inngangi er gefið stutt yfirlit yfir ritun um Ísland og Íslendinga erlendis
frá miðöldum og fram á 18. öld og því lýst að farið hafi verið fögrum orðum
um land og þjóð í elstu ritum en síðan hafi orðsporið versnað eftir því sem
leið á 15. og 16. öld. (bls. 19). Þar er verkið einnig kynnt ítarlega, greint frá
bakgrunni Andersons, að hann hafi verið velmetinn og virtur borgarstjóri í
Hamborg; einnig að ritið hafi notið vinsælda og verið þýtt á mörg tungu-
mál. Þeir benda á að Anderson dragi fram ýmis athyglisverð atriði í verk-
inu en nefna þó samhliða að hann hafi sennilega verið trúgjarn og sé það
skýring þess að hann birti gagnrýnislaust þær ýkjusögur sem heimildamenn
ritdómar218
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 218