Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.01.2022, Qupperneq 86

Fréttablaðið - 22.01.2022, Qupperneq 86
Það er eins og það sé ákveðin lýðræðis­ væðing í bókmennt­ unum og vonandi er það að endur­ spegla breytingar í samfélag­ inu. Bóksala stúdenta er örugglega ein skemmtilegasta og áhuga- verðasta bókabúð á höfuð- borgarsvæðinu. Þar hefur Óttarr Proppé starfað sem verslunarstjóri síðan 2018. Óttarr er þaulvanur bóksali, þótt hann hafi einnig sinnt öðrum störf- um, þar á meðal þingmennsku og starfað í borgarstjórn. „Ég datt beint úr menntaskóla inn í bóksölugeir- ann. Í rúm tuttugu ár starfaði ég við bóksölu, lengst í Máli og menningu og fór í gegnum allan þann rússí- bana sem fylgdi eigendaskiptum og uppstokkun,“ segir Óttarr. Finnst honum hann hafa séð í geg num árat ug ina ábe randi þróun í bóksölu og bókaútgáfu? „Það urðu miklar breytingar með kiljunni og svo hljóðbókinni og raf bókinni. Við finnum eins og aðrir að vefverslun er að verða æ sterkari. Þegar ég var að byrja í bókabransanum þá seldust fagur- bókmenntir mjög vel, til dæmis bækur Milan Kundera. Síðan kom ákveðin sprengja um aldamótin og glæpasögur og vísindaskáldsögur urðu ráðandi. Síðustu árin finnst mér þetta aðeins vera að breytast. Þessi bókmenntaform, glæpasagan og fantasían, hafa kannski ekki þróast eins og annað í bókmennt- unum og eru að gefa eitthvað eftir. Stóra sprengingin á síðustu árum er rödd kvenna sem er orðin mjög sterk og það sama má segja um raddir minnihlutahópa. Það er eins og það sé ákveðin lýðræðisvæðing í bókmenntunum og vonandi er það að endurspegla breytingar í samfélaginu.“ Fjölbreytnin er sem sagt orðin meiri. „Á fyrstu árum mínum í bransanum voru áberandi bækur frá Rússlandi og töfraraunsæið frá Suður-Ameríku datt inn, en á sama tíma heyrðist ekkert frá Indlandi. Síðan kom bylgja af indverskum bókum og núna eru afrískar bækur líka mjög áberandi. Það er eiginlega allt í gangi. Mjög jákvæð breyting varð síðan hér á landi, sem er hin aukna áhersla á barnabækur og unglingabækur, sem maður fær ekki séð annað en séu mjög vinsælar bókmenntir. Það fær mann til að vera bjartsýnan á framtíðina.“ Bókabúð stórs þorps Óttarr segir að sín tilfinning sé að fólk lesi mjög mikið. „Mér finnst ég finna fyrir miklum áhuga á lestri, en bókin er í samkeppni við aðra miðla um tíma fólks. Nýir miðlar taka kannski kraft frá bók- menntum en fólk les af því það vill fá sögur. Bókin á pappír er enn þá ótrúlega sterk, það er eitthvað Viljinn til að lesa er alltaf til staðar Íslendingar eru í eðli sínu bókelsk þjóð, segir Óttarr. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK við það að halda sögunni allri í höndunum á sér og geta ráðið lestrarhraðanum. Viljinn til að lesa er alltaf til staðar. Auðvitað eru ekki allir sem safna bókum, en það eru lúmskt margir. Íslendingar eru í eðli sínu bókelsk þjóð, þótt við séum stundum upptekin við annað.“ Hjá Bóksölu stúdenta er eðli málsins samkvæmt áhersla á að selja námsbækur, en þarna er einnig hin fínasta bókabúð fyrir fólk sem vill fylgjast með því sem er að gerast í hinum alþjóðlega bókaheimi. „Áherslan er fyrst og fremst á að þjóna háskólanem- endum í öllum háskólum landsins um námsefni, en það eru allir vel- komnir. Deildirnar í bókabúðinni, og í vefversluninni boksala.is, endurspegla fögin í háskólanum, sem spanna auðvitað f lest sem er gefið út. Síðan erum við með tölu- vert lúmska deild í bókmenntum líka. Við f lytjum sjálf inn bækur, fyrst og fremst á ensku, og bjóðum