Saga - 2014, Blaðsíða 227
staðar villandi. Skortur er á samræmi í uppsetningu texta við myndir. Í
mörgum tilvikum vantar fullnægjandi skýringar með myndum og því óljóst
hvað af því sem sýnt er á mynd er gamall gripur, ef til vill safngripur, og
hvað nýlegur gripur og hugsanlega gerður af félaga í Faldafeyki. Þetta er
áberandi í kafla sem fjallar um ýmsa hluta faldbúningsins (bls. 130, 137, 138,
139, 140, 141, 143, 151, 153, 154, 156, 157, 164, 166, 167, 168, 169 og 173).
Myndum í ritinu er ætlað að styðja textann, ekki síður en vera til skrauts, og
því er ónákvæmni í skýringum við þær bagaleg.
Þrátt fyrir þá ágalla sem nefndir hafa verið hér að framan er lærðum og
leikum talsverður fengur í ritinu Faldar og skart. Bókin er myndarlegt fram-
lag til fremur gisinnar flóru rita um íslenska þjóðbúninga. Þeir sem áhuga
hafa á handavinnu og handverki fá góða hugmynd um hve gríðarlega mikil
og fjölbreytt vinna er fólgin í hverjum einasta hluta faldbúnings. Fyrir
áhugasama um þjóðleg fræði almennt vekur ritið meðal annars ögrandi
spurningar um merkingu hugtaksins „þjóðlegt“. Faldar og skart er ljóslega
hluti af ferli sem á sér hliðstæðu í nágrannalöndunum og því forvitnilegt
fyrir sagnfræðinga jafnt og þá sem fást við þjóðleg fræði að fylgjast með
hvernig þeirri þróun reiðir af á Íslandi á næstu áratugum.
Áslaug Sverrisdóttir
Hjörleifur Stefánsson, AF JÖRÐU. ÍSLENSK TORFHÚS. Crymogea í
samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands. Reykjavík 2013. 320 bls. Myndir,
kort, töflur, mannanafnaskrá, atriðisorðaskrá.
Íslendingar hafa löngum borið blendnar tilfinningar til byggingararfleifðar
sinnar. Menn hafa ýmist skammast sín fyrir fáfengileika húsakostsins eða
séð þessa sömu arfleifð í rósrauðum bjarma. Menn hafa ímyndað sér að á
fyrri tíð hljóti Íslendingar að hafa átt harla stórbrotnar dómkirkjur fyrst sam-
félagið gat gefið af sér bókmenntir í heimsklassa, en menn hafa líka fyllst
minnimáttarkennd yfir því að þorri landsmanna hafi öldum saman búið í
því sem útlendingum sem hingað rákust þótti mörgum hverjum vera holur
í jörðinni. Menn hafa deilt um það hvort íslensk byggingarlist fyrri alda hafi
verið snilldarútfærsla á sambúð manns og náttúru eða hvort torfkofarnir
hafi verið pestarbæli og til vitnis um örbirgð þjóðarinnar og úrræðaleysi.
Bók Hjörleifs Stefánssonar tekst á við þessa arfleifð að því er snertir
íslensk torfhús, allt frá þeim ummerkjum sem við höfum um húsakost land-
námsmanna til þeirra torfhúsa sem enn standa og eru jafnvel nýreist.
Markmið bókarinnar er að „leitast við að gefa yfirlit um þróun torfbygg-
ingarhefðarinnar og veita innsýn í tæknilega gerð mannvirkja úr torfi“.
Þannig miðast efnistökin fyrst og fremst við efnisleg einkenni torfhúsa,
rannsóknir á þeim, lýsingu á byggingarlagi, efni og aðferðum. Um leið á
ritdómar 225
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 225