Bændablaðið - 16.12.2021, Page 8

Bændablaðið - 16.12.2021, Page 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. desember 20218 FRÉTTIR Samkvæmt tölum í mælaborði landbúnaðarins er kindakjöt enn í efsta sæti yfir kjötframleiðslu landsmanna og stendur nánast í stað á milli ára. Framleiðsla á alifuglakjöti er þó alveg að ná kindakjötsframleiðslunni og munar þar einungis 222,2 tonnum. Heildar kjötframleiðsla íslenskra bænda nam 30.775.061 kg (nær 31 þúsund tonnum) á tólf mánaða tímabili frá októberlokum 2020 til októberloka 2021. Nær helmingurinn, eða 14.664.669 kg, var framleiddur á þriggja mánaða tímabili, eða frá ágústbyrjun til októberloka. Þegar framleiðslutölur eru skoðaðar í samanburði við sölutölur frá afurðastöðvum og neyslutölum á íbúa allt frá árinu 1983, sést að um byltingu í neysluháttum á kjöti hefur verið að ræða á þessum tíma. Kindakjötið var afgerandi vinsælasta kjötvaran allt til ársins 2007 þegar alifuglakjötið náði yfirhöndinni. Nær 9.400 tonn af kindakjöti og um 9.200 tonn af alifuglakjöti Nú er sauðfjárslátrun lokið og nam framleiðslan á kindakjöti síðustu 12 mánuði, eða til októberloka, samtals 9.373.354 kg, sem er 0,6% samdráttur á milli ára. Framleiðslan á alifuglakjötinu hefur nánast staðið í stað á milli ára eins og kindakjötsframleiðslan og var 9.150.917 kg og er þar framleiðsluaukning upp á 0,1%. Þetta þýðir að alifuglakjötsframleiðslan er örlítið að saxa á forskot kindakjötsins, eða sem nemur 0,7% á milli ára. Mjög ólíkir framleiðsluhættir Í tölum mælaborðsins kemur glögglega fram hversu ólíkir framleiðsluhættir eru í þessum tveimur kjötgreinum, þ.e. kindakjöts- og alifuglakjötsframleiðslunni. Nær öll framleiðslan á kindakjöti var á þriggja mánaða tímabili, frá byrjun ágúst til októberloka, eða 9.151.297 kg. Það er nærri 98% af ársframleiðslunni. Framleiðsla á alifuglakjöti dreifist aftur á móti nokkuð jafnt yfir allt árið. Þannig voru framleidd frá byrjun ágúst til loka október 2.413.978 kg af alifuglakjöti. Það er rúmlega 26% af ársframleiðslunni. Misræmi í slátrun og framleiðslutölum yfir árið ræðst auðvitað af mismunandi lífsklukku þessara dýrategunda. Hins vegar hafa oft verið uppi vangaveltur um hvort hægt sé að lengja sláturtímabilið í sauðfjárslátruninni. Þar spila margir þættir inn í dæmið fyrir utan augljósa lífeðlisfræðilega þætti, en þar má t.d. nefna hagkvæmnissjónarmið hjá afurðastöðvum. Hugsanlega kunna örsláturhús með heimaslátrun eitthvað að breyta þeirri mynd. Um 3,4% samdráttur í svínakjötsframleiðslunni Þegar litið er á aðrar kjötgreinar, þá var svínakjötið í þriðja sæti með 6.503.671 kg framleiðslu á 12 mánuðum til loka október. Það var 3,4% samdráttur á milli ára. Árið 2020 var metár í svínakjötsframleiðslunni, sem nam þá um 6.813 tonnum samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. 