Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.01.2022, Qupperneq 74

Fréttablaðið - 22.01.2022, Qupperneq 74
Lúxusvandamál þegar maður vinnur við áhugamál sitt og ástríðu. Það var alltaf suðað og kvartað þegar fiskur var í matinn, þannig að ég fékk það í gegn að mánu- dagar væru fiskidagar. Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor í næringarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, fer með umsjón og er aðalhöfundur þáttanna Nær­ umst og njótum, sem nú eru sýndir á RÚV á mánudags­ kvöldum. Anna Sigga, eins og hún er alltaf kölluð, hefur í nógu að snúast þessa dagana, er með marga bolta á lofti en gefur sér ávallt tíma til að borða, enda lykillinn að því að geta komist vel í gegnum daginn. Við fengum hana til að segja okkur hvernig hefðbund­ inn dagur hjá henni lítur út, þegar kemur að næringunni. Anna Sigga segir mataræði sitt fyrst og fremst fjölbreytt þar sem ekkert er bannað. „Það má segja að mataræði mitt sé í takti við það sem ég legg áherslu á í þáttunum – fjölbreytt fæði þar sem ekkert er bannað, en rík áhersla lögð á jurtafæði sem uppistöðu – græn­ meti, ávexti, gróft korn, belgjurtir, hnetur og fræ. Mér finnst fiskur mjög góður og hann fer betur í mig en kjöt, en ég útiloka það þó alls ekki úr fæðunni heldur er það meira sparimatur eða „krydd“. Á barnmörgu heimili finnst mér mikilvægt að alls konar matur sé í boði og fundnar séu leiðir sem falla að smekk allra, á sama tíma og ég vil að við borðum í grunninn sams konar mat.“ Anna Sigga segir að ef hún ætti að setja einhvern stimpil á fæðu­ valið væri það vistkerafæði, eða flexitarian. „Mér finnst það ágætt orð sem gefur í skyn vissan sveigjanleika. Þetta fæði hefur þann kost að vera ekki bara hollt fyrir okkur, heldur einnig betra fyrir umhverfið. Sam­ hliða því reyni ég að nýta matinn vel, og janúar er oft sambland af nýtingarmánuði þar sem ég reyni að nýta hugmyndaflugið til að útbúa afgangana og frysti þá girnilega og sleppi því að kaupa kjöt.“ Morgunnautnastundin mikilvæg Nautnastund á vel við í upphafi dags hjá Önnu Siggu. „Mér finnst ljúft að byrja morguninn á góðum kaffibolla, helst eftir að morgun­ umferðinni í eldhúsinu lýkur og börnin eru farin í skólann, f letta í gegnum blöðin og afgreiða tölvu­ póstinn. Þá gjarnan með eina og hálfa grófa súrdeigsbrauðsneið, eða tvær ef ég er komin í endana á brauð­ inu þar sem sneiðarnar eru minni. Áleggið er oftast ostur, af gömlum vana, en heimagert hummus með avókadó og sítrónu eða heimagert hnetusmjör og eplasneiðar þegar ég gef mér til tíma þess, og lítið glas af safa til að hafa með lýsinu. Egg bætist við um helgar, tómötum er þá skellt með á pönnuna og kóríander eða steinselju úr gluggakistunni. En það kemur alveg fyrir að ég næ ekki þessari nautnastund sem morgunn­ inn er og þá finn ég hvað hún er mér mikilvæg inn í daginn, ekki síst þegar mikið er að gera.“ Hádegisskipulagið flóknara Þegar kemur að hádegisverðinum er málið flóknara. „Mér hefur ekki tekist að hafa skipulag á hádeginu síðustu tvö árin, þegar maður hefur ekki vinnufélagana til að fara með í mat, á ég það til að gleyma mér í vinnu – lúxusvandamál þegar maður vinnur við áhugamál sitt og ástríðu, en vissulega skiptir máli að hafa góða rútínu. Gott mötuneyti væri draumurinn og ég er alltaf sérlega glöð þegar það hittir þann­ ig á að ég er á fundum í SagaFilm í kringum hádegið, en þau framleiða þættina mína. Mötuneytið þar er einstaklega gott, fjölbreyttur matur, ferskur og nóg af grænmeti. Maður finnur að alúð er lögð í matinn.