Saga - 2014, Side 246
á mikilvægi Íslandsverslunar í borginni því að við lesum ekkert um þá sem
voru fyrirmenn þar en komu ekki nálægt Íslandsverslun. Þetta verður svo-
lítið líkt því að hlusta á evrópskar knattleikjafréttir í íslenska ríkisútvarpinu;
ókunnugur hlustandi fer að undrast hvernig þau lið fara að sem hafa hvorki
íslenskan leikmann né íslenskan þjálfara.
Frásagnarform getur líka leitt höfunda til ónákvæmni um einstakar
staðreyndir. Tökum sem dæmi hugtakið ríkisdal. Hér segir iðulega frá því
að einhver hafi greitt fyrir eitthvað 4.500 eða 1.800 eða 100.000 ríkisdali án
þess að reynt sé að gera skiljanlegt hvað það voru mikil verðmæti, í mesta
lagi sagt að það hafi verið „gríðarlega mikið fé“ (I, bls. 123–125). Annars
staðar er talað um „2.500 og upp í 3.600 svokallaða gamla dali“ (I, bls. 128,
sbr. bls.130). Hús var selt fyrir „10.200 sléttdali“ (I, bls. 183). Greiðslur kaup-
manna inn í félag nokkurt „námu … 80.376 kúrantdölum“ (I, bls. 290). Eftir
að kemur fram á 19. öld, eftir gjaldþrot danska ríkisbankans, er stundum
talað um ríkisdali (II, bls. 207) en stundum ríkisbankadali (II, bls. 185). Svo
koma krónur á síðasta fjórðungi aldarinnar, og eru upphæðir í þeim til-
færðar skýringalaust nema hvað 70.000 danskar krónur eru sagðar „mikið
fé á þeim tíma“ (II, bls. 251). Þar á ofan eru fjárhæðir stundum tilfærðar í
gyllinum án þess að nokkuð komi fram um gengi þeirra nema hvað hagn -
aður upp á 3.888 gyllini er sagður „geipilegur“ (I, bls. 238 og 240). Sjálfsagt
segja þessar upplýsingar eitthvað þeim sem eru vel inni í peningasögu tíma-
bilsins, en öllum þorra lesenda hljóta þær að vera næsta merkingarsnauðar.
Auðvitað eru staðreyndavillur í ritinu eins og í öllum sagnfræðiritum,
einkum umfangsmiklum ritum þar sem höfundur getur ekki verið nákunn-
ugur öllu. Ég hef þegar nefnt eina eða tvær villur og læt það nægja. Frá -
gangs villur koma líka fyrir, og er sú versta sem ég kom auga á í kafla um
nýlendur Dana (I, bls. 306–331). Þar er aftanmálsgrein 2 eða 3 ofaukið og
hvergi vísað til hennar, en við það hefur tölusetning aftanmálsgreina raskast
til loka kaflans. Ég vissi ekki að svona lagað gæti gerst, hélt að tölvurnar
sæju sjálfkrafa um að hafa það rétt. Talsverður misbrestur er líka á að vísað
sé til heimilda um allt sem hlýtur að vera sótt í heimildir. Það kemur skýrast
fram þar sem sögulegar staðreyndir eru tilfærðar í síðustu efnisgreinum
undirkafla eftir síðustu tilvísunartölu kaflans. Nefna má sem dæmi síðustu
efnisgrein kafla sem heitir „Eignaupptaka konungs á Íslandi“ og raunar
þrjár fyrstu efnisgreinar næsta undirkafla, „Nýir tekjustofnar konungs“ (I,
bls. 85–86).
Mestu máli skiptir þó hitt að hér er í boði fróðlegt, gagnlegt og glæsilegt
rit sem varpar nýju ljósi á meginatriði í sögu Íslendinga.
Gunnar Karlsson
ritdómar244
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 244