Bændablaðið - 16.12.2021, Síða 56
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. desember 202156
„Það er hefð hjá mörgum hér í
kringum okkur að koma í heimsókn
á aðventu og fólki finnst það tilheyra
þegar verið er að koma sér í jólagírinn.
Fólk er yfirleitt mjög vana fast þegar
kemur að jólahefðum og það að
heimsækja Jólagarðinn og upplifa
stemninguna með börnunum er hluti
af hefðunum hjá stórum hluta íbúa
hér á svæðinu,“ segir Benedikt Ingi
Blomsterberg Grétarsson.
Benedikt Ingi
ásamt Ragnheiði
Hreiðarsdóttur, konu
sinni, og Margrét
Veru, dóttur þeirra,
reka Jólagarðinn með
öllu því sem honum
tilheyrir.
Þau hafa staðið
vaktina í aldarfjórðung,
Jólagarðurinn var
opnaður í lok maí árið
1996 og upp frá því
staðið fyrir samfelldu
jólahaldi allan ársins
hring í 25 ár. Næst á
eftir sumrinu er aðsókn
í Jólagarðinn eðlilega
mest á aðventunni,
fólk fer að flykkjast í
heimsókn í lok nóvember og er mikið
að gera alla daga fram að jólum.
Benedikt segir mikið lagt upp úr að hafa
andrúmsloftið gott og afslappað þannig
að fólk njóti þess virkilega að ganga um
garðinn og húsakynni, grilla sykurpúða
með börnunum, narta í sykurhúðaðar
möndlur og annað jólalegt góðgæti og
anda að sér jólastemningunni.
Jól alla daga
„Það er þannig hjá mér að það eru jól
alla daga,“ segir Benedikt og vísar þá til
starfsins, en hann mætir í Jólagarðinn á
hverjum degi og sinnir gestum og gang-
andi. „Mín eigin jól aftur á móti geymi
ég uppi á hálofti heima hjá okkur og þau
eru með allt öðrum hætti en þau sem ég
er að vasast í alla daga. Mín jól snúast
um annað, mest um dýrmætar minningar
sem lengi hafa fylgt mér frá fyrri tíð.“
Benedikt er húsasmiður að mennt
og einnig matreiðslumaður. Þau
Ragnheiður störfuðu á árum áður að
hluta til saman, m.a. á Kristnesi, í
veiðihúsi Víðidalsár og þá ráku þau í
félagi við bróður hennar og mágkonu
sumarhótel á Hrafnagili um skeið. „Við
Ragnheiður erum góð saman í verki,“
segir Benedikt en hugmynd að því að
setja á stofn Jólagarð varð til fyrir aðeins
meira en 25 árum síðan þegar þau hjón
voru að rabba saman, seint um kvöld,
þreytt eftir amstur dagsins. „Þessi hug-
mynd kviknaði í þessu spjalli og á þeim
tíma virtist þetta tilvalin hugmynd. Við
sáum fyrir okkur að öll fjölskyldan gæti
haft næg verkefni fyrir stafni í þessu
litla fyrirtæki um ókomna tíð,“ bætir
hann við. Og verður eitt bros, því víst
er að börnin hafa lagt hönd á plóg um
árin, bæði börn og nú barnabörn eiga ófá
spor í kringum uppátæki þeirra hjóna.
Vaxandi aðsókn
með árunum
Benedikt segir að þegar hugmyndin
flaug í koll þeirra hafi staðan verið
sú að langt í frá var auðvelt að fá lán
í banka fyrir framkvæmdum af þessu
tagi. „Það hefði verið mun auðveldara
fyrir okkur að fá lán fyrir nýjum bíl,“
segir hann. Þá urðu þau vör við að ekki
bara fjármálastofnanir vildu stíga var-
lega til jarðar, mörgum í kringum þau
þótti hugmyndin arfavitlaus og í góð-
vild sinni reyndi það að telja þau ofan
af því að ana út í þessa vitleysu. Enda
viðurkennir Benedikt að þau hefðu verið
með tvær hendur tómar í upphafi. „En
einhvern veginn fóru leikar þannig að
við fengum lán og ég hófst handa með
félögum mínum og við smíðuðum lítið
hús, 35 fermetra að stærð, og komum
jólahúsinu þar fyrir,“ segir Benedikt.
