Fréttablaðið - 22.01.2022, Side 30

Fréttablaðið - 22.01.2022, Side 30
Hanna Þóra Helgadóttir matarbloggari er með ástríðu fyrir ketó mataræði og heldur úti síðunni hannathora.is og instagram- reikningnum @hanna- thora88 þar sem hún deilir uppskriftum sem eru fyrir ketó mataræði. sjofn@frettabladid.is Hanna Þóra er flugfreyja hjá Ice land air, menntuð sem við- skipta- og markaðsfræðingur og rekur eigið fyrirtæki. Fyrir rúmum þremur árum sneri Hanna Þóra blaðinu við og byrjaði á ketó mataræði. Ketó mataræðið snýst um að neyta minna af kolvetnum og meira af fitu yfir daginn og nýta sér ketóna sem brennsluefni fyrir líkamann. „Fyrir rúmum þremur árum fann ég að líkamleg heilsa var ekki lengur upp á sitt besta og alls konar fylgikvillar ofþyngdar voru farnir að banka upp á með tilheyrandi liðverkjum og þreytu. Það var þá sem ég ákvað að prófa eitthvað nýtt, sem ég hafði ekki prófað áður. Ég fann strax mun á líkamlegri og andlegri heilsu og áttaði mig á því hvað ég hefði verið að innbyrða svakalega mikið af kolvetnum og sykri án þess að spá neitt í það. Þremur sykurlausum árum síðar sé ég ekki eftir einni einustu mínútu og mér tókst að finna mína hillu og ketó mataræði hefur verið minn lífsstíll og ástríða allar götur síðan. Það eru svo mikil forréttindi að starfa við það sem maður hefur ástríðu fyrir og ótrúlega gefandi að hanna og þróa uppskriftir fyrir þá sem vilja sneiða hjá kolvetnum, sykri, glúteni eða bara prófa eitt- hvað nýtt og girnilegt.“ Skipuleggur daginn Hönnu Þóru finnst skipta miklu máli að borða rétt til að hafa orku og úthald út daginn. „Ég reyni eftir bestu getu að hugsa um allt sem ég borða sem orku sem endist. Ég er oft að vinna langa daga í háloft- unum og þar skiptir öllu máli að vera tilbúin í hvaða aðstæður sem er. Með því að skipuleggja daginn og undirbúa nesti sem hentar mér finnst mér auðveldara að stjórna eigin orku og vellíðan. Þegar við verðum fullorðin þá er engin mamma sem pakkar niður nesti fyrir okkur eða ákveður hvað er í matinn. Við ákveðum hvað við viljum gera fyrir okkar líkama.“ Aðspurð segist Hanna Þóra oft þurfta að nýta janúarmánuð til að núllstilla líkamann. „Eftir jólahátíðina nýti ég fyrsta mánuð ársins oft í að fasta til hádegis og borða því fyrstu máltíð dagsins í hádeginu. Ég fæ mér svart kaffi og vatn á morgnana og brýt svo föstuna með girnilegum ketóvæn- um hádegismat. Að öðru leyti held ég mínu striki allan ársins hring. Ég hef það ávallt sem markmið alla daga að njóta allra máltíða og mér hefur tekist það.“ Hvernig lítur hefðbundinn dagur út hjá þér þegar kemur að því að raða saman matseðli fyrir daginn? „Ég horfi á næringu dagsins sem eina heild og skipulegg daginn. Ég á alltaf harðsoðin egg í ísskápnum og gríp þau oft á morgnana og krydda með chilli og pipar. Í hádeginu reyni ég að koma fersku grænmeti inn í mataræðið og geri mér til dæmis salat með afgangs kjúklingi, osti, hnetum og góðri ketóvænni dressingu. Hjá mér eru öll salöt ávallt vel útilátin og alltaf eitthvað girnilegt og saðsamt. Í millimál er ég oft með möndlur eða hnetur í boxi og gríp í þegar ég finn fyrir svengd. Góð og holl fita sem veitir mér góða orku á milli máltíða. Í kvöldmat baka ég oft ketóvæna kosti eins og ketó naanbrauð til að hafa með kjúkling eða ketó pitsu á föstudögum. Ég reyni oft að elda stærri skammta í kvöldmat til þess að geta gripið með í nesti daginn eftir en allt sem sparar tíma gerir mataræðið auðveldara.“ Það borðar enginn fyrir þig Hönnu Þóru finnst mikilvægt að vera sjálfum sér samkvæmur og vera fylginn sér. „Það borðar enginn fyrir okkur og það er undir okkur sjálfum komið að ákveða hvað við viljum gera og hvert við viljum stefna. Það sem mér fannst erfiðast fyrst var hvað öðrum fannst og hversu miklar skoðanir aðrir hafa á þínu mataræði. Loka- niðurstaðan er alltaf sú sama, það borðar enginn fyrir þig.“ Hanna Þóra deilir hér með lesendum grískri chia-skál sem er einn af hennar uppáhalds morgun- verðum. „Ég geri þessa skál reglu- lega um helgar þegar ég hef góðan tíma og langar að gera vel við mig. Það er hægt að toppa hana með alls konar kolvetnaskertu góðgæti sem passar inn í daginn en einnig gott að taka með í nesti.