Saga - 2014, Side 239
og bókmennta. Bókin geymir ekki einungis glímu Jóns Karls við hugmynd-
ina um veraldlega dýrlinga; jafnframt má hér sjá póstmódernískan áhuga
hans á að fást við ólíkan stíl, form og framsetningu texta. Og er skemmst frá
því að segja að í öllum tilfellum eru efnistökin traust og vönduð.
Sumir kaflarnir eru í formi hefðbundinna rannsóknarritgerða. Þetta á
sérstaklega við um kaflann um Prešeren og Andersen og síðasta kaflann um
Jónas. Greiningarramminn er sóttur til rannsókna á ofangreindum fræða -
sviðum og þar er meðal annars að finna ítarlega umræðu um hugmyndir
sagnfræðinganna Erics Hobsbawm, Benedicts Anderson og Adrians Hast -
ing um þjóðerni (bls. 39–42) og kenningar Maurice Hawlbach og Jans og
Aleidu Assman um menningarlegar minningar (bls. 216–21). Hér ræður
væntanlega nokkru upprunalegur birtingarvettvangur kaflanna, þ.e.a.s.
Ritið, tímarit Hugvísindastofnunar, þar sem sérstök áhersla hefur verið lögð
á umræðu um kenningar.
En almennt má segja að hér sé ekki á ferðinni hefðbundin vísindaleg
nálgun þar sem leitast er við að sýna fram á nýnæmi rannsóknanna eða færa
rök fyrir tiltekinni niðurstöðu. Jón Karl kallar kaflana „tilraunir“, á ensku
essays, sem hefur líka verið þýtt sem „ritgerðir“. Þótt þetta sé í sjálfu sér
fremur saklaus merkimiði er ekki ljóst hvers vegna Jón Karl velur hann og
ekki heldur hvort hann hefur í huga einhvern tiltekinn skilning á „tilrauna“-
forminu. Eina vísbendingin virðist sú að þegar Jón Karl kynnir til sögunn-
ar viðfangsefni hvers kafla fyrir sig lýsir hann því yfir að hann ætli sér að
„gera tilraun til að varpa ljósi“ á tiltekið viðfangsefni (sjá t.d. bls. 59, 62, 67 og
174), gera „tilraunir til að svara“, „velta fyrir sér“ eða „skoða“ (bls. 16, 66 og
216) „forvitnilegar“ (bls. 66) eða „áleitnar“ (bls. 90) spurningar.
Þessar spurningar spretta úr margskonar jarðvegi og ekki alltaf fræði -
leg um. Í kaflanum um Kjarval er t.a.m. lagt upp með það hvernig við leitni
hins argentínska Borges til að greina í sundur sitt persónulega og opinbera
sjálf leitar á Jón Karl þegar hann skoðar sýningu Einars Garibalda
Eiríkssonar árið 1999. Honum finnst útfærsla Einars á tveimur myndum af
Kjarval gefa „til kynna að eitt sinn hefðu verið til tveir menn, einstaklingur-
inn Jóhannes og listamaðurinn Kjarval“ og að smám saman hefði sá síðar-
nefndi lagt undir sig líf hins og „öðlast sjálfstætt líf, orðið að íkonamynd
sem ýmsir ólíkir aðilar tækju til handargagns og gæfu þá merkingu sem
hentaði hverju sinni“ (bls. 16). Árið 2004 segist Jón Karl svo hafa fengið frek-
ari staðfestingu á þessum vangaveltum þegar hann sá mynd af Kjarval
framan á tekjublaði Frjálsrar verslunar árið 2004, en þar bjó að baki sú
ákvörðun Seðlabanka Íslands frá árinu 1995 að láta Kjarval prýða 2000
króna seðilinn. Í framhaldinu er svo útskýrt hvernig nýja seðlaröðin, sem
sett var í umferð 1981, var látin endurspegla menningarsögu þjóðarinnar
(fyrst með áherslu á bókmenntir en síðar byggingarlist, hannyrðir og mál-
aralist) og eins hvernig bæði myndin af Kjarval á 2000 króna seðlinum og
listaverk hans á seðlinum eru táknmyndir og afurðir endurtekins úrvals,
ritdómar 237
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 237