sérpantanaþjónustu og raf bækur. Auðvitað reynum við líka að endur spegla það helsta frá íslensk- um útgefendum og sérstaklega fræðilegu útgáfunum á Íslandi. Við erum bókabúð og áherslan er á fjöl- breyttar og skemmtilegar bækur í sem f lestum bókaflokkum. Bóka- kaffið okkar er svo rúsína í pylsu- enda og verður sífellt vinsælla. Við erum ekki bara að þjónusta háskólana, heldur lít ég svo á að við séum bókabúðin í þessu háskóla- þorpi sem er í Vatnsmýrinni. Ég held að margir átti sig ekki á hvað þetta er menningarlega stórt og fjöl- mennt svæði. Hér á Háskólatorgi er ákveðin miðja og við tökum það mjög alvarlega í bóksölunni að okkar hlutverk sé að vera bókabúð þessa stóra þorps.“ Saknar ekki stjórnmálanna Auk þess að starfa sem versl- unarstjóri er Óttarr tónlistar- maður og lagahöfundur og hefur samið handrit. Þar sem hann er umkringdur bókum nær alla daga, spyr blaðamaður hvort hann langi til að skrifa skáldsögu. „Ég er ekki búinn að finna neitt sem vantar á bókamarkaðinn,“ svarar hann kíminn. „Plúsinn við að vera á kafi í bókum er að maður er alltaf að lesa og kynnist alls konar hug- myndum. Oft les maður eitthvað í bókum og hugsar: Þetta er einmitt eitthvað sem mér hefur dottið í hug. En ég hef ekki fundið þörf hjá mér til að setjast niður og skrifa skáldsögu.“ Í allnokkur ár starfaði hann í pól- itík og var heilbrigðisráðherra um tíma. Saknar hann stjórnmálanna? „Ég er dauðfeginn að vera laus úr þeirri dómhörku og þeim látum sem eru í umræðum um stjórn- málin. Það skemmtilega í stjórn- málum er að vinna með og vera innan um fólk sem hefur mikla ástríðu fyrir starfi sínu. Það var líka mjög gaman fyrir nörd eins og mig að vera stöðugt að koma mér inn í alls konar mál. Það var ánægjulegt að fá tækifæri til að álpast þarna inn í nokkur ár, fá að læra hitt og þetta og kynnast alls konar fólki. Niðurstaðan er samt sem áður sú að ég sakna stjórnmálanna ekki neitt.“ n kolbrunb@frettabladid.is Í dag, laugardaginn 22. janúar, verður sýning Hallgerðar Hall- grímsdóttur, Fáeinar vangavelt- ur um ljósmyndun – III. hluti, opnuð í Sverrissal Hafnarborgar. Sýningin er hluti af Ljósmynda- hátíð Íslands, sýningarstjóri er Unnar Örn Auðarson. Á sýningunni veltir Hall- gerður fyrir sér ljósmynda- tækninni sem miðli, þar sem hún skoðar bæði veruleikann í ljósmyndinni sem og veruleika ljósmyndarinnar sjálfrar. Hallgerður er með BA í mynd- list með áherslu á ljósmyndun frá Glasgow School of Art og meistaragráðu í myndlist frá Akademin Valand í Gautaborg, þaðan sem hún lauk námi árið 2019. n Sýning Hallgerðar Kyrralíf er eitt af verkum Hallgerðar á sýningunni. MYND/AÐSEND Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb @frettabladid.is Síðumúli 31 - 108 Reykjavik - S: 562-9018 / 898-5618 info@arcticstar.is - www.arcticstar.is SÆBJÚGNAHYLKI FYRIR HEILSUNA Þjáist af liðverkjum? Viðkvæmt ónæmiskerfi? - Of hár blóðþrýstingur? Arctic Star sæbjúgnahylki eru framleidd úr íslenskum sæbjúgum sem eru með: • Hátt próteininnihald og lágt fituinnihald • Fjölbreytar amínósýrur • Taurín • Chondroitin súlfat • Peptíð • Vítamín og steinefni. ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA, Framleiðandi er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fast á www.arcticstar.is Arctic Star Sæbjúgnahylki Varan fæst í flestum apótekum, heilsubúðum, Hagkaupum, Fjarðakaup og Heimkaup.is 42 Menning 22. janúar 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 22. janúar 2022 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.