Bændablaðið - 16.12.2021, Page 7

Bændablaðið - 16.12.2021, Page 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. desember 2021 7 LÍF&STARF Ingólfur Ómar Ármannsson gaukaði þessari kuldalegu stöku að þættinum: Fýkur snær um freðinn völl, fönn er drjúg í giljum, fljót og lónin eru öll undir klakaþiljum. Mun léttara er yfir ljóðabréfi sem þættinum barst frá Davíð Hjálmari Haraldssyni. Langt er síðan sá öðlingur átti hér afurð í þættinum. Fréttir genginna daga féllu í næstu fjórar línur: Fyrrum bjó hér frumstæð þjóð, full með tros og lýsi. Núna mjatlar merablóð mjúkhent fólk í grísi. Það líður að jólum og Davíð Hjálmar er kominn í jólaskap: Úti er rökkur, fönn og fár. Fokið er lauf af reyni. Stritar gegn vindi mógrár már. Marfló dylst undir steini. Kúra í húsum kýr og fé, köttur og spikfeit gylta. Jarpur vill ekkert jólatré en jötu af höfrum fyllta. Brasa menn steik og besta ost og baka sinn rass við stóna, framleiða öl og fínan kost og fara í spariskóna. Gangið til kirkju! Gólið Heims um ból með gleði í hjarta- bráðum koma jól! En víkjum nú að öðru og eldra efni. Kristján frá Djúpalæk orti erfiljóð um látinn þjóðkunnan blaðamann. Ljóðið birtist í Verkamanninum, blaði sem Heiðrekur Guðmundsson frá Sandi léði oft ljóð til birtingar. Að loknum lestri ljóðs Kristjáns vinar síns, orti Heiðrekur: Lítið missti þessi þjóð, það er fennt í gengna slóð. Kristján orti erfiljóð, ekki man ég, hvað þar stóð. Á uppvaxtarárum sínum mætti Heiðrekur ýmsu mótlæti, en með aldri þroskaðist hann til þess að verða eitt virtasta skáld sinnar tíðar. Þessi vísa Heiðreks ber með sér nokkra beiskju: Það er kalt í þessum heimi, þar er valtur sess. Lífið allt er öfugstreymi, ungur galt ég þess. Góðvinur hans, Kristján frá Djúpalæk, orti honum til baka: Þó að andi Kári kalt, krýni landið fönnum, þér mun standa þúsundfalt þyngri vandi af mönnum. Heiðrekur rak lengi verslun á Akureyrarárum sínum. Um viðsjár í verslunarrekstri sínum orti hann: Skuldir mínar aukast enn, af því bölið stafar. Fjöldi víxla, en fáir menn fylgja mér til grafar. Sigurður á Fitjum, síðar búandi á Jörfa í Kolbeinsstaðahreppi, orti um önugar aðstæður sínar á Fitjum: Hér á Fitjum margir mér miðla þungum orðum. Þá er hátíð þegar er þögn og fýla á borðum. Þó manna flestra missi sýn meira en hálfan daginn, hundurinn kemur helst til mín, honum er tryggðin lagin. Lesendum óska ég gleðiríkrar hátíðar með þökk fyrir árið sem er að líða. Árni Geirhjörtur. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com 288MÆLT AF MUNNI FRAM Íbúar í Brúnahlíðarhverfinu í Eyjafjarðarsveit kampakátir með umhverfisverðlaunin. Myndir / Eyjafjarðarsveit Umhverfisverðlaun Eyjafjarðarsveitar 2021: Íbúar í Brúnahlíðarhverfi og á Sandhólum hrepptu hnossið Íbúar í Brúnahlíðarhverfinu í Eyjafjarðar­ sveit og ábúendur á Sandhólum hlutu umhverfisverðlaun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2021, en verðlaunin eru afhent annað hvert ár fyrir annars vegar íbúðarhús og nærumhverfi og fyrirtæki í rekstri. „Öll berum við ábyrgð á ásýnd sveitarinnar og góðar fyrirmyndir skipta máli,“ segir á vef Eyjafjarðarsveitar þar sem getið er um verðlaunin. Brúnahlíðarhverfið samanstendur af 12 húsum við tvær götur. Það einkennist af fallegum og vel hirtum görðum með grjót- hleðslum og fjölbreyttum gróðri. Almenn umgengni er frábær, heildarsvipur fallegur og fær hverfið verðlaun sem ein heild. Sandhólar er kúabú rekið af Elísabetu Wendel