Bændablaðið - 16.12.2021, Side 41

Bændablaðið - 16.12.2021, Side 41
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. desember 2021 41 850G GUEPARD Trophy PRO STELS HJÓLIN ERU KOMIN! Stærsti framleiðandi fjórhjóla í Evrópu FJÓRHJÓL SEM KEMUR ÞÉR ALLA LEIÐ Kynntu þér úrvalið á aflvelar.is eða hringdu í síma 480 0000 Ótrúlega vel búið tveggja manna fjórhjól Verð 2.790.000 kr. m. vsk og T3b götuskráningu Til afhendingar strax Vesturhrauni 3, Garðabæ | Austurvegi 69, Selfossi | Sími 480 0000 | aflvelar.is spara varaforsetanum og fylgdarliði hans það ómak að fara út að kaupa minjagripi. Johnson var harður við að prútta en Haukur kunni ekki við að þrátta við varaforsetann og hafði því lítið upp úr krafsinu. Sagan segir að í veislu sem haldin var Johnson til heiðurs í Súlnasalnum hafi hann setið á milli Ásgeirs Ásgeirssonar forseta og Ólafs Thors. Johnson féll prýðilega við Ólaf, gleymdi þess vegna öllum mannasiðum og sneri bakhlutanum að Ásgeiri allan tímann. Geimfarar gista Áhöfn Apollo 13 geimflaugarinnar gisti á Hótel Sögu þegar geimfararnir heimsóttu Ísland ásamt eiginkonum sínum í október 1970. Þeir voru James A. Lovell, John L. Swigert og Fred W. Haise. Neil Armstrong, fyrsti maðurinn sem steig fæti á tunglið, gisti á Sögu í heimsókn sinni til landsins. Í húsinu gistu einnig leikararnir Charlton Heston, Mia Farrow og André Previn píanóleikari. Alec Guinness leikari gisti reglulega á Sögu í nokkur ár ásamt eiginkonu sinni, Merula Sylvia Salaman. Guinness og Salaman sátu alltaf við sama borðið þegar þau borðuðu morgunmat á Grillinu. Viðamiklar endurbætur Árið 2016 var lagt í viðamiklar endurbætur á húsnæði Hótel Sögu. Húsnæðinu var breytt og 27 ný herbergi tekin í notkun á þriðju hæð norðurbyggingarinnar, skipt út lyftum, lagnir lagaðar og loftræsting endurbætt en þar höfðu áður verið skrifstofur. Þar á eftir var ráðist í endurbætur á Súlnasalnum og herbergin á fjórðu hæð gömlu byggingarinnar hafa verið endurnýjuð að öllu leyti en með hliðsjón af upprunalegu hönnuninni. Strax í framhaldi af þeim breytingum loknum var farið í endurgerð á fyrstu hæð hússins og nánast allt rifið út. Glerhúsið sem var við hliðina á aðalinnganginum og hýsti Skrúð var rifið og gestamóttakan tekin í gegn. Í staðinn fyrir Skrúð var settur upp bar og nýr veitingastaður fyrir hundrað manns. Síðan kom Covid Rekstur Hótel Sögu varð illa úti í Covid-faraldrinum og þrátt fyrir að allt sem mögulegt var væri gert til að halda rekstrinum gangandi dugði það ekki til og var hótelinu lokað 1. nóvember 2020. Frá þeim tíma hafa átt sér stað viðræður við ýmsa aðila um framtíð Bændahallarinnar og hugmyndir verið um að halda þar áfram hótelrekstri eða breyta húsinu í hjúkrunarheimili en flest bendir nú til að ríkið muni festa kaup á húsnæðinu undir starfsemi Háskóla Íslands. Bændahöllin mun því væntanlega fá nýtt hlutverk fljótlega sem hluti af Háskóla Íslands og þeirri starfsemi sem þar fer fram. Hótel Saga og höggmyndin Íslandsmerki eftir Sigurjón Ólafsson. Mynd / HKr. Geimfarar í áhöfn Appolo 13 geim- flaugarinnar gistu á Hótel Sögu þegar þeir heimsóttu Ísland ásamt eiginkonum sínum í október 1970. Þetta voru þeir James A. Lovell, John L. Swigert og Fred W. Haise. Appolo 13 var skotið á loft frá Kenn- edy geimferðastöðinni þann 11. apríl 1970. Ætlunin var að Lovell og Swi- gert lentu meðan félagi þeirra Fred W. Haise biði eftir þeim á braut um tunglið. Vegna bilunar var hætt við lendingu og þótti með ólíkindum að geimförunum tækist að handstýra biluðu farinu aftur til jarðar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.