Bændablaðið - 16.12.2021, Side 37

Bændablaðið - 16.12.2021, Side 37
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. desember 2021 37 Margir kannast eflaust við tölvuleikinn vinsæla Fantasy Football eða aðra sambærilega leiki tengda íþróttum. Nú hefur frumkvöðull nokkur, Þórður Vilmundarson forritari, tekið sig til og hannað sambærilegan leik, en tengdan stjórnmálamönnum. Því nefndan Fantasy Althingi. Leikurinn gengur að mestu leyti út á hið sama og aðrir slíkir leikir, þeir sem hann spila stofna flokk sex þingmanna og stigafjöldinn safnast saman eftir hve vel þingmönnum gengur í þingsal. Enn sem komið er fá leikmenn einungis stig þegar þingmenn stíga í pontu, þá eitt stig fyrir hverja mínútu og svo aukast stigin til jafns við atkvæði í atkvæðagreiðslum. Mínusstig eiga við er þingmenn greiða ekki atkvæði. Eins og er, er ekki hægt að veita mínusstig þó bjallan glymji við ræðuhöld þingmanna, en það er eitthvað sem Þórður sér fyrir sér að bæta við leikinn. Eins og staðan er núna er svo hægt að velja sér nýjan þingmann ef leikmenn eru ekki sáttir við frammistöðu viðkomandi, en þá kemur nývalinn þingmaður inn eftir viku. Þess má geta að verðmætustu þingmenn leiksins að svo stöddu eru Bjarni Benediktsson fjármála- ráðherra og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, þá Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í Viðreisn á meðan Inga Sæland í Flokki fólksins trónaði á toppnum fyrstu vikuna. Aðspurður segir Þórður að leikurinn, sem hægt er að finna á slóðinni Fantasyalthingi.is, sé enn í svokallaðri betaútgáfu og lokað sé fyrir skráningar í bili. Eins og er hafa í kringum þrjátíu leikmenn prófað leikinn en vonast er til að hægt verði að auka fjöldann er hinn raunverulegi þingheimur fer í jólafrí. Svo verður bara gaman að sjá hvaða þingmaður taki sig til og verði fyrstur til að prófa leikinn! /SP BÆNDUR ERU FREMSTIR Í ENDURVINNSLU Fyrsta skref við endurvinnslu á heyrúlluplasti er að huga að gæðum þess til endurvinnslu við kaup. Þar skiptir litaval máli. Eftir notkun þarf að ganga vel um heyrúlluplastið og sundur- greina það frá öðrum úrgangi. Minnka umfang þess og gæta að geymslu fyrir hirðu. Þessi fyrstu skref við meðhöndlun skipta miklu máli við endurvinnslu á heyrúlluplasti. Hringrásarhagkerfið byrjar á þínu býli. Þingmenn í fantasíuheimi almennings Mynd / Samsett LÍF&STARF Ása Hlín Gunnarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður markaðsmála hjá Biobú. Hún starfaði áður hjá fyrirtækjasviði Landsbankans. Matvælafyrirtækið Biobú sér- hæfir sig í vinnslu á lífrænum mjólkur- og kjötafurðum en það var stofnað árið 2003. Ása Hlín er með BSc-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands en hún útskrifaðist í júní 2021. Ása Hlín er Selfyssingur í húð og hár. „Biobú framleiðir lífræna mjólk, jógúrt og osta. Mjólkin sem notuð er hjá okkur kemur frá fjórum búum, Búlandi í Austur-Landeyjum, Neðra-Hálsi í Kjós, Skaftholti í Gnúpverjahreppi og Eyði-Sandvík í Árborg, sem fékk einmitt nýverið vottun á sína lífrænu mjólk. Biobú hóf fyrr á þessu ári fram- leiðslu á lífrænum kjötvörum; hakki, hakkabollum og gúllasi úr nautgripakjöti og auk þess nauta- lundum, nautafillet og rib eye. Fyrirtækið hefur gert samning við Sláturhús Vesturlands, sem fékk í lok síðasta árs lífræna vottun, um að þjónusta slátrun gripa frá bæjun- um sem framleiða lífrænu mjólkina. /MHH Biobú: Nýr forstöðu- maður ráðinn Ása Hlín Gunnarsdóttir, sem hefur verið ráðin forstöðumaður markaðs- mála hjá Biobú. Mynd / Aðsend H eim ild: Prentm iðlakönnun G allup. K önnunartím i okt. - des. 2 0 2 0 . BÆNDABLAÐIÐ ER GEFIÐ ÚT Í 32 ÞÚSUND EINTÖKUM Á TVEGGJA VIKNA FRESTI Bændablaðið er mest lesna blaðið á landsbyggðinni Hvar auglýsir þú? Lestur prentmiðla á landsbyggðinni Lestur Bændablaðsins 50% 40% 30% 20% 10% ViðskiptablaðiðDVMorgunblaðiðFréttablaðiðBændablaðið 36,2% 19,7% 17,0% 2,8% 4,7% 36,2% Lestur Bændablaðsins á landsbyggðinni Lestur Bændablaðsins á höfuðborgarsvæðinu 17,8% 24,3% Lestur landsmanna á Bændablaðinu Bændahöllin við Hagatorg / Sími: 563 0300 / Netfang: bbl@bondi.is / bbl.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.