Saga - 2014, Qupperneq 231
landinu. Margt er skemmtilegt í bókinni, allt frá nákvæmum lýsingum á
torfskurði til umfjöllunar um teikningar skólabarna af torfbæjum. Ritið
stendur þannig undir því markmiði sem höfundur setur sér í upphafi bókar -
innar: að gefa yfirlit og vekja áhuga. Af ofansögðu má þó vera ljóst að verkið
er að ýmsu leyti gallað. Sem fræðirit hefur það óljóst erindi og bætir ekki
eins miklu við þekkingu, fræðilega umræðu eða almenna sýn á viðfangs-
efnið og vænta mætti.
Ólafur Rastrick
Árni Daníel Júlíusson og Jónas Jónsson, LANDBÚNAÐARSAGA
ÍSLANDS. 1. BINDI. ÞÚSUND ÁRA BÆNDASAMFÉLAG 800–1800. 2.
BINDI. BÆNDUR OG NÚTÍMI. SVEITASAMFÉLAGIÐ Á 19. OG 20.
ÖLD. 3. BINDI. HEFÐBUNDIN KVIKFJÁRRÆKT. 4. BINDI. JARÐ -
RÆKT OG AÐRAR BÚGREINAR. Skrudda. Reykjavík 2013. Fjögur
bindi, alls 1357 bls. Myndir og töflur. Tilvitnana-, heimilda-, mynda-,
atriðisorða- og nafnaskrár.
Landbúnaðarsaga Íslands er glæsilegt rit. Fjögur bindi í öskju, alls ríflega 1350
bls. í stóru broti, ríkulega myndskreytt. Ritið er gefið út með styrk frá tólf
aðilum, bæði opinberum og einkafyrirtækjum. Verkaskiptingu er þannig
háttað að Árni Daníel Júlíusson ritar fyrri bindin tvö sem fjalla um íslenskan
landbúnað frá landnámi og til loka 20. aldar, en í seinni bindunum tveimur
fjallar Jónas Jónsson, fyrrverandi búnaðarmálastjóri, um félagslega þætti,
einstakar búgreinar og tækniframfarir. Jónasi entist hins vegar ekki aldur til
að ljúka sínum hluta því að hann andaðist árið 2007. Hafði hann þá samið
meginhlutann af sínu verki og skilað handriti. Tók Helgi Skúli Kjartansson
prófessor að sér að lesa yfir og ganga frá texta Jónasar, en Helgi Skúli sat í
óformlegri ritnefnd verksins.
Í inngangi að fyrsta og öðru bindi segir höfundur að ætlunin sé að
afmarka sögu bændasamfélagsins þannig að hún fjalli fyrst og fremst um
framleiðsluna og átökin um hana út frá vistfræðilegu sjónarhorni. Í þessu
felst að annars vegar er fjallað um náttúrulegar forsendur og hins vegar um
það sem Árni Daníel kýs að kalla menningarlega þætti, þ.e. „tækni, skatta
og afgjöld, verslun, hugmyndafræði og þjóðfélagsátök“ (bls. 13). Frásögnin
lýtur aðallega að framleiðslunni utan húss, en minna er fjallað um þá vinnu
sem fram fór inni á heimilunum, t.d. matargerð, vefnað og tréskurð.
Samfélagsátök og barátta bænda fyrir bættum kjörum eru meginþemu þess-
ara fyrstu tveggja binda, en lítið fjallað um menningu sveitanna. Höfundur
heldur sig vel við þessa stefnu og gerir þeim viðfangsefnum sem tekin eru
fyrir ágæt skil.
Í fyrsta hluta bókarinnar, sem fjallar um landbúnað frá því að ísöld lauk
ritdómar 229
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 229