Bændablaðið - 16.12.2021, Síða 38

Bændablaðið - 16.12.2021, Síða 38
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. desember 202138 LÍFIÐ&SAGA Hótel Saga hefur verið glæsilegt kennileiti í Reykjavík frá því að húsið var byggt. Vatnslitamynd / L. Grund Gestagangur á Sögu Hótel Saga er án efa ein af glæsi­ legustu byggingum á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Stórt og tignarlegt hús og eitt af helstu kennileitum Reykjavíkurborgar. Hótel Saga á sér áhugaverða sögu, ekki síst hvað varðar gestagang. Upphaf Bændahallarinnar og Hótel Sögu má rekja allt aftur til 1939 þegar Sigurður Jónsson á Stafafelli lagði fram erindi á Búnaðarþingi um húsnæðismál Búnaðarfélags Íslands. Erindi Sigurðar var vísað til stjórnar Búnaðarfélagsins, sem lagði til að byggt yrði nýtt húsnæði og skyldi það verða höfuðsetur og heimili Búnaðarfélags Íslands auk þess sem þar gæti einnig verið aðset­ ur og samkomuhús bænda. Fyrsta skóflustungan tekin 11. júlí 1956 Árið 1941 var ályktað á Bún aðar­ þingi um að byggja bændahús í Reykjavík. Sama ár skrifaði svo búnaðarmálastjóri búnaðarsam­ böndunum í landinu bréf þar sem hann leitaði eftir stuðningi við byggingu húsnæðis undir starfsemi félagsins. Húsið átti jafnframt að vera gistiheimili fyrir sveitafólk sem ætti erindi til Reykjavíkur. Árið 1947 var kosin byggingarnefnd sem skyldi hafa forgöngu um málið og ári seinna fékk félagið lóð undir bygginguna við Hagatorg. Stéttarsamband bænda gekk til liðs við Búnaðarfélagið árið 1953 og gerðist aðili að byggingu hússins. Halldór H. Jónsson byggingarmeist­ ari var fenginn til að teikna húsið og fyrsta skóflustungan tekin 11. júlí 1956. Til þess að afla fjár var ákveðið að leita eftir því við Alþingi að á árunum 1958 til 1961 yrði svo­ kallað búnaðarmálasjóðsgjald, sem innheimt var af útborgunarverði til bænda, hækkað um ½ prósent og rynni það fé sem þannig innheimt­ ist til byggingarinnar. Voru lög um þetta samþykkt á Alþingi í mars árið 1959. Kostnaðurinn við byggingu Bændahallarinnar varð meiri en ætlaður var í fyrstu og innheimta viðbótargjaldsins framlengd til 1970, þegar það var lagt af. Fyrstu hæðir hússins voru tekn­ ar í notkun fyrir hótelrekstur árið 1962 og tveimur árum síðar skrif­ stofur búnaðarsamtakanna. Byggingu fyrri áfanga Bænda­ hallarinnar lauk 1965. Eldri byggingin er á sjö hæðum auk kjallara og Stjörnusalarins, sem er áttunda hæðin. Á fyrstu hæð var og er enn afgreiðsla og veitingaað­ staða. Súlnasalur og aðrir veitinga­ salir eru á annarri hæð. Skrifstofur Bændasamtakanna eru á þriðju hæð og fjórða hæðin var öll leigð til Flugfélags Íslands. Gistirými voru á fimmtu, sjöttu og sjöundu hæð. Á áttunda áratugnum var ákveðið að byggja við Bændahöllina að norðanverðu sjö hæða byggingu. Ásgeir Ásgeirsson, forseti Íslands, ásamt Steingrími Steinþórssyni búnað- armálastjóra þegar hornsteininn var lagður að Hótel Sögu árið 1961. Mynd / Úr safni Hótel Sögu. Loftmynd af Reykjavík þegar Hótel Saga er í byggingu árið 1961. Melavöllur- inn í baksýn. Mynd / Úr safni Hótel Sögu Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.