5% aukning í nautgripakjöti Af nautgripakjöti voru framleidd 4.874.635 kg á 12 mánaða tímabili. Þar varð vel merkjanleg framleiðsluaukning, eða sem nemur 5%. Mikill samdráttur í hrossakjöti Alls voru framleidd 872.684 kg af hrossakjöti. Þar hefur framleiðslan verið að dragast saman og nam samdrátturinn 17,4% á milli ára. Megnið af hrossakjötinu hefur að jafnaði verið selt hér innanlands þó dæmi séu til um annað. - Sjá bls. 10 /HKr. Ár Kindakjöt Nautakjöt Hrossakjöt Svínakjöt Alifuglakjöt 1983 45,3 8,8 3,2 4,9 4,3 1984 40,7 9,4 3,7 6,3 4,4 1985 41,5 10,7 3,3 6,6 6,3 1986 32,8 10,8 3,0 7,8 7,6 1987 36,2 13,9 2,8 8,1 8,0 1988 33,2 13,2 2,3 9,8 5,7 1989 32,8 11,5 2,3 10,6 4,1 1990 33,8 11,2 2,6 9,9 5,5 1991 30,8 12,1 2,6 10,0 6,1 1992 30,5 12,8 2,7 10,1 6,3 1993 30,7 11,8 2,5 10,8 5,8 1994 27,2 12,2 2,1 12,1 5,2 1995 26,7 11,8 2,5 12,2 6,4 1996 25,8 12,2 2,3 14,0 6,6 1997 24,4 12,7 2,0 14,5 7,7 1998 25,7 12,8 1,9 14,2 9,6 1999 24,9 13,2 2,0 16,9 10,6 2000 25,7 12,9 2,4 17,0 11,5 2001 23,8 12,9 1,9 18,5 13,0 2002 22,4 12,8 1,6 20,1 15,0 2003 21,9 12,5 1,7 20,6 18,8 2004 24,7 12,4 2,0 18,7 17,9 2005 24,7 12,0 1,8 17,9 20,3 2006 23,2 10,5 2,4 18,9 21,4 2007 22,3 11,5 2,1 19,6 24,0 2008 23,6 12,5 2,1 21,9 25,1 2009 19,7 12,3 2,1 20,5 23,5 2010 19,7 12,7 1,7 19,4 23,9 2011 18,8 13,4 1,6 19,5 24,2 2012 20,7 13,4 1,9 18,3 26,0 2013 20,5 13,4 2,0 19,2 26,0 2014 20,1 13,8 1,7 19,1 26,8 2015 19,5 14,1 1,6 21,0 27,0 2016 20,3 13,2 1,5 18,4 26,8 2017 20,6 13,6 1,9 18,5 28,2 2018 20,4 13,7 1,7 19,3 27,6 2019 19,9 13,5 2,0 18,3 27,4 2020 16,8 12,5 1,9 18,7 24,9 2021 17,2 13,1 1,8 17,8 24,5 *Útreikingur um kjötneyslu á mann miðast við íbúafjölda á Íslandi hvert ár. Hagstofa hætti slíkum útreikingi árið 2015 og tölur frá þeim tíma er útreikningur Bændablaðsins. Birt með fyrirvara um áhrif af kjötneyslu ferðamanna. Árleg kjötneysla á íbúa frá 1983-2021* 17,2 13,1 1,8 17,8 24,5 Árleg kjötneysla í kg að meðaltali á íbúa 2020-2021 Kindakjöt Nautakjöt Hrossakjöt Svínakjöt Alifuglakjöt Svínakjötið í fyrsta sinn komið upp fyrir kindakjöt í neyslu. Alifugalkjötið með sterka stöðu í efsta sæti og kindakjötið komið í þriðja sæti. Bændablaðið / HKr. 22,3 11,5 2,1 19,6 24,0 Árleg kjötneysla í kg að meðaltali á íbúa 2007 Kindakjöt Nautakjöt Hrossakjöt Svínakjöt Alifuglakjöt Bændablaðið / HKr. Bændablaðið / HKr. Alifuglakjötið í fyrsta sinn komið uppfyrir kindakjötið í neyslu á mann og stutt í að svínakjötið nái sömu neyslutölum og kindakjötið. 