Saga - 2014, Page 253
aðeins að geyma rannsóknir á trúarkveðskap frá miðöldum heldur einnig
frá siðskiptatíminn og raunar fram á 17. öld. Þar sem Íslenska teiknibókin er
nú nýkomin út í glæsilegri útgáfu er gaman að geta bent hér á ríkulegt og
vandað myndefni í bók Liepe. Má ætla að þessar tvær útgáfur auðgi hvor
aðra. Alls eru rit Snorrastofu orðin sjö og má forstöðumaður hennar og rit-
stjóri Ritanna, Bergur Þorgeirsson, vel una við afraksturinn á ekki lengra
tímabili. Verður þá aftur vikið að bókaflokknum frá Reykholtsverkefninu:
CHURCH CENTRES. CHURCH CENTRES IN ICELAND FROM THE
11TH TO THE 13TH CENTURY AND THEIR PARALLELS IN OTHER
COUNTRIES. Ritstj. Helgi Þorláksson (Snorrastofa. Rit II. Ritstj. Bergur
Þorgeirsson). Reykholt 2005. 218 bls. Kort, skrá yfir kirkjustaði, heim-
ildir tilfærðar neðanmáls (með einni undantekningu).
Á miðöldum urðu margir mikilvægustu kirkjustaðir landsins (þ.e. jarðir þar
sem kirkjur stóðu) að svokölluðum stöðum í lögfræðilegri merkingu en það
þýddi með nútímaorðalagi að kirkjurnar urðu nokkurskonar sjálfseignar-
stofnanir. Það gerðist með því að kirkjueigendurnir lögðu þeim til allt
heima land jarðarinnar sem mynda skyldi rekstrargrundvöll undir kirkju-
bygginguna, guðsþjónustuna sem þar fór fram, áhöfnina, þ.e. prest og
djákna og stundum fleiri enn einn af hvoru, og loks hugsanlega líknar- og
félagsþjónustu (díakóníu á kirkjumáli) í formi ómagaeldis og/eða matargjafa
og klæða.
Í tengslum við Reykholtsverkefnið var tekið að tala um svonefndar
kirkjumiðstöðvar, sem vissulega er nútímahugtak gagnstætt staðar-hugtak-
inu. Virðist þetta frjó hugtakamyndun sem mikill fengur er að, t.d. við
kirkjusögurannsóknir. Fyrr á tíð, og þá einkum á miðöldum, var staða og
hlutverk kirkna eða guðshúsa mjög ólík eins og best kemur í ljós þegar borið
er saman hlutverk, gerð og staða dómkirkna, klausturkirkna, kirkna á
ýmsum höfðingjasetrum (t.d. í Reykholti), almennra sóknarkirkna, hálf-
kirkna, fjórðungskirkna og bænhúsa. Hugtakið kirkjumiðstöð getur nýst til
að varpa ljósi á sérstöðu ákveðins flokks sóknarkirkna, sem þó var ekki fast
skilgreindur t.d. út frá kirkjuréttarlegum sjónarhornum. Slíkar kirkjumið -
stöðvar hafa ásamt helstu höfðingjasetrum landsins, klaustrum og biskups-
stólum gegnt lykilhlutverki í mótun þeirrar miðaldamenningar sem til um -
fjöllunar er í Reykholtsverkefninu. Staðurinn var líklega orðinn slík kirkju -
miðstöð þegar um 1120. Kirkja mun hins vegar hafa verið risin á staðnum
þegar um miðja 11. öld og varð hún fljótt sóknarkirkja.
Reykholtskirkja er eina íslenska sóknarkirkjan frá miðöldum sem rann-
sökuð hefur verið af svo mikilli nákvæmni sem gert var í fornleifagreftrinum
á staðnum. Kom í ljós að rúst kirkjunnar er vel varðveitt, þar er fjöldi bygg-
ingarskeiða og gamli kirkjugarðsveggurinn liggur sunnar og austar en sá
ritfregnir 251
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 251