Saga - 2014, Blaðsíða 245
Íslendinga og Dana (íbúa konungsríkisins án hertogadæmanna) um 1:23.
Hér er meiri mismunun en svo að viðeigandi sé að kalla hana „nokkur for-
réttindi“. Þau verðskulda rækilega umræðu bæði vegna þess að þau hljóta að
vekja furðu og af því að þau eru gríðarlega mikilvæg í sögu Íslendinga. Þau
hljóta að hafa hækkað menntunarstig Íslendinga gífurlega um leið og þau
hafa örvað straum manna af alþýðuuppruna inn í menntamannastétt Íslend-
inga. Minna máli hefur það skipt, sem þó er sjálfsagt að halda til haga, að
íslenskir stúdentar á leið til háskólanáms fengu lengi ókeypis far til
Kaupmannahafnar. Á það er ekki minnst í ritinu fyrr en í frásögn af Finni
Jónssyni sem fór utan 1878. Þar segir að Finnur og félagar hans hafi verið
„síðustu stúdentarnir sem fengu ókeypis far með póstskipinu, en sá siður
hafði tíðkast frá því á sextándu öld að stúdentar þyrftu ekki að greiða far-
gjald á leið til háskólanáms í Kaupmannahöfn.“ (II, 246) Þetta hefði fremur
átt að tengjast garðstyrknum og kannski fleira af sama tagi.
Höfundar hirða vel um að tengja sögu sína við staði í Kaupmannahöfn,
segja iðulega frá því hvar í borginni sögupersónur áttu heima eða höfðu
starfsemi sína og birta mikið af ljósmyndum af húsum sem koma við sögu.
Þetta kemur þeim auðvitað að litlu gagni sem eru ókunnugir í Höfn, og
kannski hefði mátt gera betur í að rifja borgina upp fyrir þeim sem ekki hafa
gengið um hana nýlega, einna helst með góðu miðborgarkorti. En nákunn-
ugum koma staðfærslurnar vafalaust að góðu gagni.
Helst til lítið finnst mér vera sagt frá lífi Íslendinga í höfuðborginni,
Íslendingafélögum, samkomustöðum Íslendinga, dægradvöl og leið ís -
lenskra heimaalninga inn í borgarlífið. Lítið fer fyrir frásögnum af árekstr-
um og átökum Dana og Íslendinga. Ég hef aðeins tekið eftir þrennu af því
tagi. Jón Indíafari barði mann fyrir að tala illa um Íslendinga (I, bls.166–167).
Jónas Jónsson segir að Íslendingar í lýðháskólanum í Askov 1906 haldi mál-
fundi, glímuæfingar og söngæfingar, en Dönum sé meinilla við „allan okk-
ar kunningsskap“ (II, bls. 303). Íslenskur prentari í danskri prentsmiðju segir
að vinnufélagar sínir hafi kallað sig „klipfisk“ (II, bls. 355). Lítið er þarna af
gríni um Íslendinga. Til dæmis er ekki birt nein saga á borð við þá sem hef-
ur verið sögð (sjálfsagt ósönn) af íslenskum stúdent sem leigði herbergi uppi
í risi hjá danskri fjölskyldu, fékk að heiman kagga með slátri í sýru, missti
hann á leiðinni upp stigann svo að hann valt niður á stofugólf, splundraðist
þar og sýra og sláturkeppir dreifðust um gólfið. Þá á Íslendingur að hafa
sagt: „Det gør ikke noget; det kan spises alligevel.“
Texti Guðjóns og Jóns er að langmestu leyti frásögn, mikið af henni af
einstökum mönnum, einstökum félögum eða fyrirtækjum. Þar er lítið tekið
saman í heildir. Alkunna er að slíkt hefur sína góðu kosti, og báðir kunna
höfundar vel að segja sögur. Hins vegar er einsaga ekki vel fallin til að veita
yfirsýn, og á hana finnst mér vanta nokkuð í ritinu. Okkur er til dæmis sagt
frá mörgum dönskum Íslandskaupmönnum sem voru í borgarráði og/eða
voru borgarstjórar í Kaupmannahöfn. En erfitt er að nota þetta til að átta sig
ritdómar 243
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 243