Bændablaðið - 16.12.2021, Side 62

Bændablaðið - 16.12.2021, Side 62
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. desember 202162 Baugs-Bjólfur er heiti á vinnings- tillögu í samkeppni um útsýnisstað við snjóflóðagarðana í Bjólfi á Seyðisfirði. Um er að ræða hringlaga útsýnispall sem situr á Bæjarbrún með stórfenglegu útsýni yfir Seyðisfjörð. Dómnefnd sem fór yfir inn komnar tillögur segir að þessi hafi að flestu leyti borið af með mjög áhugaverða nálgun á viðfangsefnið auk þess að sýna ýmsar áhugaverðar skírskotanir í menningu, sögu og náttúru staðarins, nokkuð sem reyndar flestar hinar tillögurnar gerðu einnig. Dómnefnd mat tillöguna á þann hátt að um væri að ræða áhugavert kennileiti sem kallaðist á við landslagið á einfaldan en áhrifamikinn hátt þar sem ferðafólk er leitt áfram í lokaðri umgjörð án hnökra. Hreyfihamlaðir þurfa ekki að yfirstíga neinar hæðahindranir og tillagan tryggir gott flæði ferðafólks um svæðið. „Einföld, sérstæð og sterk byggingarlist hér á ferð sem dómnefnd telur að geti haft mjög mikið aðdráttarafl og hefur alla burði til þess að bjóða upp á einstaka upplifun“, eins og segir í niðurstöðu dómnefndar. Markmið samkeppninnar var að bæta aðstæður og skapa aðdráttarafl á svæði sem hefur mikil tækifæri til þess að vera einn af fjölsóttustu útsýnisstöðum Austurlands, auk þess að bæta öryggi og aðgengi ferðamanna og stuðla að verndun lítt snortinnar náttúru á tímum vaxandi fjölda ferðafólks Múlaþing efndi til samkeppninnar og fékk til þess styrk frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Sveitarfélagið stefnir að því að semja um áframhaldandi hönnun í samvinnu við vinningshafa og að sótt verði um styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða í áframhald verkefnisins. Vinningstillagan var unnin í þverfaglegu samstarfi og eru aðalhöfundar þær Ástríður Birna Árnadóttir og Stefanía Helga Pálmarsdóttir frá Arkibygg Arkitektum í samvinnu við Önnu Kristínu Guðmundsdóttur og Kjartan Mogensen landslagsarkitekta, Auði Hreiðarsdóttur frá ESJA ARCHITECTURE og Arnar Björn Björnsson frá EXA NORDIC, sem sá um burðarvirkjahönnun. /MÞÞ LÍF&STARF Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda óskar eftir að ráða starfsmann til að sjá um starfsemi sambandsins frá 1. mars næstkomandi. Helstu verkefni eru umsjón með daglegum rekstri, nautgripa- og sauðfjársæðingum, jarðabótaúttektum og öðrum þeim verkefnum sem stjórn ákveður. Æskilegt er að viðkomandi hafi háskólapróf í búvísindum eða hafi lokið sambærilegu námi sem nýtist í starfi. Mikilvægt er að umsækjendur hafi þekkingu á félagskerfi bænda, geti unnið sjálfstætt og séu færir í mannlegum samskiptum. Um er að ræða hlutastarf en nánari útfærsla á starfinu getur verið samkomulagsatriði. Nánari upplýsingar veitir formaður BHS, Ingvar Björnsson í síma 893 0120 eða á tölvupósti holabaksbuid@gmail.com. Umsóknarfrestur er til 1. janúar 2022. Umsókn um starfið skal fylgja kynning á umsækjanda ásamt starfsferilsskrá Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda Framkvæmdastjóri óskast „Það er mikill áhugi fyrir þessu námskeiði,“ segir Hilmar Valur Gunnarsson, verkefnastjóri hjá Þekkingarneti Þingeyinga, en auglýst námskeið í úrbeiningu sem haldið var í Matsmiðjunni á Laugum á dögunum bókaðist hratt. Því var brugðið á það ráð að bæta við öðru sem einnig seldist upp á skömmum tíma. Þátttakendur koma af öllu starfssvæði Þekkingarnetsins, þeir sem eru lengst að komnir aka úr Þistilfirði til að sækja námskeiðið. Leiðbeinendur á námskeiðinu voru þeir Jónas Þórólfsson, kjötiðnaðarmaður, slátrari og bóndi á Syðri-Leikskálaá og Rúnar Ingi Guðjónsson, kjötiðnaðarmeistari, gæðastjóri hjá Kjarnafæði/ Norðlenska. Báðir hafa þeir starfað um árabil í kjötiðnaði og þekkja hann út og inn. Þeir reka saman hlutafélagið Frávik sem stendur fyrir margs konar námskeiðum á því sviði. Hentar þeim sem vilja auka þekkingu sína Á námskeiðinu var farið yfir helstu atriðin við sundurhlutun og vinnslu á lambaskrokki, farið yfir nýtingu, hreinlæti og pökkun og að því loknu eigi þátttakendur að hafa fengið góða innsýn í hvernig best fer á að vinna með og nýta skrokk, auk þess að ganga sem best frá kjöti til geymslu. Námskeiðið hentar þeim sem vilja afla sér þekkingar á vinnslu og frágangi afurða, m.a. þeim sem stefna á heimavinnslu afurða. Þeir Jónas og Rúnar segja nám- skeiðshelgina hafa gengið vonum framar og þeir viti ekki betur en þátt- takendur hafi farið virkilega glaðir heim. Vegna mikils áhuga stendur til að Þekkingarnet Þingeyinga efni til fleiri námskeiða síðar. /MÞÞ Námskeið í úrbeiningu: Mikill áhugi og upp- selt á tvö námskeið Jónas Þórólfsson fer yfir helstu atriðin við sundurhlutun og vinnslu á lambaskrokki. Rúnar Ingi Guðjónsson, annar af tveimur kennurum á námskeiðinu. Að námskeiði loknu eigi þátttak- endur að hafa fengið góða innsýn í hvernig best fer á að vinna með og nýta skrokk auk þess að ganga sem best frá kjöti til geymslu. Samkeppni um hönnun útsýnisstaðar í Bjólfi á Seyðisfirði: Útsýnispallurinn Baugs-Bjólfur sigraði Hringlaga útsýnispallurinn, Baugs-Bjólfur, hlaut vinninginn í samkeppni útsýnisstaðar við snjóflóðagarðana á Seyðisfirði. Forvarnarsjóður búgreina auglýsir eftir umsóknum um styrki til forvarnar-, ræktunar og þróunar. Nánari upplýsingar veitir Kári Gautason, starfsmaður Bændasamtaka Íslands; kari@bondi.is Sjá nánar á bondi.is undir Félagsmál/Forvarnar-, ræktunar-, og þróunarsjóður. Umsækjendur geta verið félagsmenn í Bændasamtökum Íslands sem ekki skulda gjaldfallin félagsgjöld eða búgreinadeildir. Reglur um styrkina er að finna á vefsvæðinu sem ofan greinir. Styrkhæf verkefni eru þau verkefni sem falla undir reglur sjóðsins. Umsóknum skal skila á rafrænu formi á netfangið forvarnir@bondi.is fyrir þann 31. desember næstkomandi. Bændahöllin Hagatorgi 1, 107 Reykjavík Smáauglýsingar 56-30-300
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.