Bændablaðið - 16.12.2021, Qupperneq 50

Bændablaðið - 16.12.2021, Qupperneq 50
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. desember 202150 FRÉTTASKÝRING Blóðmerahald í brennidepli: Ísteka umfangsmesti hesteigandi landsins – Samkeppniseftirlitið segir að gæta þurfi hegðunar sem raski ekki samkeppni Ríflega 600 lifandi hross eru í eigu líftæknifyrirtækisins Ísteka ehf. sem gerir það stærsta ein staka hesteiganda í landinu. Þar sem fyrirtækið nýtir hross við starfsemi blóðtöku auk þess að framleiða vöru úr blóðinu telst fyrirtækið lóðrétt samþætt og er að öllum líkindum með markaðsráðandi stöðu. Markaðsráðandi staða er þegar fyrirtæki hefur þann efnahagslega styrkleika að geta hindrað virka samkeppni á markaði og það getur að verulegu leyti starfað án þess að taka tillit til keppinauta, viðskiptavina og neytenda, að því er fram kemur í 4. grein samkeppnislaga nr. 44 / 2005. Þar sem Ísteka ehf. er eina fyrirtækið hér á landi sem kaupir merarblóð af bændum og vinnur úr því getur það falið í sér að fyrirtækið sé markaðsráðandi í skilningi fyrrgreindrar 4. greinar. Í 11. grein sömu laga er misnotkun markaðsráðandi stöðu bönnuð. Misnotkun getur meðal annars falist í því að beint eða óbeint sé krafist ósanngjarns kaup- eða söluverðs eða aðrir ósanngjarnir viðskiptaskilmálar settir. Lóðrétt samþætting kallar á ríkari skyldur Ísteka ehf. er stærsti einstaki hesteigandi á landinu en fyrirtækið á ríflega 600 lifandi hross. Rúmlega 5% af þeim hryssum sem notaðar voru til blóðtöku á þessu ári eru í eigu Ísteka – 283 talsins. Fyrirtækið er því ekki eingöngu kaupandi merarblóðs, heldur enn fremur framleiðandi þess. Kallað var eftir skoðun Sam- keppnis eftirlitsins á þeirri staðreynd: „Þar sem Ísteka á einnig merar sem væntanlega eru nýttar fyrir starfsemina er fyrirtækið jafnframt að því er virðist lóðrétt samþætt og kaupir eða nýtir sömu vöru af bændum og það framleiðir sjálft. Þessi staða leiðir til þess að Ísteka þarf að gæta þess að hegðun þess raski ekki samkeppni m.a. gagnvart viðskiptavinum sem í þessu tilviki eru bændur. Hin lóðrétta samþætting getur einnig falið í sér ríkar skyldur um að raska ekki samkeppni þegar kemur að kaupum á eigin framleiðslu annars vegar og framleiðslu bænda hins vegar,“ segir í svörum frá Samkeppniseftirlitinu. Tekið er fram að svör þeirra eru sett fram án skoðunar þeirra á starfsemi Ísteka eða þeim mörkuðum sem um ræðir. „Ef slíkt fyrirtæki er t.d. í senn viðsemjandi og keppinautur sömu fyrirtækja þarf að vanda mjög verðlagningu gagnvart þeim sem þurfa að eiga í viðskiptum við fyrirtækið en eru um leið að keppa við það.“ Samkeppniseftirlitið bendir á að hafi bændur áhyggjur af verðlagningu fyrirtækisins eigi þeir þann möguleika að senda eftirlitinu ábendingu um það. Slíkar ábendingar eru metnar og í kjölfarið tekin ákvörðun um hvort formleg rannsókn fari fram. Flokkaskiptar greiðslur fyrir afurðir Miðað við að Ísteka sé eini kaupandi afurða blóðmerarbænda má fastlega gera ráð fyrir að samningsstaða blóðmerarbænda gagnvart Ísteka sé nokkuð snúin. Bændur geta ekki selt afurð sína annað og verða að treysta á sanngirni kaupandans. „Við semjum um afurðaverð við fulltrúa bænda og eins og er alltaf í samningum fær hvorugur aðili allt sitt fram. Þetta samtal hefur þó leitt til raunhækkunar á blóðverði ár hvert eins langt og ég man. Samið er til margra ára í senn þannig að bændur vita að hverju þeir ganga fram í tímann,“ segir Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka. Samkvæmt Gæðahandbók sem Ísteka gefur út og er leiðbeiningarit sem blóðmerarbændur fá, er sagt frá þremur greiðsluflokkum fyrir blóð. Flokkarnir eru grunnflokkurinn F5 og árangurstengdir flokkar H og H2. Borgað er mest fyrir bestu heimtur, þ.e. góða fyljun og mikið