Saga - 2014, Side 254
sem nú sést. Undir gömlu kirkjunni, sem enn stendur og byggð var 1886–
1887 fannst forn smiðja þegar undirstaða hennar var endurgerð en tengsl
kirkna og smiðja hafa komið fram víðar og þarfnast frekari skoðunar.
Í bókinni birtast 12 ritgerðir eftir 10 höfunda auk inngangs ritstjórans,
Helga Þorlákssonar. Þar er varpað ljósi á hvort staðirnir hér á landi kunni að
eiga sér erlendar fyrirmyndir. Þá er bent á að hvorki voru allir staðir mikil-
vægir né allar mikilvægar kirkjur staðir. Hér kom því fleira til en auður og
eignarhald, en í ritinu er reynt að festa hendur á hvað olli því að kirkju -
miðstöðvar mynduðust og öðluðust þá stöðu sem raun ber vitni.
REYKHOLT SOM MAKT- OG LÆRDOMSSENTER I DEN IS LANDSKE
OG NORDISKE KONTEKST. Ritstj. Else Mundal (Snorra stofa. Rit III.
Ritstj. Bergur Þorgeirsson). Reykholt 2006. 294 bls. Myndir, skýringar-
myndir, kort, atriðisorðaskrá (nöfn, örnefni og uppflettiorð), heimilda-
skrá fylgir hverri ritgerð.
Hér er fjallað um Reykholt sem valdamiðstöð, kirkjumiðstöð og miðstöð
bókmenningar á miðöldum. Áhersla er lögð á að draga fram hvaða áhrif
bárust þaðan. Í bókinni eru alls 13 ritgerðir eftir 12 höfunda auk inngangs
eftir Elsu Mundal. Þar sem Reykholt var ekki landnámsjörð en öðlaðist til-
tölulega fljótt mikilvægt miðstöðvarhlutverk á mörgum sviðum hlýtur rann-
sókn á þessari þróun og þeirri valdauppstokkun í samfélaginu, a.m.k. í
Borgarfirði, sem hún endurspeglar að vera mjög áhugavert félagssögulegt
viðfangsefni á sviði miðaldafræða. Þarna hefur spilað saman lega staðarins
og náttúrufar í umhverfi hans, efnahagslegar aðstæður, þar á meðal eigna-
söfnun með Reykholt sem þungamiðju, ættatengsl og fleiri atriði. Snorri
Sturluson lagði undir sig kirkjulegu miðstöðina á staðnum og gerði úr henni
meiri valdamiðju en áður hafði verið. Í þessu sambandi er mikilvægt að
skoða hvernig hin kirkjulega miðstöð, eða staðurinn í Reykholti, nýttist
Snorra í valdabaráttu og af hverju hann gerði Reykholt að valdamiðstöð
sinni.
Í Reykholti samdi Snorri líka, eftir því sem telja verður, hin alkunnu rit-
verk sín sem mörg hver urðu útflutningsvara og komu Reykholti á kortið
sem mikilvægri miðstöð norrænnar sagnaritunar og bókmenningar. Rit -
gerðirnar í þessu bindi sýna og sanna að landfræðileg fjarlægð og jaðarstaða
voru ekki veruleg hindrun í gagnkvæmum menningarlegum tengslum
Íslendinga við Norðurlönd og Evrópu almennt. Í inngangi er þeirri örgandi
spurningu m.a. varpað fram hvort fjarlægðin og hættan sem í henni var
fólgin hafi e.t.v. orðið Íslendingum sú ögrun sem gerði þá að virkum þátt-
takendum í menningarsamskiptum við umheiminn. Hvað sem því líður
gegndi Snorri lykilhlutverki í því sambandi og það margháttaða „kapítal“
sem safnast hafði upp í Reykholti í hans tíð gerði honum það mögulegt.
ritfregnir252
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 252