Bændablaðið - 16.12.2021, Blaðsíða 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. desember 202112
Alls bárust 26 nöfn í nafnasamkeppni á nýjan gangnamannaskála
sem tekin var í notkun á Grímstunguheiði í haust. Kosið verður
um fimm þeirra: Brík, Gedduskáli, Heiðahöllin, Skjól og Vegamót.
Nýi gangnamannaskálinn á Grímstunguheiði var reistur í fyrra-
sumar og haust og kemur í stað tveggja skála, Öldumóðuskála og
Álkuskála. Skálinn er um 500 fermetrar að stærð, samansettur úr tíu
skálaeiningum með 29 gistiherbergjum, salernum, sturtum, matsal og
eldhúsaðstöðu. Einnig var reist nýtt hesthús sem er um 120 fermetrar
að stærð. Gistipláss í skálanum er fyrir 60 manns og hesthúsið er
fyrir um 70 hross.
Í síðasta Bændablaði kom fram að skálinn hefði fengið nafnið
Vegamót en það var einungis fjallskiladeildin sem hafði samþykkt
það nafn. Sveitarstjórn frestaði ákvörðun um nafn og leggur til að
kostið verði um nöfnin fimm. /MÞÞ
Kári Gautason, sérfræðingur í
úrvinnslu hagtalna hjá Bænda
samtökum Íslands og varaþing
maður Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs, tók sæti á Alþingi
strax í byrjun þinghalds og hefur
lagt fram sitt fyrsta þingmál; til
lögu til þingsályktunar um eflingu
kornræktar á Íslandi.
Í tillögunni er gert ráð fyrir að
sjávarútvegs- og landbúnaðarráð-
herra skipi starfshóp sem geri tillög-
ur til þess að efla kornframleiðslu á
Íslandi. Í starfshópnum eigi sæti tveir
fulltrúar frá Landbúnaðarháskóla
Íslands sem hafi sérfræðiþekk-
ingu á jarð- og kornrækt, einn frá
Bændasamtökum Íslands, einn frá
Samtökum iðnaðarins og einn frá
atvinnuvega- og nýsköpunarráðu-
neytinu. Gert er ráð fyrir að tillögurn-
ar liggi fyrir við upphaf endurskoðun-
ar gildandi búvörusamninga, fyrir
árslok 2022.
Kornræktin færist norðar
Kári segir markmið tillögunnar
meðal annars að undirbúa Ísland
undir þá þróun að kornrækt muni
færast norðar á bóginn. „Það munu
vera fyrirsjáanleg viðbrögð við hlýn-
andi heimi. Ég tel því einsýnt að
kornrækt mun eflast næstu áratugi,
en ég tel jafnframt að með skyn-
samlegum aðgerðum geti ríkið flýtt
mikið fyrir þeirri þróun. Síðustu ár
hefur verið að mínum dómi augljóst
að það þurfi fleiri stoðir undir búsetu
í sveitum heldur en eingöngu þessar
hefðbundnu greinar sem byggjast á
búfjárrækt. Ástæðan er viðvarandi
framleiðniaukning í landbúnaði
sem leiðir til þess að færri bændur
þarf til að framleiða kjöt og mjólk,“
segir Kári.
Hann segir að það hafi komið sér
ánægjulega á óvart hversu breiður
hópur þingmanna úr fimm flokkum
var tilbúinn að standa með honum að
tillögunni. En auk stjórnarþingmanna
eru þingmenn úr Flokki fólksins og
Viðreisn skrifaðir fyrir tillögunni.
Aðstæður hagfelldari
en ætla mætti
Í greinargerð með tillögunni segir
meðal annars, að í skýrslu um
fæðuöryggi á Íslandi, sem unnin
var fyrir sjávarútvegs- og landbún-
aðarráðherra árið 2021, komi fram
að fæðuöryggi er hvað minnst þegar
kemur að kornvörum, hvort sem er til
manneldis eða til fóðrunar búfjár. „Þó
að hnattlega Íslands setji kornfram-
leiðslu ákveðnar skorður eru aðstæður
til landbúnaðar á Íslandi mun hag-
felldari en ætla má af opinberri um-
ræðu, vaxtartími er langur og fram-
leiðni mikil vegna langrar ljóslotu.
Íslenskur jarðvegur er afar frjósamur
þótt hann sé einnig viðkvæmur og
rofgjarn. Auk þess eru mikil tæki-
færi til að bæta ræktunarmöguleika
með nútímalegum plöntukynbótum,
með landbótum, t.d. skjólbeltarækt,
og með bættum ræktunaraðferðum.“
Vanmat verið
á möguleikum kornræktar
Þegar Kári er spurður um skoðun
hans á því hvers vegna ekki hafi
tekist að gera kornrækt á Íslandi að
alvöru landbúnaðargrein, segir hann
ástæðuna vera vanmat á því hvað sé
mögulegt og raunhæft hér. „Ísland er
gott landbúnaðarland, en í opinberri
umræðu má oft ætla að við búum
ofan í frystikistu. Það þarf að aðlaga
kornyrki að okkar aðstæðum og nota
til þess aðferðir 21. aldarinnar. Ég tel
að verkefni kúabænda um að innleiða
erfðamengisúrval í nautgriparækt hafi
sýnt fram á að okkur séu allir vegir
færir ef unnið er af metnaði,“ segir
hann.