blóðmagn. Til að lenda í hæsta gæðaflokki, og fá þá hæsta verðið fyrir blóðið, þarf hryssa að gefa af sér að meðaltali 5 lítra í hvert sinn. Minni heimtur og minni fyljun hryssa leiðir til þess að afurðin er metin í lægri gæðaflokki. „Þetta hefur gengið mjög vel en þegar H flokkur, og svo síðar H2 flokkur, voru settir á þóttu inn- tökumörk í þá vera fremur há og var mikið kvartað yfir því að erfitt væri að komast í þá. Hvatningin hefur þó virkað og árið 2021 reiknaðist rétt ríflega helmingur bæja í hæsta flokkinn (H2) og hinn helmingurinn skiptist jafnt á milli F5 og H. Þegar hin ýmsu „vör” sem boðið er upp á komu inn voru 2/3 bæja komnir í H2 greiðsluflokk og einungis 13% eftir í grunnflokknum F5,“ segir Arnþór og vísar þar í lista yfir frávik, t.a.m. ef foli fyljar illa eða þegar nýjar hryssur eru teknar til notkunar. Ör vöxtur starfseminnar Ísteka er eina fyrirtæki sem vinnur afurð úr blóði fylfullra hryssa hér á landi. Starfsemi og framleiðsla kringum blóðtökur og vinnslu á blóði hefur blásið verulega út á síðastliðnum árum, fjöldi búa í blóðtöku fóru úr 99 í 119 milli áranna 2020 og 2021. Hryssum sem notaðar eru fyrir slíka starfsemi hefur einnig fjölgað mikið. Árið 2013 voru þær tæp 1.600 en í fyrra 5.383 talsins. Miðað við fjölda hryssa í fyrra má gróflega áætla að unnið hafi verið úr 150– 200.000 lítrum af blóði og framleitt 5–7 kg af PMSG. Afurð úr meðalhryssu færir bónda um 70.000 krónur á ári. Velta Ísteka ehf. í fyrra var 1,7 milljarðar króna. Guðrún Hulda Pálsdóttir gudrunhulda@bondi.is Blóð verðmætara en kjöt Blóðmerarbúskapur hefur vaxið ört hér á landi, en meðalársaukning hryssna sem notaðar eru fyrir slíkan búskap hefur verið um 16% á sl. 10 árum. Í ár voru 5.383 hryssur nýttar til blóðtöku á 119 bæjum víðs vegar um land. Afkoma bænda af slíkum búskap byggist fyrst og fremst á afurðaverði fyrir blóðið sem Ísteka greiðir fyrir. Bóndinn fær 9.864-13.016 kr. án vsk. fyrir hverja blóðgjöf. Blóðmerarbúskap fylgir einnig hliðarafurð, kjötfram- leiðsla.Tekjur af því eru þó tölu- vert lægri en á blóðinu, eða um 300 kr. fyrir hvert kíló af fola- ldakjöti samkvæmt upplýsing- um frá Sláturfélagi Suðurlands. Afurðaverð folalda hefur hald- ist nokkuð svipað í krónutölum á síðustu 10 árum og lækkað ef eitthvað er. Til dæmis voru greiddar 390 krónur fyrir kílóið árið 2012. Gróflega reiknað getur bóndi með 100 blóðmerarhryssur því verið að fá frá 5–9 milljónir króna á ársgrundvelli. Ef meðalfallþungi folalda er um 80 kg þá gæti bóndinn gróflega fengið um 2,4 milljónir króna í afurðaverð fyrir 100 folöld. Hér er ekki upptalinn sá rekstrarkostnaður sem búskapnum fylgir. Greiðsluflokkar fyrir blóð til bænda eru þrír. Borgað er fyrir bestu heimtur. Úr stóðaréttum. Mynd tengist ekki blóðmerabúskap eða starfsemi Ísteka. Mynd / ghp Svandís Svavarsdóttir sjávar­ útvegs­ og landbúnaðar ráðherra hefur skipað starfshóp til að fjalla um blóðtöku úr fylfullum hryssum til framleiðslu henni tengdri. Fulltrúi ráðuneytisins mun leiða vinnuna en ráðherra mun óska eftir tilnefningum í starfshópinn frá Matvælastofnun og frá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands. Starfshópnum verður falið að skoða starfsemina, regluverkið í kringum hana og eftirlit, auk þess að skoða löggjöf og mögulega framkvæmd slíkrar starfsemi erlendis. Samkvæmt tilkynningu verður fundað með hagaðilum auk þess sem almenningi mun gefast kostur á að tjá sig um störf og tillögur hópsins á Samráðsgátt stjórnvalda þegar þær liggja fyrir. Afhenda ekki óklippt efni Skipun starfshópsins kemur í kjölfar gríðarmikillar umfjöllunar um starfsemi blóðmerarbúskapar og framleiðslu á hormónaefninu PMSG eftir að myndband, gefið út af dýraverndarsamtökunum AWF/TSB, sýnir vinnubrögð við blóðtöku sem virðast stangast