Saga - 2014, Page 225
buningurinn.is). Árið 2000 fékk Heimilisiðnaðarfélagið styrk úr ríkissjóði til
að veita ráðgjöf um þjóðbúninga og upp úr því myndaðist hópur sem starf-
ar innan vébanda félagsins, sem nefndur er Faldafeykir. Félagar í Falda -
feyki, sem upphaflega voru 15 konur, vinna að öflun heimilda um faldbún-
ing og gefa sig að rannsóknum á verklagi við gerð hans. Markmiðið með
þessari vinnu er að skóli Heimilisiðnaðarfélagsins — Heimilis iðnaðar -
skólinn — geti boðið námskeið í gerð faldbúnings. Árið 2008 fékk Heimilis -
iðnaðarfélagið styrk af fjárlögum og frá Hlaðvarpanum. Menningarsjóði
kvenna á Íslandi, til þess að gefa út bók um vinnu Faldafeykis (bls. 9−10).
Riti Sigrúnar er ætlað að gera grein fyrir þeirri vinnu.
Megintitillinn á ritinu — Faldar og skart — hljómar vel en gæti jafnframt
verið svolítil ráðgáta þeim sem ekki eru kunnugir mismunandi merkingu
orðsins „faldur“. Skýring kemst þó prýðilega til skila þegar kápa er skoðuð
í heild. Það er rúmt um textann á blaðsíðum ritsins og hann er brotinn upp
með fjölda mynda. Yfirbragðið í heild er aðlaðandi. Sigrún Helgadóttir er
enginn nýliði á ritvellinum. Hún skrifar afar lipran og læsilegan texta. Ritið
hefst til að mynda á fjörlegri og spennandi lýsingu á því hvernig merkur
faldbúningur hvarf frá Íslandi árið 1809, og var eftir því sem best var vitað
týndur og tröllum gefinn, en kom í leitirnar á sjöunda áratug 20. aldar í
einni af rannsóknarferðum Elsu E. Guðjónsson textílfræðings. Sá búningur er
nú varðveittur í safni Viktoríu og Alberts í London (bls. 17–33).
Í upphafi minnist höfundur Elsu (1924–2010) sem lengi starfaði sem
sérfræðingur við Þjóðminjasafn Íslands. Hún stundaði meðal annars rann-
sóknir á eldri gerðum íslenskra kvenbúninga og birti niðurstöður í fjölda
greina og rita. Rannsóknir Elsu á íslenskum búningum mynda kjölfestuna í
því sem fram kemur í riti Sigrúnar sem hér er fjallað um.
Textanum í Faldar og skart er skipað í sex meginkafla sem hver um sig
skiptist í fjölda undirkafla. Nærri eingöngu er fjallað um faldbúning, en í lok
ritsins er um 14 blaðsíðum varið í yfirlit um upphlut, peysuföt, búninga
karla, búninga barna og búninga þá sem Sigurður Guðmundsson málari er
höfundur að, skautbúning og kyrtil. Að öðru leyti er áherslan efnislega á
þrjú atriði. Í fyrsta lagi er greint frá ritheimildum þar sem faldbúningi er lýst
eða um hann rætt. Í öðru lagi eru lesendur fræddir um aðkomu Þjóðdansa -
félagsins, Heimilisiðnaðarfélagsins og Faldafeykis sem hafa, auk Þjóðminja -
safnsins, átt mestan þátt í endurreisn faldbúnings. Og í þriðja lagi eru taldir
upp ýmsir hlutar faldbúnings og nefndar skreytingar sem tilheyra bún-
ingnum og aðferðir við skreytingar sums staðar kynntar lauslega.
Undir kaflaheitunum „Landkönnuðir lýsa faldbúningum“ og að hluta í
kaflanum „Faldbúningur í tímans rás“ kynnir Sigrún í stuttu máli viðkom-
andi heimildarmann ef um hann er vitað og endursegir spretti úr áður
útgefnum ritum. Hún notar þó í flestum tilvikum beinar tilvitnanir og vís-
ar þá til heimildar. Þetta efni er um þriðjungur af heildarefni ritsins. Á
þremur blaðsíðum í lok kaflans um faldbúning í tímans rás og að hluta til í
ritdómar 223
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 223