Saga - 2014, Page 236
að telja allar niðurgreiðslur til kostnaðar ríkisins við landbúnað, svo og
niðurgreiðslur á áburði. Með röksemdafærslu höfundar mætti raunar telja
útgjöld til skóla- og heilbrigðismála, svo dæmi sé tekið, til kostnaðar við
landbúnaðarkerfið, vegna þess að fólk í sveitum sækir skóla og heilbrigðis -
þjónustu. Niðurgreiðslur hafa alla jafna í för með sér svokallað allra tap, en
í því felst að útgjöld hins opinbera eru meiri en samanlagður ábati fram-
leiðenda og neytenda. Árni Daníel virðist hins vegar líta svo á að niður-
greiðslur séu réttlætanlegar vegna þeirra tekjujöfnunaráhrifa sem þær geta
haft í för með sér. Þessum markmiðum má hins vegar ná með öðrum hætti,
t.d. hækkun barna- og vaxtabóta og elli- og örorkulífeyris. Má færa fyrir því
góð rök að hinum efnaminni væru betur borgið með þess konar greiðsl um.
Bændum mætti síðan greiða óframleiðslutengda styrki.
Í lokahluta fjórða kafla, sem fjallar um vaxtarskeið landbúnaðarins á
árunum 1940–1980, spyr höfundur hvort íslenskur landbúnaður hafi verið
vonlaus og svarar því sjálfur til að sú gagnrýni á landbúnað sem „komst í
tísku um 1975 hafi hlotið að hitta fyrir allan landbúnað á Norðurlöndum“
(bls. 266). Ástæðurnar fyrir gagnrýninni hafi verið þrjár; offramleiðsla, hátt
matvælaverð og nýfrjálshyggja en það orð virðist Árni Daníel nota um
markaðshyggju sem hann er afar andsnúinn. Aukinn innflutningur er
þannig talinn eingöngu geta komið heildsölum til góða, en ekki tekjulágum
heimilum. Talið berst síðan að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem höfundur
finnur það til foráttu að hafa barist gegn niðurgreiðslum og verkalýðsfélög-
um. Þessi umfjöllun er óyfirveguð og áróðurskennd og einkennilegt verður
að teljast að byggja umfjöllun um markaðshyggju í landbúnaði næsta ein-
göngu á umdeildri bók Naomi Klein án þess að hleypa öðrum sjónarmiðum
að.
Í lokakafla þessa bindis er fjallað um landbúnað á árunum 1980–2000 en
þessi tími hefur á margan hátt verið landbúnaðinum erfiður. Bændum hef-
ur fækkað mjög og má t.d. nefna að árið 1975 — árið sem Jónas Kristjánsson
réðst á landbúnaðinn — störfuðu um 9400 í landbúnaði, en árið 2000 um
6900. Bændum hafði því fækkað verulega sem bendir óneitanlega til þess að
Jónas hafi haft á réttu að standa og að þeir hafi verið of margir. Hér hefði
þurft að útskýra betur þær breytingar sem mjólkurkvótakerfið hafði í för
með, t.d. tilflutning framleiðslukvóta á milli landshluta, fækkun bænda og
stækkun búa. Eins hefði þurft að segja nánar frá samningum við sauðfjár-
bændur og garðyrkjubændur og útskýra betur hvernig vikið hefur verið af
þeirri braut að tengja styrki við framleiðslu. Þá hefði mátt ræða betur um
það hvernig hagur bænda hefur þróast og hvort stórrekstur sé ábatasamur.
Í því sambandi hefði sem best mátt vitna til einhverra af þeim fjölmörgu
hagrænu greiningum sem gerðar hafa verið á íslenskri mjólkurframleiðslu.
Höfundi virðist hins vegar vera uppsigað við hagfræðinga, kannski vegna
þess að þeir hafa iðulega verið gagnrýnir á þá sóun sem felst í land-
búnaðarkerfum víða um heim. Þetta sést t.d. af því að á heimildaskrá er vart
ritdómar234
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 234