„Satt best að segja fór þetta ansi hægt af
stað hjá okkur í fyrstu. Fólk þurfti aðeins
að melta það að hægt væri að ganga inn
í jólaland á miðju sumri. Smám saman
rjátlaðist það af fólki sem nú telur ekki
tiltökumál að skoða jólaskraut hvenær
ársins sem er.
Að hrökkva eða stökkva
Benedikt segir að þegar starfsemin
hafi verið í gangi um nokkurra ára
skeið, eða í 6 ár, hafi verið komið að
ákveðnum vendipunkti. „Við eiginlega
stóðum frammi fyrir því að hrökkva
eða stökkva, loka og hætta starfseminni
eða stækka við okkur. Þrengslin inni
í húsinu voru farin að bíta í rassinn á
okkur, gestafjöldi jókst ár frá ári og
það var oft ansi mikil þröng á þingi
innan dyra,“ segir hann. Eftir að hafa
velt möguleikum í stöðunni fyrir sér
tóku þau ákvörðun um að halda áfram
og stækka við sig. Grafið var út fyrir
kjallara sunnan við húsið og þar bættust
við rúmir 100 fermetrar sem reynst hefur
góð viðbót. Á sama tíma var einnig
reistur 6 metra hár turn við húsið þar
sem er að finna jóladagatal og er þemað
ýmsar persónur úr sígildum ævintýrum.
Börnunum þykir mikið varið í að klifra
upp í turninn og virða útsýnið fyrir sér
um leið og dagatalið er skoðað.
Verslun í Sveinsbæ
á norrænum nótum
Í áranna rás hefur eitt og annað bæst
við og segir Benedikt að yfirleitt sé
ekki verið að tilkynna um slíkar fram-
kvæmdir. „Við förum bara í þær,“ segir
hann. Upp úr aldamótum var hús reist á
svæðinu sem nefnist Sveinsbær, reisu-
legt hús þar sem rekin er verslun á nor-
rænum nótum. Þar fást vörur af ýmsu
tagi, matvæli, m.a. sultur og kökur sem
Benedikt bakar að mestu sjálfur. Í bíl-
skúr við heimili þeirra skammt frá er
vottað iðnaðareldhús sem nýtist vel til
margs konar framleiðslu. Þau hjón hafa
lengi ræktað rabarbara í nágrenninu og
unnið úr honum sultur, saft og sýróp.
Einnig er þar í boði vefnaðarvara og
leirtau ásamt gjafavöru og ýmsu öðru.
Sveinsbær dregur nafn sitt annars vegar
af húsi Sveins Auðunssonar, langafa
Ragnheiðar í Hafnarfirði, og einnig er
með nafngiftinni vísað til jólasveinanna.
Verslunin sjálf, sem er innan dyra, ber
nafnið Bakgaður „tante Grete“ eftir
danskri eiginkonu frænda Benedikts
sem hann hafði miklar mætur á.
Á svæðinu er einnig lítill braggi,
en synir Benedikts og Ragnheiðar
byggðu hann og eru hann í þeirra
eigu. Þar er hægt að fá kaffi og köku-
sneiðar og ýmsar árstíðarbundnar
vörur eru þar á boðstólum, brakandi
ferskt grænmeti yfir sumarmánuði en
nú fyrir jól eru sykurpúðar, sleikip-
innar og ristaðar möndlur í öndvegi
ásamt fleiru. Óskabrunnur ófæddra
barna er við Jólagarðinn og ofan við
hann er Bræðrabrekka þar sem hægt
er að leika millu, en það er einnig í
boði hér og hvar um garðinn.