Kári er bjartsýnn á að málið
komist á dagskrá á fyrstu mánuðum
næsta árs. „Þingmannamál stjórnar-
þingmanna eru ekki mjög ofarlega í
forgangsröðun og það eru tugir mála
sem bíða þess að vera mælt fyrir. Gæti
þó náðst fyrir páska að ég tel.“
/smh
Þórunn Eva G. Pálsdóttir hlaut
nýlega titilinn „Framúrskarandi
ungur Íslendingur 2021“. Það var
hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti
Íslands, sem afhenti verðlaunin,
ásamt Ríkeyju Jónu Eiríksdóttur,
landsforseta JCI, en samtökin veita
verðlaunin á hverju ári.
Þórunn var tilnefnd fyrir framlag
sitt til barna, heimsfriðar og mann-
réttinda. Um 300 tilnefningar bárust
til JCI vegna kjörsins. Verðlaunin eru
bæði hvatning fyrir þessa framúrskar-
andi einstaklinga til áframhaldandi
starfa og á sama tíma innblástur og
hvatning til okkar allra að leggja
okkar af mörkum til að byggja betra
samfélag. Þórunn Eva skrifaði bókina
„Mia fær lyfjabrunn“, en hugmyndin
að bókinni varð til þegar hún var að
gera lokaverkefnið sitt í sjúkraliða-
náminu vorið 2019. Lokaverkefnið
fékk hæstu einkunn og hvatti kennari
Þórunnar að láta verða af þessari bók.
„Það er mikil þörf fyrir bætta
fræðslu í samfélaginu okkar almennt
og er hún alls ekki minni innan veggja
spítalans og fyrir litla fólkið okkar þar.
Það eru alltaf nokkur börn á ári sem
þurfa að fá lyfjabrunn og eru ástæð-
urnar misjafnar. Stór hluti þessara
barna eru börn sem greinst hafa með
krabbamein en það eru einnig börn
með hjartasjúkdóma, Cystic Fibrosis,
blóðsjúkdóma, meðfædda ónæmis-
galla og meltingar sjúkdóma sem þurfa
að fá lyfjabrunn svo dæmi séu tekin,“
segir m.a. í tilkynningu um verðlaun-
in. Þórunn Eva á barn sem er með
lyfjabrunn og þekkir því ferlið vel.
/MHH
FRÉTTIR
Framúrskarandi ungur Íslendingur 2021
Þórunn tekur hér á móti verðlaununum úr hendi forseta Íslands, einstöku
listaverki eftir glerlistamanninn Jónas Braga Jónasson. Mynd / Aðsend
Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps
hefur samþykkt að vísa skipu
lagslýsingu vegna deiliskipulags
fyrir nýtt íbúðahverfi sunnan
Grenivíkurvegar í kynningarferli.
Markmið deiliskipulagsins er að
skipuleggja íbúðalóðir á svæðinu
sem er í brekku sunnan þjóðvegar
beint suður af Gamla skóla. Svæðið
er um 3,6 ha að stærð. Miðað er við
að þar verði að lágmarki um 28 íbúðir
og er markmiðið að auka fjölbreytni
í lóðaframboði á Grenivík.
Fram kemur í skýrslu um nýja
íbúðasvæðið að fjöldi lóða á þessu
nýja svæði sé í heild nokkuð umfram
það sem líklegt er að þörf verði fyrir
á næstu árum. Byggingarsvæðið
muni væntanlega byggjast upp hægt
og rólega þannig að lóðir verða gerð-
ar byggingarhæfar eftir þörfum á
löngum tíma. Miðað er við að íbúðir
verði fyrst og fremst í sérbýlishúsum,
raðhúsum og parhúsum.
Í upphafi þessa árs var 371 íbúi í
Grýtubakkahreppi og af þeim bjó
291 á Grenivík, en frá árinu 2010
hefur íbúum á Grenivík fjölgað um
42. Gróflega er áætlað að íbúafjöldi í
sveitarfélaginu verði á bilinu 365 til
420 árið 2031. Ef miðað er við efri
mörk verður þörf fyrir um 20 nýjar
íbúðir fram að þeim tíma. Flestar
þeirra verða væntanlega á Grenivík.
Auk þessa nýja íbúðahverfis
sem nú er í kynningarferli er gert
ráð fyrir 23 nýjum íbúðalóðum við
Lækjarvelli og þéttingu byggðar
við Ægissíðu, þar sem komast fyrir
þrjár nýjar íbúðir. Við Höfðagötu
syðst í byggðinni er rými fyrir um
10 íbúðir, þar af eru 6 á óbyggðum
einbýlishúsalóðum.
Á miðsvæði sunnan skipulags-
svæðisins er gert ráð fyrir stækkun
Grenilundar og þar má einnig gera
ráð fyrir litlum fjölbýlishúsum.
/MÞÞ
Nýtt íbúðasvæði á Grenivík er 3,6 ha að stærð og er í brekku sunnan þjóðvegar
beint suður af Gamla skóla. Gert er ráð fyrir að þar verði til framtíðar litið byggðar
28 íbúðir í sérbýlis-, rað- og parhúsum. Mynd / Vefsíða Grýtubakkahrepps.
Nýtt íbúðahverfi í kynningarferli:
Að lágmarki um 28
íbúðir á svæðinu
Reykjavík Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is
Akureyri Óðinsnes 2 – Sími 464 8600
Lely Center Ísland
Landbúnaðarleikföng
Þingsályktunartillaga um eflingu kornræktar:
Mikil tækifæri á Íslandi til að
bæta ræktunarmöguleika
Kári Gautason.
Nýr gangnamannaskáli á Grímstunguheiði:
Kosið milli fimm nafna
Mynd / Bjarni Kristinsson.