Saga - 2014, Síða 252
Reykholti; dr. Guðrún Gísladóttir, Raunvísindastofnun Háskóla Íslands; dr.
Guðrún Sveinbjarnardóttir, Þjóðminjasafni Íslands; dr. Haukur Jóhannes -
son, Náttúrufræðistofnun Íslands; Helgi Þorláksson prófessor, Sagnfræði -
stofnun Háskóla Íslands; Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður (for -
maður) og Svavar Sigmundsson, fyrrverandi forstöðumaður Örnefnastofn-
unar Íslands.
Fornleifafræðiþáttur verkefnisins hófst raunar þegar árið 1998, eða áður
en Reykholtsverkefninu var formlega hrundið af stað, og er honum nú lokið.
Guðrún Sveinbjarnardóttir stjórnaði rannsókninni og hefur þegar verið
gefið út fyrra bindi af tveimur fyrirhuguðum um niðurstöðurnar. Er þar um
að ræða stórvirkið Reykholt. Archaeological Investigation at a High Status Farm
in Western Iceland (2012). Helstu niðurstöður voru þær að bærinn virðist alla
tíð hafa staðið á svipuðum slóðum, eða á milli gömlu kirkjunnar sem enn
stendur í Reykholti og skólahússins sem var reist þar 1929. Undir gangabæ
frá 17. til 19. öld, sem stóð beint suður af kirkjunni, fundust heillegar
byggða leifar sem tímasetja má til miðalda. Meðal þeirra eru göngin sem
liggja frá Snorralaug og talið er að vísi til þess sem nefnt er forskáli í
Sturlungasögu, en um þau mátti ganga frá laug til bæjar þar sem þau tengjast
horni ferhyrnds, niðurgrafins húsgrunns um haglega gerð steinþrep. Undir -
stöður eru gerðar úr gríðarlega stórum steinum sem hafa getað borið meiri-
háttar mannvirki. Líklegt er að þetta sé undirstaða eða kjallari undir hús
sem hefur orðið seinni umsvifum á staðnum að bráð. Þá fundust leifar
veitumannvirkja sem vitna um miklar framkvæmdir og stórhug varðandi
nýtingu hveravarmans á staðnum á miðöldum. Þessar minjar eru taldar
geta verið frá 13. öld, eða þeim tíma sem Snorri Sturluson bjó í Reykholti.
Um þetta er fjölyrt hér vegna þess að þessar leifar mynda áhugaverðan
ramma utan um óhlutbundnari þætti verkefnisins og gera mögulegt að
skoða þá og sögu Snorra í ljósi samtímaaðstæðna á staðnum.
Auk fyrrgreinds rits hefur Reykholtsverkefnið og undirdeild þess nú leitt
til ríkulegs ávaxtar sem kynntur er í fimm binda ritröð, sem út kom á ára-
bilinu 2005–2012 og hefur að geyma meginþorra þeirra fyrirlestra og erinda
sem flutt hafa verið á vegum þeirra í Reykholti. Til gamans má geta þess að
samanlagt eru ritin 1200 blaðsíður á lengd. Snorrastofa er útgefandi ritraðar-
innar og er vandað til útgáfunnar. Auk þeirra bóka sem beinlínis tilheyra
Reykholtsverkefninu gaf Benedikt Eyþórsson sagnfræðingur út ritið Búskapur
og rekstur staðar í Reykholti 1200–1900 (Meistaraprófsritröð Sagnfræði stofn -
unar Háskóla Íslands, Reykjavík 2008, 165 bls.). Þá er freistandi að geta hér
tveggja annarra bóka í útgáfu Snorrastofu sem einnig auðga miðaldafræðin
en það eru bækurnar Til heiðurs og hugbótar: Greinar um trúarkveðskap fyrri
alda (ritstj. Svanhildur Óskarsdóttir og Anna Guðmundsdóttir, Snorrastofa
Rit I, Reykholt: Snorrastofa, 2003, 173 bls.) og bók Lenu Liepe, listasögupró-
fessors í Ósló, Studies in Icelandic Fourteenth Century Book Painting. Snorra -
stofa. Rit VI (Reykholt: Snorrastofa 2009, 287 bls.). Fyrra ritið hefur þó ekki
ritfregnir250
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 250