“ Grísk chia-skál Grunnur 1 dl grískt léttmál 1 dl rjómi 1 msk. chia-fræ 5-6 dropar stevía Toppur Hampfræ eftir smekk Ber sem eru lægri í kolvetnum – t.d. hindber, jarðarber eða bláber Kókosflögur eftir smekk Heslihnetukurl eftir smekk Möndluflögur eftir smekk Blandið saman grísku léttmáli og rjóma, bætið chia-fræjum og stevíu út í og blandið vel saman. Chia- fræin þurfa nokkrar mínútur til að draga í sig vökvann úr blöndunni. Toppið á ykkar hátt en ég geri reglulega stóra skál og raða fallega ofan á, svo fá allir í fjölskyldunni að skammta sér í minni skálar. Skemmtileg máltíð fyrir alla fjöl- skylduna. ■ Grísk chia-skál fyrir alla fjölskylduna Hanna Þóra Helgadóttir aðhyllist ketó mataræði og finnur mikinn mun á líkam- legri og andlegri heilsu eftir að hún breyti mataræðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ EYÞÓR Gríska chia-morgunverðarskálin. Einar Ásgeirsson tekur inn blöndurnar Kollagen og Liði frá Protis. Hann er alsæll með árangurinn og segir vörurnar gera sér kleift að stunda hreyfingu án verkja. Áður en Einar hóf inntöku á Kolla- geni og Liðum var hann farinn að finna fyrir verkjum sem voru farnir að hafa neikvæð áhrif á getu hans til að hreyfa sig og þar af leiðandi á lífsgæði hans. „Ég var með liðverki í öxlum og hnjám, svona eins og gengur og gerist en svo var ég líka sárþjáður af vefja- og vöðvaverkjum. Ég var farinn að ímynda mér að ég væri kominn með vefjagigt eða eitthvað í þeim dúr.“ Einar segir kynni sín af vörunum hafa verið hálfgerða til- viljun. „Ég var búinn að prófa ýmis- legt og prófaði þetta af rælni. Þetta reyndist síðan virka svona rosalega vel. Ég er orðinn mjög góður í dag.“ Áþreifanlegur munur Einar er búinn að nota vörurnar í tæp tvö ár og hafa komið upp tímabil þar sem hann hefur ekki tekið þær inn. „Ég er búinn að prófa að sleppa þessu og þá fer ekkert á milli mála hvað þetta virkar vel. Ég hef svo fundið áþreifanlegan mun þegar ég byrja aftur.“ Þá hefur hann enn fremur reynslu af því að taka inn bara aðra hvora vöruna og þær saman. „Ég hef líka bara átt Liði eða bara átt Kollagen en ég finn að þetta virkar ennþá betur saman. Þetta er frábær blanda. Ég þarf að taka þetta með mat til að styðja við upptökuna þannig að ég tek þetta með sjúss af ólífuolíu,“ segir Einar og hlær. Einar hefur einnig prófað aðrar sambærilegar vörur, bæði erlendar og innlendar, og segir hann Protis hafa reynst sér best. „Þetta erlenda virkaði ekki neitt og þetta inn- lenda virkaði ágætlega en var bara alltof dýrt.“ Eins og þegar maður var yngri Einar stundar ýmsa hreyfingu sér til ánægju og segir blöndurnar nú orðnar ómissandi. „Ef ég ætla að vera góður, njóta lífsins og geta hreyft mig þá finnst mér algjört lykilatriði að taka þetta inn. Þetta styður alla hreyfingu, hvort sem það er skokk, hlaup eða ganga á fell og fjöll.“ Einar segir ávinninginn ekki síst felast í því hversu jákvæð áhrif þetta hafi á endurheimt vöðva þegar búið er að taka á því. „Þetta verður svolítið eins og þegar maður var yngri og fékk ekki harðsperrur eða annað vesen. Líðanin batnar og þá er auðveldara að virkja sig betur í hreyfingu. Þannig kemur þetta allt.“ Einar mælir heilshugar með vörunum. „Ég hugsaði með mér hvort maður ætti nokkuð að vera að tjá sig en síðan er ég alltaf að lesa um fólk sem þjáist til dæmis af vefjagigt og ef það getur lagað það með þessu í staðinn fyrir að þjást, þá væri algjör synd að koma því ekki á framfæri. Mér er því ljúft og skylt að deila þessu með fólki ef þetta skyldi vera eitthvað sem gæti hjálpað þeim,“ segir Einar. „Ég hélt að ég væri kominn með vefjagigt en það lagaðist eftir að ég fór að taka þetta inn. Það eru svo mikil lífsgæði sem fylgja því að vera í formi.“ Verndar liði, bein og brjósk Protis Liðir er unnið úr kollagen- ríkum skrápi sæbjúgna með viðbættu vatnsrofnu þorskprótíni fyrir viðhald vöðva og túrmeriki fyrir bólgueyðandi áhrif. Blandan inniheldur einnig mangan og nauð- synleg vítamín fyrir heilbrigð bein, brjósk og liðvökva. Fyrir húð, hár og neglur Kollagen frá Protis er einstök blanda úr hágæða innihaldsefnum sem styðja við styrkingu á húð, hári og nöglum. Kollagenið er framleitt úr íslensku fiskroði og inniheldur einstakt innihaldsefni – SeaCol, sem er blanda af vatnsrofnu kolla- geni úr íslensku fiskroði og vatns- rofnu þorskprótíni úr íslenskum þorski. SeaCol tekur þátt í að styrkja vefi líkamans og viðhalda teygjanleika. Einnig er sérvalin blanda af vítamínum og stein- efnum sem öll styðja við styrkingu á húð, hári og nöglum. ■ Vörur Protis fást í öllum helstu matvöruverslunum og apótekum. Mikil lífsgæði sem fylgja því að vera í formi Einar Ásgeirs- son segist mun fljótari að ná sér eftir hreyfingu þegar hann tekur inn bæði Kollagen og Liði frá Protis. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Ef ég ætla að vera góður, njóta lífsins og geta hreyft mig þá finnst mér algjört möst að taka þetta inn. 4 kynningarblað A L LT 22. janúar 2022 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.