Fréttablaðið - 22.01.2022, Side 4

Fréttablaðið - 22.01.2022, Side 4
Með þessari aðgerð yrði alvöru samráð. Ekkert eftir á kjaftæði. Guðjón Sigurðs- son, formaður MND félagsins Formaður MND félagsins telur eðlilegt að þiggjendur þjónustu Landspítalans fái um það að segja hvernig hún sé veitt. Sjúklingasamtök þurfi að fá fulltrúa í stjórn, enda sé það í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar Íslands. kristinnhaukur@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Guðjón Sigurðs­ son, formaður MND félagsins, telur eðlilegt og mikilvægt að sjúklingar fái aðkomu að stjórn Landspítala. Þeir hafi mesta hagsmuni af þeirri þjónustu sem veitt er. Með þessu yrði tekið alvöru skref í átt til samráðs við sjúklinga, í stað þess sýndarsamráðs sem hingað til hafi viðgengist. Willum Þór Þórsson heilbrigðis­ ráðherra hefur sent inn drög að frumvarpi um nýja sjö manna stjórn spítalans. Auk formanns yrðu skip­ aðir tveir fulltrúar með sérþekkingu á rekstri og áætlanagerð, tveir með sérþekkingu á heilbrigðisþjónustu og vísindarannsóknum og tveir full­ trúar starfsfólks án atkvæðisréttar. Sjúklingar myndu ekki hafa neinn málsvara. „Við viljum hafa um það að segja hvernig þjónusta við okkur er veitt. Rétt eins og aðrir sem hafa hags­ muni af því að spítalinn sé góður, svo sem starfsfólk, ríkið og f leiri,“ segir Guðjón. „Þá gætum við rifið kjaft strax í upphafi. Áður en allt er orðið niðurneglt. Til að það þurfi ekki að vinda ofan af hlutunum eftir á.“ Máli sínu til stuðnings vísar Guðjón til Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Íslensk stjórnvöld undirrituðu samninginn árið 2007 en hafa ekki enn lögfest hann. Öryrkjabanda­ lagið segist treysta því að hann verði lögfestur á yfirstandandi þingi. Í 4. grein samningsins segir að við þróun og innleiðingu löggjafar, stefnu og annars ákvarðanatöku­ ferlis varðandi málefni fatlaðs fólks, skuli aðildarríkin hafa náið samráð við það og tryggja virka þátttöku. Það er með milligöngu þeirra sam­ taka sem koma fram fyrir þeirra hönd. „Þetta þýðir að öll ákvarðana­ taka stjórnvalda sem lýtur að fötl­ uðu fólki sé tekin eftir samráðsferli sem byrjar strax í upphafi,“ segir í samningnum. Fjölmörg sjúklingasamtök eru í landinu. Svo sem Krabbameins­ félagið, Geðhjálp, Einstök börn, Blindrafélagið, Félag heyrnar­ lausra, Hjartaheill, Samtök lungna­ sjúklinga, MS félagið og mörg önnur. Guðjón segir að sjúklingar hafi miklar skoðanir á því hvernig þjónustan við þá eigi að vera. Eðli­ legt væri að stjórnarsetu í Land­ spítalanum yrði skipt á milli sam­ taka og heildarsamtök á borð við Öryrkjabandalagið hefðu yfirum­ sjón með því. Hann segist þó ekkert hafa heyrt frá öðrum samtökum varðandi tillögu sína, en gerir ráð fyrir að fleiri tillögur berist. „Með þessari aðgerð yrði alvöru samráð. Ekkert eftir á kjaftæði,“ segir Guðjón. Enn sé samráð við fatlað fólk frekar upp á punt en í alvöru. ■ Vilja að fulltrúar samtaka sjúklinga fái að setjast í stjórn Landspítalans Samkvæmt nýju frumvarpi heil- brigðisráðherra fá sjúklingar ekki fulltrúa í stjórn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ser@frettabladid.is EIGNIR Hlutdeild