Saga - 2014, Síða 241
Guðjón Friðriksson og Jón Þ. Þór, KAUPMANNAHÖFN SEM HÖFUÐ -
BORG ÍSLANDS I–II. Hið íslenska bókmenntafélag. Reykjavík 2013.
564 + 608 bls. Myndir, heimildaskrár, myndaskrár, mannanafnaskrár.
Það var sannarlega verðugt verkefni að skrifa sögu Kaupmannahafnar sem
höfuðborgar Íslands. Allan þann tíma sem Íslendingar hafa fengist við að
skrifa sögu sína, allt síðan á 17. öld, hefur borgin verið í baksviði hennar eins
og sjálfsagður hlutur án þess að beint væri að henni athygli umfram hið
nauðsynlegasta. Hér er bætt úr því á myndarlegan hátt með næstum 1200
blaðsíðna riti í stóru broti (þó ekki alveg eins stóru og á Sögu Reykjavíkur
síðast). Raunar er ekki farið neitt sparlega með plássið í bókinni. Hún er
myndskreytt ríkulega og með fremur ódrjúgu umbroti. Sem ég lasta þó síst
af öllu því að ritið er afar fallega sett upp á síður af Agli Baldurssyni, ýmist
í tveimur dálkum eða einum dálki breiðari og rúmgóðri spássíu fyrir myndir
og myndatexta. Myndvæðingin er líka með sérstökum ágætum. Ótrúlega
margar myndir koma á óvart, og er ekki annars getið en að höfundar hafi
safnað þeim. Myndvinnslan er líka frábær; gamlar litmyndir njóta sín sér-
staklega vel. Ég hef sannfrétt að það megi þakka umbrotsmanninum sem
hafi annast vinnslu myndanna.
Höfundar hafa heldur ekki verið neitt sparir á sitt pláss. Þannig er óþarf-
lega mikið af meginmálstexta endurtekið í myndatextum, oftast á sömu
blaðsíðu. Í aftanmálsgreinum, sem koma á eftir hverjum aðalkafla bókar-
innar, eru titlar og undirtitlar rita endurteknir í hverri tilvísuninni eftir aðra,
til dæmis (I, bls. 46): Erik Kjersgaard (1980): Byen og borgen Havn. Københavns
historie. Bind 1 … Þetta er endurtekið tólf sinnum í lista með 24 tilvísunum.
Í tíma afmarka höfundar rit sitt annars vegar við stofnár Kalmar -
sambandsins, 1397, og segja að þá hafi komist á konungssamband Íslands
og Danmerkur (I, bls. 28), hins vegar við fullveldi Íslands 1918. Hvort
tveggja er umdeilanlegt. Konungssamband Noregs, og þar með Íslands, við
Danmörku hófst árið 1380, þegar Danakonungurinn Ólafur Hákonarson
erfði Noregsríki, og stóð óslitið eftir það til 1814, gagnstætt því sem höf-
undar halda fram í aftanmálsgrein (I, bls. 31). Stofnun Kalmarsambands
Dana, Norðmanna og Svía breytti engu um afstöðuna milli Íslands og
Danakonungs. Hin mörkin mega kallast formlega rétt; Ísland varð ríki 1918,
og höfuðborgir eru venjulega höfuðborgir ríkja. Mér hefði þó þótt réttara að
segja að Kaupmannahöfn og Reykjavík hafi deilt með sér höfuðborgarhlut-
verki Íslands að minnsta kosti frá því að Alþingi varð löggjafarþing 1874 og
til 1944, þegar utanríkismálastjórn og vinnustaður þjóðhöfðingja Íslands
fluttust formlega og endanlega frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur.
Ritið skrifa tveir leiknir og langreyndir höfundar, enda er texti þeirra
skýr og þægilegur aflestrar. Höfundar merkja sér ekki sérstaka hluta sög-
unnar og segjast hafa unnið í að samræma texta sína (I, bls. 8). Mér finnst
ritdómar 239
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 239