Vogur voffi og kaldur hvolpur
Benedikt segir að fyrstu árin hafi
ekki verið lagt upp með veitinga-
sölu, Blómaskálinn Vín var skammt
undan og þar voru veitingar í boði.
Eftir að honum var lokað var farið að
huga að sölu veitinga í Jólagarðinum
enda höfðu gestir látið í ljós óskir um
slíkt. „Fólk vill gjarnan fá eitthvað í
gogginn á meðan það stoppar og nýtur
lífsins,“ segir hann. Því var ráðist í að
koma Eplakofanum á fót, en þar er
hægt að kaupa drykki, sykurhúðuð
epli, súkkulaðihúðaðar vöfflur með
rjóma og ískökur, en það síðarnefnda
gengur undir nöfnunum volgur voffi
og kaldur hvolpur. Benedikt segir að
þessar veitingar séu af öðru tagi en
það sem bjóðist á öðrum kaffihúsum
eða veitingastöðum í sveitarfélaginu,
hvert og eitt hafi sína sérstöðu.
Vinsæll áfangastaður
fyrir fjölskyldur
Aðsókn í Jólagarðinn er langmest
yfir sumarið og mest fjölmennið
jafnan í vikunum í kringum versl-
unarmannahelgi. Toppurinn fram til
þessa hefur verið þá daga sem hand-
verkshátíð er haldin. Kórónuveiran
hefur slegið þá hátíð út af borðinu
undanfarin tvö ár.
Íslendingar eru helstu gestir
Jólagarðsins og segir Benedikt að
áhersla sé lögð á þá, dýrt sé að fara
í markaðsátak til að fá erlenda ferða-
menn í heimsókn. „Jólagarðurinn
er vinsæll áfangastaður hjá fjöl-
skyldufólki og undanfarin sumur
gefur fólk sér góðan tíma, staldrar
lengur við og er ekkert að flýta sér.
Það er virkilega gaman að því, fólk
nýtur lífsins og þess sem við höfum
upp á að bjóða, sem finnst hvergi
annars staðar hérlendis.“
Ánægð með að hafa byggt
svæðið upp
Benedikt segir að heimamarkað-
urinn sé mikilvægasti markaður
Jólagarðsins. Akureyringar tóku
garðinn í sátt eftir nokkurn tíma og
hafa upp frá því verið duglegir að
koma í heimsókn. „Það er okkur
dýrmætt að hafa traustan heima-
markað og fyrir hann erum við
þakklát,“ segir hann. Vissulega segir
hann að af og til finni hann fyrir
þreytu eftir 25 ára jólavafstur.
„En það hefur ekki neitt með
jólin sjálf að gera, það finna allir
stundum fyrir þreytu í hvaða starfs-
grein sem þeir eru í. Þessi ár hafa
verið góð og við erum ánægð með
uppbyggingu svæðisins. Greinilega
gefur það fólki mikið að heimsækja
Jólagarðinn og yfir því gleðjumst
við.“ /MÞÞ
LÍF&STARF
Jólagarðurinn hefur verið starfandi í Eyjafjarðarsveit í aldarfjórðung:
Dýrmætt að hafa traustan heimamarkað
Benedikt Ingi við Jólagarðinn, hús sem hann ásamt félögum smíðaði sjálfur fyrir rúmum aldarfjórðungi. Kjallara var síðar bætt við undir húsið og 6 metra
háum turni aftan við það. Myndir/MÞÞ
Lely Center Ísland
Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is
Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600
RÚÐUR Í
DRÁTTARVÉLAR
FRÁBÆR VERÐ
John Deere
Zetor
Case IH
McCormick
Steyr
Claas
Ford
Fiat
New Holland
Deutz-Fahr
Massey Ferguson
Benedikt gefur afastrákunum, Snjóka og Benedikt Tuma, bita af húskarlahangikjötinu
sem alltaf er í boði við afgreiðsluborð Jólagarðsins og hefur verið frá upphafi.
Í Jólagarðinum kennir ýmissa grasa og gaman að skoða allt það sem fyrir augu ber.