Saga - 2014, Side 238
Jón Karl Helgason, ÓDÁINSAKUR. HELGIFESTI ÞJÓÐAR DÝR -
L INGA. Sögufélag. Reykjavík 2013. 276 bls. Heimilda- og nafnaskrá.
Í Ódáinsakri skoðar Jón Karl Helgason hvernig minning tiltekinna einstak-
linga er ræktuð og mótuð á opinberum vettvangi. Skáld og listamenn eru í
forgrunni, en jafnframt eru kynntir til sögunnar nokkrir stjórnmálamenn og
trúarleiðtogar. Bókin tengist fyrri skrifum Jóns Karls um jarðneskar leifar
Jónasar Hallgrímssonar og þjóðargrafreitinn á Þingvöllum (sbr. bók hans
Ferðalok frá árinu 2003), sem og rannsóknum hans á endurritun Njáls sögu
(sbr. bók hans Hetjan og höfundurinn frá 1998). Í Ódáinsakri er safnað saman
ritgerðum sem áður hafa birst íslenskum lesendum í Andvara, Hugrás, Lesbók
Morgunblaðsins, Tímariti Máls og menningar, Ritinu og Skírni. Eins og Jón Karl
tilgreinir í formála er því ekki um að ræða „heildstæð[a] söguleg[a] úttekt“
(bls. 9) á viðfangsefninu og væntanlega hefur hending að einhverju leyti
ráðið því hvaða einstaklingar voru teknir til skoðunar og hversu fyrir-
ferðarmiklir þeir eru í bókinni.
En það sem tengir kaflana saman er hugmyndin um helgifestu menn-
ingarlegra þjóðardýrlinga (e. canonization of cultural saints). Þetta er undir-
strikað með því að gefa hverjum kafla fyrir sig yfirskrift sem vísar í kristi-
lega dýrlingahefð. Kafli um Kjarval fær yfirskriftina „íkonamyndir“, kafli
um slóvenska þjóðskáldið Prešeren og danska rithöfundinn H.C. Andersen
„helgifesta“, kafli þar sem spurt er hvers vegna Jónas Hallgrímsson varð
þjóðskáld en ekki Bjarni Thorarensen „hefðarveldi“, kafli um stytturnar af
Jónasi og Jóni Sigurðssyni „líkneski“, kafli um jarðneskar leifar Jóns Ara -
sonar „helgir dómar“, tveir kaflar um „framhaldslíf“ Halldórs Laxness
„helgi spjöll“ og „helgisagnir“, kafli um afmæli H.C. Andersen „messudag-
ar“ og lokakaflinn um 10.000 króna seðilinn og Jónas Hallgrímsson hefur
yfirskriftina „postular“.
Jón Karl segir að rannsóknarsviðið sé „í eðli sínu þverfræðilegt, á óljós-
um mörkum sagnfræði, bókmenntafræði, þjóðernisrannsókna, minnisfræða
og menningarfræða“ (bls. 9), og í bókinni er að finna margvíslega snertifleti
við rannsóknir þeirra sagnfræðinga sem hafa fengist við menningarsögu
nítjándu og tuttugustu aldar, þjóðernisrannsóknir og sögulegt minni (eink-
um kaflarnir um hvernig Jónas Hallgrímsson og Jón Sigurðsson urðu tákn-
gervingar íslensks þjóðernis). Þó efnir Jón Karl ekki til markvissrar samræðu
við íslenska sagnfræðinga og yfirleitt er saga hinna veraldlegu þjóðar -
dýrlinga ekki sett í stærra sögulegt samhengi. Undantekning frá þessu er
kaflinn um Prešeren og Andersen þar sem vikið er að menningarlegri þjóð -
ernisstefnu Slóvena annars vegar og nývæðingu og þjóðríkismyndun Dana
hins vegar.
Ódáinsakur er blendingur í fleiri en einum skilningi. Jafnframt því að
sækja innblástur til ólíkra fræðigreina eru margir kaflarnir á mörkum fræða
ritdómar236
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 236