Saga - 2014, Qupperneq 244
stjórnardeildina í Kaupmannahöfn eru þessir ágætu höfundar svo áhuga-
litlir að þeim sést yfir danskan forstöðumann hennar á árunum 1889–1904,
Anders Dybdal (að vísu lítt eftirminnilegan mann), og minnir þá að Ólafur
Halldórsson, skrifstofustjóri deildarinnar, hafi verið æðsti maður hennar á
þessum árum (II, bls. 509). Kannski eru ekki til fullnægjandi heimildir til að
skera eindregið úr hvorir réðu ferðinni hverju sinni eða yfirleitt, Kaup -
manna hafnarmenn eða Íslandsmenn, en þá hefði mátt gera grein fyrir að
svo væri.
Þótt dönskum kaupmönnum og öðrum athafnamönnum á Íslandi séu
gerð rífleg skil í ritinu finnst mér sums staðar vanta á að aðkomnir emb -
ættis menn konungs fái jafngóða umfjöllun. Þar sakna ég sérstaklega fyrsta
stift amtmannsins sem hafði aðsetur á Íslandi, Norðmannsins Lauritz Thodal
sem sat á Bessastöðum 1770–1785. Hér er hann aðeins nefndur örstuttlega
vegna formennsku hans í Lærdómslistafélaginu eftir að hann var fluttur til
Kaupmannahafnar, tilraunar hans og Ólafs Stefánssonar til þilskipaútgerðar
á Íslandi og þátttöku í landsnefndinni síðari 1785–1787 (I, bls. 401, 471 og
484). Stjórn hans á útrýmingu fjárkláða í sauðfé Íslendinga með niðurskurði
og fjárskiptum á árunum 1772–1779 kemur ekkert við sögu, ekki heldur
margra ára kornyrkjutilraunir hans á Bessastöðum. Einkum síðartalda
viðfangsefnið hefði fallið vel inn í ritið enda er þar gerð grein fyrir korn-
yrkjutilraunum Innréttinganna einum til tveimur áratugum fyrir komu
Thodals og viðleitni Konunglega danska landbúnaðarfélagsins og fleiri
danskra aðila til að kenna Íslendingum matjurtarækt á næstu áratugum á
eftir (I, bls. 435–441; II, bls. 408–411). En segja má að þessi vanræksla á fram-
lagi Thodals sé mér að kenna vegna þess að ég hef aldrei hirt um að gefa út
á prenti rannsókn sem ég skrifaði fyrir hálfri öld á kornyrkjutilraunum á
Íslandi á 17. og 18. öld, þótt hún sé að vísu aðgengileg í Landsbókasafni. —
Og kemur nú í ljós hvers vegna mér er svona annt um orðspor Thodals.
Venjulega er hlutur Dana gerður fremur góður í ritinu, en ekki finn ég
að því að hann sé gerður of góður. Um eitt framlag danskra stjórnvalda til
íslenskrar menningar finnst mér þó vera helst til lítið og lauslega fjallað. Það
eru styrkir sem íslenskir stúdentar fengu til háskólanáms í Kaupmannahöfn,
garðstyrkur og fleira. Um garðstyrk er fjallað stuttlega í fyrra bindinu, sagt
að árið 1579 hafi verið ákveðið að láta hann ná til íslenskra stúdenta. Síðan er
þróun styrksins rakin og sagt að „allt fram til ársloka 1918 höfðu íslenskir
stúdentar í Kaupmannahöfn ókeypis fæði og húsnæði á Garði í að minnsta
kosti þrjú til fjögur ár hver … og reyndar nutu þeir nokkurra forréttinda
fram yfir danska stúdenta“ (I, bls. 343–344). Ekki er vísað til heimildar um
þetta, en samkvæmt heimildum mínum nutu nokkurn veginn allir íslensk-
ir háskólastúdentar garðstyrks en aðeins lítið brot danskra. Í grein eftir
Guðbrand Jónsson, „Um Garð-vist Íslendinga á öldinni sem leið“ í Helgafelli
IV (1946), kemur þetta til dæmis fram, og segir þar að Íslendingar hafi að
jafnaði verið fjórðungur garðbúa. Um miðja 19. öld var fólksfjöldahlutfall
ritdómar242
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 242