Bændablaðið - 16.12.2021, Side 1

Bændablaðið - 16.12.2021, Side 1
24. tölublað 2021 ▯ Fimmtudagur 16. desember ▯ Blað nr. 601 ▯ 27. árg. ▯ Upplag 32.000 ▯ Vefur: bbl.is Alifuglakjöt er greinilega búið að festa sig í sessi sem langvin- sælasta kjötafurðin á Íslandi samkvæmt tölum mæla borðs landbúnaðarins. Af því voru seld rétt tæp 9.000 tonn á tólf mánaða tímabili. Þegar litið er yfir sölutölur á kjöti frá afurðastöðvum er ljóst að alifuglakjöt er mest selda kjöt­ afurðin á Íslandi með 8.993.119 kg (rétt tæpum 9 þúsund tonnum) á tólf mánaða tímabili frá októberlokum 2020 til októberloka 2021. Alifuglakjötssalan 27,3% meiri en kindakjötssalan Þrátt fyrir 1,3% samdrátt í sölu er alifuglakjötið með yfirburði yfir söluna á kindakjötinu sem nam á sama tíma 6.537.965 kg. Samt var 4,5% aukning í sölu á kindakjöti á milli ára. Var kindakjötssalan því rúmlega 2.455 tonnum minni en salan á alifuglakjötinu, eða sem nemur um 27,3%. Alifuglakjötið sigldi fram úr kindakjötinu árið 2007 Það var reyndar árið 2007 sem ali­ fuglakjötið fór fram úr kindakjöts­ neyslunni. Þá var neyslan á kinda­ kjöti 22,3 kg að meðaltali á mann en alifuglakjötið með 24 kg. Síðan 2007 hefur alifuglakjötið alltaf verið með meiri neyslu og fór mest í 28,2 kg á mann árið 2017, þegar kindakjötið var með 20,6 kg. Á 12 mánaða tímabili frá októberlokum 2020 til októberloka 2021 var meðalneyslan á alifugla­ kjöti 24,5 kg á mann, en kindakjöt­ ið er komið niður í 17,2 kg. Eftir 2015 verður þó að hafa fyrirvara um mögulega skekkju í tölum um neyslu á mann vegna ferðamanna. Neyslutölur geta því verið ögn hærri en raunin er. Svínakjötið er fast á eftir kinda­ kjötinu í sölu með 6.474.243 kg. Hefði ekki komið til 4% samdrátt­ ar í sölu á svínakjöti hefði salan á því farið vel fram úr kindakjöts­ sölunni. Salan á nautakjöti jókst um 5% Í fjórða sæti í kjötsölunni er naut­ gripakjöt. Af því voru seld frá afurða­ stöðvum 4.858.998 kg á tólf mánaða tímabili. Þar hefur orðið marktæk aukning í sölu, eða sem nemur 5%. Aukningin í sölu nautakjöts helst nokkuð vel í hendur við aukningu í framleiðslunni sem var líka 5% á milli ára. Þannig voru framleidd 4.874.635 kg af nautgripakjöti á tólf mánaða tímabili. Meðalneysla á mann á þessu tímabili var 13,1 kg. Athygli vekur að þegar tölur Hagstofu Íslands um neyslu á mann frá 1983 til 2015 og framreikning­ ur Bændablaðsins á þeim tölum til októberloka 2021 eru skoðaðar, kemur í ljós að mjög litlar sveiflur hafa orðið í neyslu á nautakjötinu allt frá árinu 1985. Hefur hún legið á bilinu 10,5 til 114,1 kg. Árið 2011 fór nautakjötsneyslan í fyrsta sinn yfir 13 kg á mann og hefur haldist yfir þeirri tölu síðan nema á árinu 2020 þegar hún fór niður í 12,5 kg á mann. Þótt hrossakjöt hafi greinilega aldrei verið mjög ofarlega á vin­ sældalista íslenskra neytenda, þá seldust samt 621.353 kg (621 tonn) á tólf mánaða tímabili fram til októberloka. Meðalneysla á mann var þá 1,8 kg. Það vekur samt athygli að þar hefur orðið verulegur samdráttur í sölu, eða sem nemur 15,5%. Á tímabilinu frá ágústbyrj­ un til októberloka var samdráttur­ inn hlutfallslega enn meiri, eða 20,7%. /HKr. – Sjá nánar bls. 8 Alifuglakjötið hefur verið mest selda kjötafurðin á Íslandi frá árinu 2007 – Kindakjötið enn í öðru sæti og með söluaukningu á 12 mánaða tímabili, en svínakjötið er þar skammt á eftir Röð Afurð 1 mán 3 mán 12 mán Δ % 1 mán Δ % 3 mán Δ % 12 mán 1 Alifuglakjöt 751.933 2.318.203 8.993.119 -3,5% -0,8% -1,3% 2 Kindakjöt 1.151.062 2.325.808 6.537.965 18,4% 23,5% 4,5% 3 Svínakjöt 521.692 1.652.122 6.474.243 -15,8% -4,7% -4,0% 4 Nautgripakjöt 398.160 1.224.537 4.858.998 4,1% 4,6% 5,0% 5 Hrossakjöt 54.196 140.557 621.353 -34,6% -20,7% -15,5% Samtals 2.876.980 7.661.228 27.485.678 1,5% 5,0% 0,0% *12 mánaða sala miðast við frá lokum október 2020 til októberloka 2021 Afurðasala á Íslandi 2021* - Sala frá afurðastöðvum í kílógrömmum (kg.) 50 – 51 28 Veðja á Nígeríu 52–55 Erfitt að standa undir því að vera kallaður dýraníðingur Pólsk jól POLSKIE BOŻE NARODZENIE
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.