Bændablaðið - 16.12.2021, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 16.12.2021, Blaðsíða 10
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. desember 202110 FRÉTTIR Lágmarksverð fyrsta flokks mjólk- ur til bænda hækkaði 1. desember um 3,38 prósent, úr 101,53 krónum á lítrann í 104,96 krónur á lítrann. Heildsöluverð mjólkur og mjólk- urvara, sem verðlagsnefnd búvara verðleggur, hækkar um 3,81 pró- sent – nema verð á undanrennu- og nýmjólkurdufti sem verður óbreytt. Þetta kemur fram í nýrri verð- ákvörðun nefndarinnar. Í rökstuðn- ingi nefndarinnar fyrir ákvörðuninni kemur fram að hækkanirnar séu komnar til vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu og vinnslu mjólkur frá síðustu verðákvörðun 1. apríl 2021. Kostnaðarhækkanir og hækkun launa „Frá síðustu verðákvörðun til des- embermánaðar 2021 hafa gjaldaliðir í verðlagsgrundvelli kúabús hækkað um 3,38%. Á sama tímabili hefur vinnslu- og dreifingarkostnaður af- urðastöðva hækkað um 2,34%. Auk kostnaðarhækkana sem þegar hafa orðið byggir verðhækk- un nú á umsaminni hækkun launa þann 1. janúar nk. og er þá hækk- un vinnslu- og dreifingarkostnað- ar 4,32%. Með því að taka tillit til þessarar launahækkunar nú er talið að ekki verði þörf á nýrri verðlagn- ingu í janúar 2022,“ segir í ákvörðun nefndarinnar. Verðlagsnefnd búvara starfar samkvæmt ákvæðum búvörulaga og ákveður afurða verð til bú vöru- frameiðenda og verð búvara í heildsölu. Síðustu ár hafa verð- ákvarðanir nefndarinnar eingöngu varðað mjólkurframleiðsluna í landinu. Forsendur verðlags Forsendur fyrir verðlags ákvörð- uninni hverju sinni eru annars vegar verðlagsgrundvöllur kúa bús og hins vegar samantekt kostnaðar við vinnslu og dreifingu mjólkur. Hagstofa Íslands aflar gagna fyrir verðlagsnefnd um framleiðslu- kostnað bú vara, tekjur annarra stétta og verð og verðbreytingar á einstökum kostnaðarliðum verð- lagsgrundvallar. Verðlagsnefndin er skipuð sjö tilnefndum einstaklingum. Samkvæmt búvörulögum skulu tveir fulltrúar vera tilnefndir af samtökum launþega, tveir af Bændasamtökum Íslands, tveir af Samtökum afurðastöðva í mjólkurframleiðslu auk þess sem ráðherra landbúnaðarmála skipar formann nefndarinnar. /smh Gjafabréf Námsgögn Sem þiggjandi þessa gjafabréfs styður þú stúlku í Eþíópíu til náms. Gjafabréf Geit Sem þiggjandi þessa gjafabréfs tryggir þú barni næringarríka fæðu og tækifæri til betra lífs. Gjafabréf Bóluefni Sem þiggjandi þessa gjafabréfs tryggir þú betri heilsu bústofnsins. Jólagjöfin sem heldur áfram að gefa er á gjofsemgefur.is Verð til kúabænda hækkaði um 3,38% – Heildsöluverð mjólkurvara um 3,81 prósent Hrossakjötsframleiðsla á Íslandi: Allt að 68% selt á innanlandsmarkaði Hrossakjötsframleiðsla er í einhvers konar mýflugumynd miðað við aðra kjötframleiðslu hér á landi. Það eru þá helst blóðmerabændur sem leggja til folöld til slíkrar framleiðslu. Þá fellur ávallt eitthvað til af hrossakjöti vegna grisjunar reiðhestastofnsins. Samkvæmt heimildum Bændasamtaka Íslands, Matvæla- stofnunar og Landssambandi sláturleyfishafa, sem fáanlegar eru á vefsíðu Hagstofunnar, hefur hrossakjötsframleiðslan verið í kringum 1.000 tonn í tæp 40 ár með einhverjum undantekningum. Til að mynda var hún eingöngu 515 tonn árið 1988 og hefur farið mest í 1.503 tonn árið 2012, en þá varð mikil aukning á framleiðslu í þrjú ár. Meðalfallþungi síðustu tíu ára hefur verið um 124 kg. Alla jafna er mest af kjötinu selt hér innanlands, um 60–68% á allra síðustu árum. Hlutfallið minnkaði þó á þeim þremur árum sem framleiðsla kjötsins var meiri og fór sala innanlands niður í 41% árið 2012. Tölurnar gefa til kynna að vel gangi að selja kjötið hvort sem það er hér innanlands eða erlendis því lítið hefur verið til af birgðum í lok hvers árs. Mest