eignamestu Íslendinga í heildareignum á landinu, hefur lækkað verulega frá árinu 2010, að því er fram kemur í tölfræðilegri samantekt Viðskipta­ ráðs Íslands. Mest er lækkunin hjá efsta 0,1 prósentinu, eða sem nemur 46 prósentum af eignum þess. Í tölum ráðsins kemur fram að jöfnuður tekna á Íslandi hafi haldist stöðugur undanfarin ár, og sé litið til hlutdeildar þeirra tekjuhæstu af heildartekjum landsmanna, megi ætla að tekjujöfnuður hafi heldur aukist á allra síðustu árum. ■ Hrun í eignum þeirra ríkustu Þeir auðugustu eiga minna en fyrir áratug af heildareignum Íslendinga. TRYGGÐU ÞÉR RAM Í FORSÖLU BJÓÐUM UPP Á 37”-40” BREYTINGAPAKKA ÍSBAND UMBOÐSAÐILI RAM Á ÍSLANDI UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16 R A M BÍLL Á MYND: RAM 3500 LARAMIE CREW CAB MEÐ 37” BREYTINGU, KASTARAGRIND OG LJÓSKÖSTURUM bth@frettabladid.is MÝVATNSSVEIT „Já, það er söknuður að missa af þorrablóti vegna Covid, þetta verður annað árið í röð sem ég næ ekki að byrla blótsgestum kæst egg,“ segir Ólafur Þröstur Stefánsson, íbúi í Mývatnssveit. Ólafur er í hópi nokkurra heima­ manna sem setja andaregg, tínd í varphólmum á Mývatni, í ösku á sumrin. Bíða eggin svo og úldna uns hægt er að borða þau á þorra. Sum verða hnossgæti að sögn Ólafs, en önnur síðri. Eggin þurfa að vera „stropuð“, þannig að rauða og hvíta hafi runnið saman, undanfari ungunar. Með geymslunni verður gerjun eða kæs­ ing, ekki ósvipað verkun á hákarli. Oft verða eggin bragðmikil eins og rammsterkur ostur. Matarhefðin lagðist að sögn Ólafs af um skeið, en nú hefur þessi matur komist í tísku. „Ég tek 100­200 egg og kæsi þau á ári, býð þau sem snakk þegar menn hittast. Það er gaman að ganga með egg á milli borða á þorrablóti og gefa fólki að smakka, en við verðum að bíða enn eitt ár eftir hópneyslunni.“ Sumir kjamsa á eggjunum og skola þeim glaðir niður með sterkum drykk, að sögn Ólafs. „Aðrir ulla og gretta sig. Þetta er alltaf ákveðið óvissuævintýri, það eru engin tvö egg eins á bragðið, en algjört ævin­ týri að deila góðu eggjunum.“ Ólafur segir eggjatöku í Mývatns­ sveit hafa verið gríðarlega á árum áður, jafnvel fleiri þúsund egg tekin á hverri jörð fyrir sig. „Það munaði heldur betur um þessa búbót og skipti máli að geta geymt þau sem lengst en nú kæsa menn egg sér til gamans og menningarauka.“. ■ Mývetningar trega hópneyslu á úldnum eggjum Hið óútreiknanlega hnossgæti, úldin andaregg. MYND/AÐSEND gar@frettabladid.is ALÞJÓÐAMÁL Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands fund­ uðu í gær um Úkraínu. Sögðust þeir Antony Blinken og Sergei Lavrov hafa átt hreinskiptnar viðræður um hvernig megi draga úr hættu á útbreiddum átökum í Úkraínu. Lavrov neitaði sem fyrr að mikl­ um heraf la Rússa við landamæri Úkraínu væri ætlað að ráðast inn í landið. Blinken sagði að gerðu Rússar innrás, myndu Bandaríkin bregðast við af hörku. Bandaríkin og bandalagsþjóðir þeirra hafa áður sagst munu grípa til nýrra refsi­ aðgerða gegn Rússum. ■ Stórveldi ræddu um Úkraínu Antony Blinken og Sergei Lavrov. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 4 Fréttir 22. janúar 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.