Saga - 2014, Page 235
um og Danaveldi og hins vegar efnahagslegt stríð gegn hinni dönsku
selstöðuverslun. Á báðum vígstöðvum vannst sigur. Eftir að heimastjórn
var fengin og íslensk stjórnmál tóku að þokast í átt til nútíma fundu bænd-
ur pólitískum markmiðum sínum farveg innan Framsóknarflokksins, þótt
framsóknarmenn hafi einnig ætíð fundist í öðrum flokkum. Að mati höf-
undar voru tvær höfuðástæður fyrir því hve íslenska bændahreyfingin náði
sterkri pólitískri stöðu á árunum 1927–1939. Annars vegar sú hversu Ísland
varð seint þéttbýlissamfélag og hins vegar sú að verkalýðsstéttin hafði þá
fremur veika stöðu. Ekkert er aftur á móti minnst á þátt kjördæmaskipun-
ar. Í alþingiskosningum árið 1927 fékk Íhaldsflokkurinn 42,5% atkvæða,
Alþýðuflokkurinn 19% og Frjálslyndi flokkurinn 5,8%, en Framsóknar -
flokkurinn tæp 30%. Það skilaði Framsóknarflokknum aftur á móti 17 af
þeim 36 þingmönnum sem voru kjördæmakjörnir, en sex voru landskjörnir.
Kjósendur á bak við hvern þingmann voru þá að meðaltali 1279 í landinu
öllu, en í Reykjavík voru þeir tvöfalt fleiri eða 2496. Eftir þessar alþingis-
kosningar myndaði Tryggvi Þórhallsson stjórn sína.
Niðurgreiðslur á landbúnaðarvörum hófust árið 1943 með dýrtíðarlög-
unum en þau fólu í sér að leyfilegt var að greiða niður verð á kindakjöti,
nýmjólk, smjöri og kartöflum. Engar bætur voru greiddar á útfluttar land-
búnaðarafurðir fyrr en á fjórða áratug 20. aldar og þá aðeins í nokkur ár.
Uppbæturnar hófust svo fyrir alvöru árið 1956 og svöruðu þegar tveimur
árum síðar til ríflega 85% af verðmæti útflutnings. Það er þó ekki fyrr en
tveimur áratugum síðar að útflutningsuppbæturnar komast í sitt algleymi,
en þá námu þær samkvæmt Hagskinnu að meðaltali 114% af útflutnings-
verðmæti hvers árs. Hæst að hlutfallstölu komust þær árið 1981, nálega
160%.
Það landbúnaðarkerfi sem byggt var upp á seinni hluta 20. aldar var
framleiðsluhvetjandi og öllum mátti vera ljóst að fyrr eða síðar yrði að grípa
í taumana. Ríkisvaldið hafði einfaldlega ekki efni á að verja umtalsverðum
hluta af tekjum sínum til að niðurgreiða landbúnaðarvörur innanlands og
greiða með útflutningi. Á árunum 1959–1979 námu niðurgreiðslur og út -
flutn ingsbætur að meðaltali samtals nálega 12% af útgjöldum og það því
ekki skrítið þótt gagnrýnisraddirnar væru háværar. Þar fór fremstur í flokki
Jónas Kristjánsson, ritstjóri Vísis og síðar DV, sem taldi að sjávarútvegur
héldi uppi óhagkvæmum, ríkisstyrktum landbúnaði og að bændur væru
alltof margir. Augljóst er að Árni Daníel telur að Jónas hafi reynst land-
búnaðinum hættulegur andstæðingur og að hann hafi átt mikinn þátt í að
snúa almenningsálitinu gegn landbúnaði, en síðar í bókinni (bls. 264) er bent
á rangindi í þessum útreikningum Jónasar og að taka þurfi tillit til þess að
hluti af niðurgreiðslunum hafi komið neytendum til góða og eigi því ekki
að reiknast með kostnaði ríkisins við landbúnaðinn. Sama gildi um
áburðarniðurgreiðslur; þær hafi einnig lækkað endanlegt verð til neytenda.
Þetta er alrangt. Ekki verður séð að neitt sé við þá aðferðafræði að athuga
ritdómar 233
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 233