Saga - 2014, Page 226
þremur seinustu köflunum, „Ýmsir hlutar faldbúningsins“, „Aðföng og
aðferðir“ og „Íslenskir þjóðbúningar og hátíðarbúningar“, kemur fram efni
sem bregður ljósi á vinnu Faldafeykis og viðhorf höfundar til verksins. Í
lokakaflanum ræðir Sigrún áhugaverða spurningu í undirkaflanum „Hvað
er þjóðbúningur?“ (bls. 177−178). Hún færir rök fyrir ákveðinni niðurstöðu
sem er efnislega á þann veg að fólk sem komi sér upp þjóðbúningum nú á
dögum hafi úr að velja faldbúningum 18. og 19. aldar, peysufötum og upp-
hlutum 19. og 20. aldar og hefðbundnum karlabúningum. Og Sigrún segir
síðan: „Þessir búningar falla undir þá skilgreiningu að teljast þjóðbúningar.
Það sama gildir varla um skautbúning og kyrtilbúning sem Sigurður Guð -
mundsson hannaði á 19. öld og alls ekki um hátíðarbúning karla frá árinu
1994 sem Kristinn Steinar Sigríðarson hannaði.“ (bls. 177–178). Þetta er afar
forvitnileg niðurstaða og efalaust efni í frekari umræður, til dæmis um
hverjir, ef til eru, séu höfundar að því sem nefnt er þjóðlegt eða á hvern hátt
atriði eða hlutir sem litið er á sem þjóðlega taki sér bólfestu sem slíkir í vit-
und þjóðar.
Það er í sjálfu sér ágætt að fá í einni lotu ríflegan skerf af lýsingum á
faldbúningum sem skrifaðar voru af erlendum og innlendum mönnum á
öldum áður. Á hinn bóginn gerir Sigrún ekki grein fyrir því hvernig það
safn ritheimilda og beinna tilvitnana sem hún birtir í riti sínu hefur verið
notað til þess að endurskapa faldbúning og framkalla þá heildarmynd sem
Faldafeykishópurinn hefur gert á áþreifanlegan hátt. Skýrari tenging við rit-
heimildir og heimildir af öðrum toga, til að mynda safngripi, hefði auð -
veldað lesanda að átta sig á því hvernig hópurinn útfærði vinnu sína og
komst að niðurstöðu um einstaka hluta faldbúningsins, heildaryfirbragð eða
mismunandi gerðir. Skipuleg umræða um vinnubrögð hefði aukið upplýs -
inga gildi ritsins í heild og fært það í þann farveg að vera traust úttekt á
rannsóknarvinnu félaga í Faldafeyki.
Sigrún setur sig á hinn bóginn ekki í fræðimannslegar stellingar og segir
sig leikmann (bls. 30). Þetta gefur henni talsvert svigrúm en útskýrir ekki
ónákvæmni í framsetningu, sem kemur fram á allmörgum stöðum, eða vill-
ur. Örfá dæmi um þetta verða nefnd hér. Í frásögn af Guðrúnu Einarsdóttur
(Johnsen) er hún sögð Jónsdóttir í myndartexta (bls. 63). Í undirkafla með
heitinu „Árferði á 18. öld“ segir Sigrún að landskjálfti hafi orðið á Suður -
landi 1885 „svo að hundruð bæja hrundu til grunna“ (bls. 98). Í frásögn af
sokkaböndum segir að þau hafi verið röndótt og fótofin, en í mynd sem birt-
ist með þeim texta eru sýnd bönd með talsvert flóknu munstri og þau sögð
réttilega vera spjaldofin (bls. 150). Á einum stað er birt mynd af hluta af
faldbúningi og má af meðfylgjandi texta skilja að myndin sýni gull-
baldýringu á treyju og upphlut. Gullbaldýring er hins vegar ekki sýnileg á
upphlutnum (bls. 165).
Fjöldi mynda er í ritinu. Flestar þeirra hafa prentast vel og sumum fylgja
greinargóðar upplýsingar. Nokkrar myndir eru þó óskýrar og litir sums
ritdómar224
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 224