Saga - 2014, Page 229
Stærsti kafli bókarinnar ber heitið „Úrval íslenskra torfhúsa“. Hann
hefst á blaðsíðu 102 og lýkur á blaðsíðu 271 og er því vel ríflega helmingur
verksins í heild — eða 60% af meginmáli. Þar eru tekin fyrir einstök torfhús,
hús fyrir hús, og þeim lýst í máli og myndum. Þetta eru ekki einungis
„raunveruleg“ hús, heldur er líka fjallað um tvö tilgátuhús. Þótt gaman sé
að geta skoðað þetta allt saman, í einu fallegu riti, er einhvern veginn dálítið
spælandi hversu hefðbundnum tökum efnið er tekið í bókinni. Hér eru fyrst
og fremst á ferðinni almennar lýsingar á byggingunum sem virðast litlu
bæta við það efni sem þegar er aðgengilegt, t.d. á ágætri heimasíðu Þjóð -
minjasafns Íslands þar sem skipulega hefur verið komið fyrir efni um þær
byggingar sem fjallað er um með þessum hætti í bókinni.
Á eftir yfirlitinu yfir einstök hús kemur stuttur kafli um torfhús annars
staðar á norðurhveli. Kaflinn gefur fyrirheit um að umfjöllunin sem á und-
an fór verði sett í almennt alþjóðlegt samhengi, enda hefur löngum verið
lögð áhersla á að skilgreina sérstöðu íslenskrar torfhúsamenningar en sam-
hengi hennar við slíkar hefðir annars staðar síður verið í brennidepli. Í kafl-
anum er einkum staðnæmst við torfhús í Norður-Noregi, en einnig húsa-
gerðir í Færeyjum, Grænlandi, Skotlandi og Norður-Ameríku, og svo vísað
til þess að torf, mold og grjót hafi tíðkast víðar sem byggingarefni. Mest er
sagt frá rannsóknum á tóftum nyrst í Noregi og lýst torfbyggingum Sama.
Þótt nokkur samanburður sé gerður við íslenska bæinn er áherslan eftir sem
áður á að lýsa stuttlega byggingaraðferðum á mismunandi stöðum, eftir því
sem heimildir höfundar gefa tilefni til, fremur en að setja íslenska torfhúsa-
hefð í almennt samhengi slíkrar húsagerðarlistar.
Í lokakafla bókarinnar eru settir saman textar undir yfirskriftinni „Torf -
hús í landslagi“ en þar er fjallað um eitt og annað sem undirritaður á bágt
með að sjá að myndi heild. Engu er líkara en að ákveðið hafi verið að koma
þar fyrir því efni sem ekki tókst að finna stað í fyrri köflum. Byrjað er á hug-
leiðingum um samband torfhúsanna og náttúrunnar og nokkru rými varið til
að endursegja annars ágætan pistil af Vísindavefnum og velta fyrir sér
orðabókarskýringum á hugtakinu „landslag“. Hér virðist mér markmið höf-
undar einkum vera að renna stoðum undir þá skoðun að torfhús séu hluti
af landslaginu — sem er prýðileg pæling en ristir harla grunnt þar sem
klippt er heldur snögglega á mögulegt samtal við samtímafræðimenn um
málið. Höfundur vitnar í fræðimenn sem á fyrri hluta 20. aldar veltu fyrir
sér sambandi manns og umhverfis en klykkir svo út með þessu: „Svipaðra
hugmynda hefur í vaxandi mæli gætt meðal fræðimanna sem fást við að
túlka sögu mannsins, bæði heimspekinga, sagnfræðinga, mannfræðinga og
fornleifafræðinga“. (bls. 292) Hverjar þær hugmyndir eru eða hvernig megi
tengja þær íslenskum torfhúsum fáum við ekki að vita. Þess í stað kemur
texti um forgengileik byggingarefna (sem áður hafði verið fjallað um) og
umfjöllun um mikilvægi og skyldur varðveislustofnana að viðhalda verk-
kunnáttu við torfhleðslu. Bókin endar svo með því að greint er frá „tveim-
ritdómar 227
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 227