Saga - 2014, Page 237
eitt einasta rit, grein eða skýrsla sem hagfræðingar hafa ritað um íslenskan
landbúnað á undanförnum 15–20 árum. Er þó ekki allt sem þar hefur verið
sagt landbúnaðinum óhagstætt. Ekki er heldur rætt um það hvort sú ríkis -
aðstoð sem íslenskir bændur njóta í formi tollverndar og styrkja er meiri eða
minni en tíðkast erlendis.
Þriðja og fjórða bindi ritsins fjalla svo um einstakar búgreinar. Í því
þriðja er sagt frá sauðfjárrækt, nautgriparækt og hrossarækt, en í því fjórða
frá jarðrækt, geitfé, alifuglum og svínum, garðyrkju, skógrækt, veiðimálum
og fiskrækt og loðdýrarækt. Fjallað er um einkenni hverrar tegundar, fjölda
og notkun. Þá er rætt um innflutning og kynbætur, útflutning á afurðum og
lifandi dýrum, svo sem hrossum, og skipulagi afurðastöðva.
Seinni bindin tvö mynda góða heild og tiltölulega lítið er um endur-
tekningar frá fyrri bindunum tveimur, en betur hefði mátt vísa í kafla á milli
binda. Þetta er mun átakaminni saga en sú sem sögð er í fyrri bindunum
þótt á því séu þó undantekningar, eins og t.d. frásögnin af mjólkursölulög-
unum árið 1934 og áhrifum þeirra. Þá er óhugnanlegt að lesa um aðferð við
að drepa refi, sem sagt þá að nota refaknetti, en þá voru teknir kjöt- eða
mörbitar og sett í þá nálarbrot eða þar til gerð eggjárn, „tveir litlir pinnar
sem mynduðu kross með því að annar var þræddur í gat á hinum miðjum,
nálar þessar eða pinnar stungust í meltingarveg dýrsins og drógu það til
dauða“ (bls. 284).
Landbúnaðarsaga Íslands er prýdd fjölda mynda sem margar eru skemmti -
legar og sumar koma lesandanum algerlega á óvart, eins og t.d. myndin af
Avro Lancaster sprengiflugvélinni úr seinni heimsstyrjöld, en slíkar vélar
fluttu meðal annars kynbótasæði úr hrútum til Íslands eftir stríð. Myndin af
löxunum á bls. 244 í fjórða bindi er einnig athyglisverð vegna þess hve fisk-
arnir eru ótrúlega líkir urriða. Nokkuð er um töflur í bókinni, en þær hefðu
mátt vera mun fleiri. Sumt talnaefnið hefði einnig mátt setja upp í línurit eða
jafnvel á landakort; kortin á bls. 28 og 29 í þriðja bindi sýna glöggt hve mikið
hægt er að segja með myndum. Þá hefði verið gagnlegt að útbúa staðar-
nafnaskrá fyrir bækurnar.
Miðað við sterka stöðu íslensks landbúnaðar og hve mjög forsvarsmenn
þjóðarinnar hafa allt fram á þennan dag borið landbúnað fyrir brjósti má
heita merkilegt að ekki skuli áður hafa verið gefið út heildstætt rit um
íslenskan landbúnað þótt vitaskuld hafi víða í bókum, skýrslum og tímarit-
um verið fjallað um afmörkuð efni er tengjast landbúnaði eða landbúnað á
ákveðnu tímabili. Með þessari útgáfu má því segja að fyllt hafi verið upp í
nokkurt gap í íslenski sagnfræði. Og útgáfan er vissulega glæsileg þó bók-
in sé ekki gallalaus og höfundar hefðu að ósekju mátt nálgast viðfangsefnið
á gagnrýnni hátt.
Sveinn Agnarsson
ritdómar 235
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 235