Saga - 2014, Side 255
DEN NORRÖNA RENÄSSANSEN. REYKHOLT, NORDEN OCH
EUROPA 1150–1300. Ritstj. Karl G. Johansson (Snorrastofa. Rit IV.
Ritstj. Bergur Þorgeirsson). Reykholt 2007. 206 bls. Myndir, gröf, töflur,
atriðisorðaskrá (nöfn, örnefni, uppflettiorð; heimildaskrá fylgir hverri
ritgerð).
Í þessu hefti birtast 11 ritgerðir eftir jafnmarga höfunda auk inngangs.
Grundvallarviðfangsefnið er hvort þeirrar endurreisnar lærdóms og bók-
menningar sem átti sér stað víða um Evrópu á 12. öld, og nefnd hefur verið
endurreisn eða renessans 12. aldar, hafi einnig gætt hér á landi. Er það mik-
ilvægt viðfangsefni til að varpa ljósi á hið samevrópska, norræna og sérís-
lenska í íslenskri miðaldamenningu. Allt eru þetta þættir sem ofist hafa
saman í frjóa heild hér á landi, en mjög hefur verið breytilegt eftir tímabil-
um á hvaða þátt mest áhersla hefur verið lögð. Eftir langt tímabil þjóðernis-
legrar sögutúlkunar og síðar „íslenska skólans“ er hollt að skoða nú hið
sameiginlega. Sú áhersla hefur enda á síðari áratugum reynst frjó til að túlka
fjölmörg stef og minni í íslenskum miðaldabókmenntum og skyldleika
þeirra við það sem var efst á baugi í Evrópu um svipað leyti.
Þegar þess er gætt að forsendur íslensks ritmáls og bókmenningar er að
finna í þeirri latnesku ritmenningu sem hingað barst með eflingu kirkjunn-
ar í kjölfar trúarbragðaskipta er athyglisvert hversu lítið hefur varðveist af
hérlendum verkum á latínu, sem og hve fljótt íslenskan festist í sessi sem
bókmenntamál, hversu mikið af textum verður til á móðurmáli og hve fjöl-
breytilegir þeir eru. Þetta vekur fjölmargar spurningar, m.a. hvort þetta sé
til marks um einangrun og hafi raunar ýtt undir hana eða hvort frjótt
„þýðingarstarf“ í víðri merkingu þess hugtaks hafi átt sér stað hér. Þá hlýtur
þetta og að vekja vangaveltur um þá menningarlegu deiglu sem þróaðist
hér innanlands á miðöldum og hvort hér hafi ríkt meiri menningarleg
samþætting eða „syntesa“ milli veraldlegrar og kirkjulegrar menningar en
í löndum þar sem bókmenntir þróuðust í meira mæli á latínu. Einnig vakna
auðvitað spurningar um læsi og samspil bókmenningar og munnmenning-
ar á Íslandi og á miðöldum. Allt eru þetta vangaveltur sem spretta af
viðfangsefni þessa rits.
SNORRES EDDA I EUROPEISK OG ISLANDSK KULTUR. Ritstj. Jon
Gunnar Jørgensen (Snorrastofa. Rit V. Ritstj. Bergur Þorgeirsson). Reyk -
holt 2009. 189 bls. Töflur, atriðisorðaskrá (þ.e. nöfn, örnefni, uppfletti-
orð, heimildaskrá fylgir hverri ritgerð).
Hér er lögð áhersla á að Edda Snorra Sturlusonar sé ekki fyrst og fremst rit
um norræna goðafræði, eins og oft hefur verið álitið, heldur kennslubók í
ritfregnir 253
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 253