á við starfsskilyrði Matvælastofnunar. MAST hefur nú myndefnið til rannsóknar en dýraverndarsamtökin hafa gefið það út að þau munu ekki afhenda stofnuninni óklippt efni. Segjast aðstandendur samtakanna, í opnu bréfi, vera reiðubúin til samstarfs við ríkissaksóknara hefji hann rannsókn á starfseminni. Félag hrossabænda fagnar starfshópi Félag hrossabænda sendi Svandísi Svavarsdóttur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra áskorun um að skoða heildarhagsmuni hrossaræktar og hestatengdrar starfsemi í tengslum við vinnu starfshóps um blóðtöku úr fylfullum hryssum. Í ályktun FHB er því fagnað að ráðherra hafi skipað starfshóp til að fjalla um blóðmerarstarfsemina. Það bendir á umfangsmikla starfsemi íslenska hestsins um heim allan. „Hrossarækt og hestamennska er umfangsmikil atvinnugrein hér á landi sem teygir anga sína víða og má þar nefna ræktun og sölu reiðhesta sem nýtast til almennra útreiða, kynbóta og keppni. Útflutningur hefur aukist veru- lega á síðustu árum og á þessu ári stefnir í að met verði sett í fjölda útfluttra hrossa, eða yfir 3.000 hross. Umfangsmikið og markvisst mark- aðsstarf hefur verið unnið á undan- förnum árum undir merkjum Horses of Iceland. Verkefnið er í höndum Íslandsstofu en helstu bakhjarlar þess eru íslenska ríkið, ýmis félagasamtök um íslenska hestinn, innanlands sem og erlendis, auk margra fyrirtækja sem hafa hagsmuni af þeirri marg- háttuðu starfsemi sem tengist íslenska hestinum. Hestatengd ferðaþjónusta er jafn- framt umfangsmikil atvinnugrein og víða nátengd annars konar ferðaþjón- ustu. Reiðmennska og hestamennska er kennd í tveimur háskólum og nokkrum framhaldsskólum landsins. Fjölda starfsgreina og afleiddra starfa má tengja tilvist íslenska hestsins og að mati fundarins ljóst að miklir og víðtækir hagsmunir eru í húfi,“ segir í ályktuninni. Frumvarp um bann á borði Alþingis Inga Sæland, þingmaður og formaður Flokks fólksins, mælti fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um velferð dýra sem felur í sér bann á blóðtökum úr fylfullum hryssum. Átta þingmenn flytja frumvarp- ið sem fór í fyrstu umræðu þann 8. desember sl. og er til meðferðar hjá atvinnuveganefnd. „Ísland eyðir á ári hverju miklum fjármunum í að draga fram jákvæða ímynd landsins á erlendri grund. Blóðmerahald stórskaðar þessa ímynd og hefur verið fordæmt um heim allan. Ef ekki verður gripið til aðgerða gegn blóðmerahaldi tafarlaust verður orð- spor og ímynd Íslands fyrir óaftur- kræfu tjóni,“ segir m.a. í greinargerð með frumvarpinu. /ghp Umdeild starfsemi „Eðli starfseminnar kallar á að samstarf allra aðila þurfi að vera sérstaklega gott, sem mér virðist það ekki hafa verið,“ segir Sveinn Steinarsson, formaður Félags hrossabænda. „Ísteka ber mjög mikla ábyrgð á þessu starfi, verandi eini kaupandi afurðarinnar og setjandi þau viðmið sem stuðst er við í umgjörðinni auk þess að vera stöðugt áhrifameira í framleiðslunni með sínu hrossahaldi.“ Hann segir að í Félagi hrossabænda hafi ekki verið fjallað mikið um blóðhryssuhald á fundum félagsins þar til í seinni tíð. „Eftir að umfang blóðtökubúskapar hefur aukist jafn mikið og raunin er, úr tæplega 1.600 hryssum árið 2013 í tæp 5.400 hryssur í ár, hefur umræðan orðið mun neikvæðari, ekki síst gagnvart meðferð hér á landi og sölu tryppa úr þessum stóðum inn á lífhrossamarkað. Í mínum huga er nokkuð ljóst að starfsemi sem gengur út á að taka blóð úr fylfullum hryssum verður alltaf umdeild. Ef starfið heldur áfram getur það aldrei orðið umfangsmikið. Ill meðferð á hrossum er aldrei réttlætanleg, sama hver á í hlut og í hvaða hlutverki hesturinn er.“ Sveinn Steinarsson. Svandís Svavarsdóttir. Starfshópur og frumvarp: Heildarhagsmunir í húfi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.