og Jóhannesi Sigtryggssyni. Húsakosti á ýmsum aldri er vel við haldið. Gömul tæki eru gerð upp og höfð sýnileg segir í umsögn og að falleg ásýnd sé að bænum þar sem tækjum er snyrtilega raðað upp. /MÞÞ Elísabet Wendel og Jóhannes Sigtryggsson á Sandhólum fengu umhverfisverðlaun fyrir árið 2021 en þau reka kúabú og þykir ásýnd heim að bæ þeirra falleg. Riða í sauðfé: Enn leitað að verndandi arfgerðum – Yfir 2.400 sýni úr lifandi kindum þegar í vinnslu Fjölþjóðlegt riðurannsóknarverkefni stendur nú yfir á Íslandi síðan í vor, í samstarfi íslenskra bænda og fjölþjóðlegra vísindamanna – eins og greint hefur verið áður frá í blaðinu. Markmið þess er að reyna að finna tilteknar verndandi arfgerðir í sauðfé sem hægt væri að nota til að rækta upp ónæmt sauðfé gagnvart riðu. Strax í upphafi verkefnisins fundust tvær kindur með svokallaðan breytileika T137 sem hefur reynst sterkt verndandi á Ítalíu – þetta gaf góð fyrirheit um framhaldið. Síðan hefur þessi breytileiki ekki fundist en ýmsar aðrar áhugaverðar niðurstöður hafa fengist í verkefninu, meðal annars 11 kindur með arfgerðina C151 sem vísbendingar eru um að hafi verndandi áhrif. Karólína Elísabetardóttir, sauðfjárbóndi í Hvammshlíð í Skagabyggð, hefur haldið utan um verkefnið í samstarfi við vísindamenn úr fimm Evrópulöndum með aðkomu Stefaníu Þorgeirsdóttur, riðusérfræðings á Keldum, og Eyþórs Einarssonar, ráðunautar frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. Hún segir að enn hafi ekki fundist fleiri sýni með þessum breytileika, en sýnatakan og raðgreiningin úr lifandi kindum um landið allt hafi gengið vonum framar. „Meira að segja hafa nokkrir bændur látið raðgreina kindur á eigin kostnað og samþykkt notkun niðurstaðna. Á þennan hátt hefur verið hægt að senda fleiri en 2.400 sýni í raðgreiningu til þessa og niðurstöður liggja þegar fyrir úr fleiri en 1.800 lifandi kindum.“ Kindum með arfgerðina fækkaði með niðurskurði Það sem kom mest á óvart, að sögn Karólínu, er að breytileikunum í príonpróteininu (sem segir til um næmi kinda fyrir smiti) er hægt að skipta í tvo flokka. Annars vegar eru til þeir sem finnast auðveldlega í venjulegum stikkprufum (á milli 10 og 30 úr hverri hjörð), og þeir sem eru með upprunalega ástand príonpróteinsins (arfgerðin ARQ án breytileika) sem er til staðar í 70 til 90 prósenta tilvika þessa flokks. Í hinum flokknum eru þeir breytileikar sem eru svo sjaldgæfir að mjög tilviljunarkennt er að finna þá, eins og T137, C151 og R231R+L237L, sem er tvöfaldur breytileiki sem hefur ekki verið rannsakaður til þessa. „Einnig er ljóst að bæði hjarðir og svæði, ekki síst líflambasölusvæði, geta verið mjög ólík varðandi hlutföll breytileikanna. Á Ströndum til dæmis, þar sem næstum allt fé er kollótt, hafa fundist allir breytileikar nema T137, á meðan norðausturhornið – þar sem fé er svo til allt hyrnt – virðist eingöngu búa yfir algengustu breytileikunum. Einnig kom í ljós að með niðurskurði riðuhjarða hurfu greinilega hjarðir sem höfðu breytileikann T137. Í kringum 1999 fannst hann í 2,8 prósent kindanna á riðusvæðum, en meðal þessara 1.841 lífandi kinda sem er búið að raðgreina í ár eru bara tvær með T137,“ segir Karólína. /smh – Meira um fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar á blaðsíðu 66. Ærnar Trú og Tryggð (arfgerð T137) frá Sveins- stöðum með Karólínu Elísabetardóttur. Mynd / Inga Sóley Jónsdóttir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.