Saga - 2014, Síða 256
skáldskaparfræðum. Skapast þar með nýjar forsendur til að setja ritið í vestur -
evrópskt samhengi.
Í ritinu er m.a. dregið fram hvernig skáldskaparfræði voru á miðöldum
hluti af málfræði og mælskufræði, sem ásamt rökfræði (díalektík eða lógík)
mynduðu þríveginn svokallaða sem e.t.v. má lýsa sem námskrá neðri bekkjar
í dómkirkju- og klausturskólum hvarvetna í álfunni. Í ljósi þessa öðlast Eddan
nýja „hleðslu“ og „afmytólógíserast“ svo gripið sé til lykilhugtaks úr guðfræði
20. aldar. Jafnframt skapar Eddan þá áhugaverð tengsl milli fornnorrænnar
menningar og kristinna miðaldamennta, sem raunar eru hlið stæða tengsla
fornar grískrar og rómverskrar menningar við miðaldamenninguna.
Þetta er vissulega sérhæfðasta ritið í bókaflokknum að því leyti að
viðfangsefni þess er afmarkaðast. Á hinn bóginn er athyglisvert hve víðtæk-
ar tengingar höfundarnir byggja upp í ritgerðum sínum.
Höfundar eru sjö auk ritstjóra sem ritar inngang.
FROM NATURE TO SCRIPT. REYKHOLT, ENVIRONMENT, CENTRE,
AND MANUSCRIPT MAKING. Ritstj. Helgi Þorláksson og Þóra Björg
Sigurðardóttir (Snorrastofa. Rit VII. Ritstj. Bergur Þorgeirsson). Reyk -
holt 2012. 294 bls. Myndir, kort, teikningar, skýringarmyndir, töflur,
atriðisorðaskrá (þ.e. nöfn, örnefni, uppflettiorð), heimildaskrá fylgir
sumum ritgerða annars er heimilda getið neðanmáls.
Eins og titill bókarinnar gefur til kynna er hér um víðtækasta hefti ritraðar-
innar að ræða. Það skiptist í þrjá hluta: náttúrufræðilegt umhverfi staðarins,
kirkjusögulegan hluta og loks þrjár ritgerðir um „tæknilegu“ hliðina á gerð
handrita. Í tveimur fyrri bókarhlutunum er fengist við Reykholt í þröngri
merkingu, náttúrufar í nærumhverfi og fornleifafræðilega rannsókn á
kirkju grunnunum í Reykholti, en sjónarhornið svo víkkað í öðrum rit-
gerðum. Í þriðja bókarhlutanum er slíka staðbindingu aftur á móti ekki að
finna. Benda má á að þessi bókarhluti tengist með nokkrum hætti sjálfstæðu
verki Lenu Liepe um handritalýsingar frá 14. öld sem drepið var á hér að
framan (Snorrastofa. Rit VI).
Alls rita hér 16 höfundar 10 greinar en sjö höfundar sameinast um fyrstu
greinina. Auk þess ritar Helgi Þorláksson inngang.
Þess skal getið að í öllum bókunum eru ritgerðir á ýmsum málum,
íslensku, Norðurlandamálum og ensku. Í sumum bókanna fylgir útdráttur
ýmist á Norðurlandamáli eða ensku til að brúa bilið milli málsvæða. Slíka
útdrætti vantar þó annars staðar og í síðustu bókinni fylgja enskir útdrætt-
ir iðulega greinum á því máli. Þá vekur athygli að samræmis hefur ekki
verið krafist í heimildaskráningu í síðustu bókinni og þeirri fyrstu. Þetta er
vissulega ritstjórnarlegt lýti en kemur e.t.v. ekki að stórvægilegri sök.
Bækurnar eru þó almennt vel frá gengnar og með samræmdu útliti.
ritfregnir254
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:02 Page 254