Bændablaðið - 16.12.2021, Síða 47

Bændablaðið - 16.12.2021, Síða 47
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. desember 2021 47 Garðyrkjustöðin Ártangi hefur tekið í notkun nýjar 100% niðurbrjótanlegar og umhverfisvænar pappírsumbúðir fyrir framleiðslu sína sem er aðallega ferskt krydd í pottum. Gunnar Þorgeirsson, sem rekur garðyrkjustöðina Ártanga ásamt eiginkonu sinni, Sigurdísi Eddu Jóhannesdóttur, segir að leitin eftir umhverfisvænum umbúðum sem henta fyrir framleiðslu Ártanga hafi tekið nokkur ár. Umbúðirnar lofa góðu og þar sem þær eru gerðar úr 100% pappír eru þær 100% niðurbrjótanlegar og umhverfisvænar. „Við höfum farið á sýningar erlendis til að finna umbúðir sem passa fyrir okkar framleiðslu. Kryddjurtirnar er seldar í pottum og umbúðirnar því lokaðar að neðan og þola raka um tíma svo að þær skemmist ekki. Umbúðasalar sem við höfum verið í sambandi við hafa komið með alls konar hugmyndir að lausn en enga sem við höfum talið fullnægja okkar þörfum. Í janúar 2020 hittum við á sýningu í Essen í Þýskalandi fulltrúa fyrirtækis sem bauð upp á mjög ásættanlega lausn. Vinna við að hefja notkun á umbúðunum hefur svo staðið yfir frá því í febrúar á þessu ári og þær loksins komnar á markað eftir langan og strangan undirbúning,“ segir Gunnar Þorgeirsson garðyrkjubóndi. /VH Mjög einfalt er að koma stautunum fyrir í ánum með þar til gerðri byssu sem skýtur stautnum niður í vömbina. LÍF&STARF Ártangi með nýjar umhverfisvænar umbúðir Túlípanar um jólin Vöndur með rauðum og hvít- um túlípönum, grenigreinum og jólaskrauti eru uppáhald jóla- sveinanna enda afskaplega falleg skreyting í vasa yfir jólahátíðina og fram á nýja árið. Ráðlegt er fyrir jólasveina og aðra sem fá sér túlípana fyrir jól að sem stystur tími líði frá því að túlípanarnir eru keyptir og þar til þeim er komið í hreinan vasa með volgu vatni. Ef kalt er í veðri eins og oft er í desember skal láta vefja blómun- um inn í pappír til að verja þau fyrir mesta kuldanum á leiðinni á áfangastað. Gott er að skáskera aðeins neðan af blómstilkunum með beittum hnífi áður en þeir eru settir í vasann og nota skal blómanæringu fylgi hún með í kaupunum. Einnig skal skipta um vatn annað slagið svo að það fúlni ekki. Afskorin blóm standa best við lágt hitastig og því skal varast að láta þau standa nálægt miðstöðvarofni. Ekki er heldur ráðlegt að láta þau standa nálægt ávöxtum þar sem þeir gefa frá sér gufur sem flýta fyrir hnignun túlípananna. /VH
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.