45,3 8,8 3,2 4,9 4,3 Árleg kjötneysla í kg að meðaltali á íbúa 1983 Kindakjöt Nautakjöt Hrossakjöt Svínakjöt Alifuglakjöt Kindakjöt langefst í kjötneyslu landsmanna og nautakjöt í öðru sæti. Alifuglakjöt var aðeins með um 9,5% hlutfall af kindakjötsneyslunni á árinu 1983 Bændablaðið / HKr. Formanns- og stjórnarkjör Bændasamtakanna Íslenskir bændur framleiða um 31 þúsund tonn af kjöti á ári: Enn er kindakjötið í efsta sæti í kjötframleiðslu landsmanna – Alifuglakjötið er samt söluhæst og saxar hægt og bítandi á framleiðsluforskotið og svínakjötið er í þriðja sæti Röð Afurð 1 mán 3 mán 12 mán Δ % 1 mán Δ % 3 mán Δ % 12 mán 1 Kindakjöt 5.026.759 9.151,297 9.373.154 1,7% -1,3% -0,6% 2 Alifuglakjöt 744.438 2.413.978 9.150.917 -6,0% 1,8% 0,1% 3 Svínakjöt 521.629 1.652.122 6.503.671 -15,8% -4,7% -3,4% 4 Nautgripakjöt 408.576 1.235.000 4.874.635 4,0% 5,3% 5,0% 5 Hrossakjöt 91.999 212.272 872.684 -24,1% -25,0% -17,4% Samtals 6.793.401 14.664.669 30.775.061 -1,1% -1,1% -0,7% *12 mánaða framleiðsla miðast við frá lokum október 2020 til októberloka 2021 Kjötframleiðsla á Íslandi 2021* - Framleiðsla í kílógrömmum (kg.) Samkvæmt 6. gr. samþykkta Bændasamtaka Íslands, skal skila inn framboðum til formanns samtakanna eigi síðar en tveimur mánuðum fyrir Búnaðarþing. Allir félagsmenn sem hafa greitt félagsgjald 2021 fyrir 31. desember nk. geta boðið sig fram til formanns. Frestur til að skila inn framboði er til miðnættis 30. janúar 2022 og skal framboðum skilað inn á netfangið kjorstjorn@ bondi.is. Í kjörstjórn til formannskjörs 2022 eru Guðrún Vaka Stein- grímsdóttir, formaður, Guðrún Birna Brynjarsdóttir og Erla Hjördís Gunnarsdóttir. Formaður er kosinn á tveggja ára fresti með rafrænni kosningu meðal allra félagsmanna. Samkvæmt sam- þykktum samtakanna skal kosning formanns eiga sér stað á 5 daga tímabili sem skal lokið eigi síðar en 6 vikum fyrir Búnaðarþing, það er 15. febrúar 2022. Niðurstaða formannskosningar skal liggja fyrir a.m.k. mánuði fyrir Búnaðarþing. Nái enginn frambjóðenda til for- manns kosningu með 50% atkvæða eða meira, er kosið aftur rafrænni kosningu meðal allra félagsmanna um þá tvo frambjóðendur sem flest atkvæði hlutu. Kosning stjórnar Í stjórn BÍ sitja sjö félagsmenn. Sex stjórnar- menn eru kosnir á Búnaðarþingi til tveggja ára í senn. Náist ekki niðurstaða um hverjir séu rétt kjörnir stjórnarmenn í einni umferð í kosningu, skal kosið aftur bund- inni kosningu á milli þeirra sem jafnir eru. Ef jafnt verður að nýju skal hlutkesti varpað um hver eða hverjir eru rétt kjörnir stjórnar- menn. Að loknu kjöri aðalmanna skal kjósa sjö menn í varastjórn til eins árs í senn. Sá sem flest atkvæði hlýtur er fyrsti varamaður og svo koll af kolli. Stjórn skal kjósa sér varaformann. ALLAR GERÐIR TJAKKA SMÍÐUM OG GERUM VIÐ VHE • Melabraut 27 Hafnarfjörður Hraun 5 Reyðarfirði Sími 843 8804 • Fax 575 9701 www.vhe.is • sala@vhe.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.