flutt til Evrópu Þjóðverjar eru stærstu kaupendur hrossakjöts frá Íslandi, en um 40– 45% af öllu útfluttu kjöti hefur farið þangað á síðustu 3 árum samkvæmt heimildum Hagstofunnar. Auk Þýskalands fer hrossakjöt reglulega til Sviss, Hollands, Rússlands og Japans, en einnig hefur eitthvert magn ratað til Ítalíu, Belgíu og Kína. Mikill meirihluti kjötsins fer til Evrópu, eða um 87%. Mismunandi kílóverð Hrossakjöt er alla jafna talin lúxusmatvara en verðlagning á því endurspeglar það tæplega. Ef rýnt er í útflutningstölur Hagstofunnar má sjá að FOB kílóverð af kjöti er afar misjafnt eftir löndum. Þannig hefur kjöt verið selt á 175 kr. á kíló til Rússlands meðan kílóaverðið til Sviss er 1.254 kr. Með FOB verði (free on board) er átt við verð vörunnar komið um borð í flutningsfar í útflutningslandi. Þó er mikill fyrirvari á tölunum. Tollskrárnúmer hrossakjöts ná yfir bæði nýtt og fryst hrossakjöt og ekki er hægt að tiltaka hvaða hlutar skrokks fara hvert. Vandi gæti skapast ef framleiðslan eykst Sláturfélag Suðurlands er með um 40% hlutdeild í slátrun hrossa í landinu. Samkvæmt upplýsingum frá Steinþóri Skúlasyni, forstjóra fyrirtækisins, er innlendur markaður fyrir vörurnar takmarkaður. „Það gengur vel að selja vöðva úr lærinu en erfiðara er að koma frampörtum í sölu. Ekki er mikill markaður fyrir saltað og reykt folaldakjöt og hann fer minnkandi. Folaldahakk selst vel á mjög lágu verði en hluti af folaldakjötinu er úrbeinaður og seldur með hrossaafskurði úr landi í gæludýrafóður. Það sem fellur til í dag selst, en vandi væri ef ætti að auka framleiðslu verulega.“ Búpeningur sem tryggir fæðuöryggi Í skýrslunni Fæðuöryggi á Íslandi sem kom út fyrr á árinu er fjallað eilítið um hrossakjötsframleiðslu. Þar segir meðal annars: „Hross eru þó að því leyti ágæt kjötframleiðsludýr miðað við íslenskar aðstæður að þau geta lifað á landsins gæðum ef svo má segja, það er á grasi; hvar af hóflegt hlutfall er vetrargjöf en stór hluti beit, a.m.k. í lágsveitum. Hrossastofninn í landinu getur haft hlutverk sem um munar í fæðuöryggi landsmanna. Stofninn hefur oft verið talinn óþarflega stór, svo nemur jafnvel tugum þúsunda gripa. Tíu þúsund hross með með- alfallþunga 200 kg eru 2.000 tonn af kjöti. Ef kemur til þess að skortur verði á mataraðföngum getur hrossa- stofninn í landinu skipt máli. Það væri þá ekki í fyrsta skipti.“ /ghp 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 Fjöldi sláturdýra 8.050 6.679 7.040 11.279 9.758 9.262 7.739 7.889 8.977 7.614 9.287 9.306 Framleiðsla í tonnum 1.018 799 878 1.503 1.293 1.200 946 982 1.061 939 1.085 1.066 Selt innanlands í tonnum 662 541 499 615 644 554 534 505 641 597 735 683 Útflutt í tonnum 343 292 312 875 753 631 422 478 414 330 337 288 Birgðir í árslok í tonnum 176 136 201 222 113 117 106 73 64 29 64 157 Framleiðsla og sala á hrossakjöti 2009 til 2020 Ártal 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 Framleiðsla hrossakjöts í ton u970 692 79 719 652 515 782 639 727 831 8 2 809 988 0 200 400 600 800 1000 1200 1400 1600 19 83 19 84 19 85 19 86 19 87 19 88 19 89 19 90 19 91 19 92 19 93 19 94 19 95 19 96 19 97 19 98 19 99 20 00 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 20 11 20 12 20 13 20 14 20 15 20 16 20 17 20 18 20 19 20 20 FRAMLEIÐSLA HROSSAKJÖTS Í TONNUM Land Útflutningsmagn (kg) FOB verð (kr) Kr. pr. kíló Belgía 13.255 3.285.662 248 Holland 93.825 17.444.923 186 Ítalía 5.675 3.263.771 575 Japan 7.518 6.465.345 860 Rússland 39.000 6.828.632 175 Sviss 36.609 45.918.741 1.254 Þýskaland 125.238 25.036.795 200 Útflutningur á hrossakjöti 2021 Frá síðustu verðákvörðun til desembermánaðar 2021 hafa gjaldaliðir í verð- lagsgrundvelli kúabús hækkað um 3,38%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.