“ Börnin bera líka ábyrgð Krakkarnir hennar Önnu Siggu bera líka ábyrgð á matseðli heimilisins. Samtíningur og góð hráefni oft besta matarupplifunin Anna Sigríður Ólafsdóttir stjórnar þættinum Nærumst og njótum, sem sýndur er á RÚV, þar sem næring er í forgrunni. Bleiki liturinn er ómótstæðilegur og lokkar bæði augu og munn. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY „Krakkarnir mínir eru 11, 14 og 17 ára og síðasta haust byrjuðum við að skipta með okkur ábyrgðinni og á hvert sinn dag, þar sem þau bera ábyrgð á matseðlinum sem settur er saman á mánudagskvöldum. Það var alltaf suðað og kvartað þegar fiskur var í matinn, þannig að ég fékk það í gegn að mánudagar væru fiskidag­ ar, óháð því hvort það væri fiskur í matinn þann daginn í skóla einhvers þeirra. Það tók smá tíma fyrir þau að átta sig á að það er alveg jafn sjálfsagt að fá fiskmáltíð tvisvar á dag eins og að fá hakk og spaghettí í hádeginu og lasagna á kvöldin. Smám saman mjökumst við í átt að sátt.“ Magaóþægindi skemma ánægju Finnst þér skipta miklu máli hvað þú borðar, þegar kemur að því að huga að orku og úthaldi? „Ég stunda náttúruhlaup og hvers konar útivist og veit að ég þarf að borða vel þegar hreyfingin er mikil og varir lengi. Þar, eins og með annan mat, finnst mér best að velja bita sem fara vel í mig, vel frekar mat en tilbúin stykki og gel. En þarna þarf maður að læra á sínar þarfir og prófa sig áfram og finna vörur sem maður þolir í maga. Magaóþægindi geta skemmt bæði ánægju og árangur.“ Önnu Siggu finnst líka skipta máli að velja mat sem lokkar augað. „Það skiptir mig máli að velja mat sem er fallegur, góður og lætur manni líða vel, án þess að flækja matreiðsluna um of. Samtíningur og góð hráefni finnst mér oft hvað besta matarupp­ lifunin. Ótal litlar skálar á borðinu og dundað við að setja saman góðan disk, og ekki síðra í góðum félags­ skap.“ Anna Sigga gefur lesendum upp­ skrift að hummus með rauðrófum. „Mér finnst bleiki liturinn svo ómótstæðilegur og uppskriftin er svo einföld. Magnið fer eftir smekk, slumpið og tilfinningin ræður sam­ setningu og áferð hverju sinni.“ Ómótstæðilegur rauðrófuhummus Rauðrófur eftir smekk Rauðrófur skrældar og skornar í litla teninga. Teningunum velt upp úr smá olíu og salti og bakaðir í ofni á 200°C þar til þeir eru orðnir mjúkir. Rauðrófukubbana er gott að eiga í kæli og henda út á salöt eða ofan á brauðsneið eða nota í hummusinn þegar ykkur langar. Hummusinn 1 dós kjúklingabaunir (ca 3,5 dl ef soðnar baunir) – mestu af saf- anum hellt af, en nota má hluta af honum til að þynna ef maður vill 2 msk. tahini (sesamfræjamauk) ½ dl ólífuolía Safi úr ½ sítrónu Salt, hvítlaukur og chilli eftir smekk (ferskt eða duft) Smá rifinn sítrónubörkur getur líka gefið auka kikk 1 dl rauðrófuteningar, eða eftir smekk, láta kólna fyrir notkun Maukið allt í blandara eða með töfrasprota þar til blandan hefur náð góðri áferð. Má þynna meira með baunasafanum, ísköldu vatni eða meiri ólífuolíu og sítrónusafa eftir smekk. Bæta má við f leiri kryddtegundum og það eru til alls konar góðar hummus uppskriftir. n Sjöfn Þórðardóttir sjofn @frettabladid.iss 30 Helgin 22. janúar 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.