Bændablaðið - 16.12.2021, Side 42

Bændablaðið - 16.12.2021, Side 42
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. desember 202142 Dagana 9.–11. nóvember var haldin norræn ráðstefna kjúkl inga- og eggjabænda á Norður löndunum, Nordic Poultry Conference (NPC), rétt fyrir utan Osló í Noregi. Ráðstefnan hefur aldrei verið fjölmennari en um 240 manns úr greinunum mættu til leiks. Frá Íslandi fylgdust fulltrúar frá Ísfugli, Líflandi, Bændasamtökunum, Kjúklingabúinu Vor og MAST með því sem fram fór. Ráðstefnan er haldin á hverju ári en var frestað á síðasta ári og haldin á rafrænu formi vegna heimsfaraldursins. Það voru þó ekki eingöngu fulltrúar frá Norðurlöndunum sem mættu á ráðstefnuna því einnig komu aðil­ ar sem tengjast geiranum frá fleiri Evrópuþjóðum. Á hverju ári er ákveðið þema á ráðstefnunni eins og dýravelferð, dýraheilsa, sjálf­ bærni, matvælaöryggi, matvæla­ stefnur, sérstakar sjúkdómsáskor­ anir og fleira. Bera saman bækur sínar Farið var yfir marga þætti þessa tvo ráðstefnudaga, eins og til dæmis fuglaflensu, sem hefur víða numið lönd og valdið miklum skaða, nýja möguleika í fóðrun fugla, farið var yfir nýjar og umdeildar aðferðir við kyngreiningar ásamt sjúkdómsstöðu á Norðurlöndunum. Seinni daginn var ráðstefnunni skipt upp í sex stofur þar sem hægt var að velja til dæmis sérstofu fyrir kalkúnaframleiðslu, eggjaframleiðslu, kjúklingarækt, stofnahald, fóðrun og dýralækna svo dæmi séu tekin. „Ísland er aðili að samtökum alifuglabænda á Norðurlöndunum. Þeirra aðalverkefni ár hvert er að halda ráðstefnu um alifuglarækt. Eins og alltaf er ráðstefnan afar áhuga­ verð. Þar eru margvíslegir fyrirlestr­ ar um nýjar aðferðir í fuglarækt, hvað er efst á baugi hverju sinni, heilsufar fugla á Norðurlöndunum en þar trónir Ísland á toppnum með besta heilbrigðið og margt fleira. Dýravelferðarmál er atriði sem fær alltaf töluverða umfjöllun. Ráðstefnuna sækja flestir sem hafa snertiflöt við alifuglarækt, ráðu­ nautar, bændur, dýralæknar, rekstr­ araðilar fyrirtækja í alifuglarækt, tækjasalar og vísindafólk svo eitt­ hvað sé nefnt. Gefst þarna kærkomið tækifæri til að bera sama bækur við kollega okkar á Norðurlöndunum. Ráðstefnan er okkur alifugla­ ræktendum afar fróðleg og mikil­ væg,“ segir Jón Magnús Jónsson á Reykjabúinu. /ehg Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga óskar eftir að leigja vönduð sumarhús eða orlofsíbúðir fyrir félagsmenn sína. Leitað er eftir húsnæði víðs vegar um landið. Eignirnar þurfa að vera snyrtilegar, fullbúnar húsgögnum og öðrum viðeigandi búnaði. Áhugasamir sendi upplýsingar á hjukrun@hjukrun.is eða hafi samband við skrifstofu í síma 540 6400. Átt þú orlofseign sem þú vilt leigja? UTAN ÚR HEIMI Ráðstefna kjúklinga- og eggjabænda á Norðurlöndunum (NPC): Mikilvægt og gott samstarf hjá kjúklinga- og eggjabændum Undirbúningshópurinn fyrir Nordic Poultry Conference sem haldin var rétt fyrir utan Osló í nóvember en á næsta ári á svipuðum tíma verður ráðstefnan haldin í Álaborg í Danmörku. Myndir / NPC Venju samkvæmt er haldin söngvakeppni milli Norðurlandanna á aðalkvöldi ráðstefnunnar og þó að íslenski hópurinn hafi talið brotabrot af þátttakendum hinna keppnislandanna bar hann glæsilegan sigur úr býtum með laginu Ég er kominn heim. Þegar íslenski hópurinn steig á svið á aðalkvöldinu og söng Ég er kominn heim, tók salurinn vel undir og kveikti ljós á símunum sínum sem skapaði skemmtilega stemningu. Staðfest tilfelli fuglaflensu í haust hafa aldrei verið fleiri á Bretlandseyjum. Yfir hálfri millj- ón alifugla hefur verið lógað á síðustu mánuðum og settar hafa verið reglur sem skylda að öllum alifuglum sé haldið innandyra. George Eustice, umhverfis­ ráðherra Breta, sagði í ræðu í breska þinginu fyrir skömmu að búið væri að staðfesta að fuglaflensa hefði komið upp á 36 alibúum á Bretlandseyjum í haust og að búist væri við að sú tala ætti eftir að hækka. Í kjölfarið er búið að farga 500 þúsund alifuglum. Fjöldi smita síðastliðið haust var 26 og því greinilegt að illa gengur að hefta útbreiðslu flensunnar en helsta smitleið hennar er talin vera með farfuglum. Rannsóknir sýna að hlutfall smitaðra farfugla með fuglaflensu er hátt. Fyrir skömmu fannst örn (Haliaeetus albicilla), af fágætri tegund, dauður vegna smits á Skye við norðvesturströnd Skotlands. Talið er að örninn hafa lagt sér fuglaflensudauðan farfugl til munns. Bretlandseyjar er ekki eina landið þar sem tilfelli fuglaflensu eru á uppleið því svipaða sögu er að segja frá mörgum löndum innan Evrópusambandsins og víðar um heim. Vegna smithættu hefur garð­ eigendum og öðrum sem hafa gaman af því að gefa villtum fuglum bent á að gæta fyllsta hreinlætis. /VH Bretlandseyjar: Fuglaflensusmit aldrei verið fleiri
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.