Bændablaðið - 16.12.2021, Síða 78

Bændablaðið - 16.12.2021, Síða 78
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. desember 202178 LÍF&STARF LÍF&STARF Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 SÍUR Í DRÁTTARVÉLAR AF VETTVANGI BÆNDASAMTAKANNA Um nokkurt skeið hafa íslenskir kúabændur tekist nokkuð á um hvernig skuli lækka framleiðslukostnað í íslenskri mjólkurframleiðslu. Helst var rætt um hvort flytja ætti inn erlent kúakyn, kynbóta- starf víða erlendis var komið nokkru lengra en hérlendis og meðalafurðir íslenskra mjólkur- kúa voru jafnan lakari en hjá stöll- um þeirra t.d. í nágrannalöndum okkar. Eftir margra ára umræð- ur sættust bændur á að halda í íslenska kúakynið en fullljóst var að gefa þurfti verulega í í innlenda kynbótastarfinu. Skipulagt kynbótastarf, bætt þekking og aðbúnaður hafa skil- að framförum en framleiðsla íslensku meðalkýrinnar hefur tvöfaldast á síðustu 30 árum, en betur má ef duga skal. Stærsta stökk íslenska kynbótastarfsins hingað til hefur að öllum líkind- um verið þegar sæðingastarfsemi hófst á Íslandi um miðja síðustu öld. Næsta stóra stökk í kynbóta- starfi íslenskrar nautgriparæktar er handan við hornið þar sem að grillir í að erfðamengisúrval verði að veruleika. Erfðamengisúrval tekið upp Talsverð reynsla er komin á erfðamengisúrval erlendis á öðrum kúakynjum og er reynslan sú að aðferðin skilar gríðarlegum erfðaframförum. Öryggi kynbótamats eykst með erfðamengisúrvali og framfarirnar gerast hraðar þar sem að ættliðabilið styttist verulega og fer t.d. ættliðabil nautsfeðra mögulega niður í 2 ár ef vel til tekst en það er um 6-7 ár í dag. Talið er að miðað við núverandi skipulag geti þessi aðferð skilað verulegri aukningu á erfðaframförum, mismiklum eftir eiginleikum. Framkvæmd verkefnisins felur í sér aukinn kostnað en ávinningur af erfðaframförunum verður gríðarlegur. Þegar heildardæmið er reiknað, ávinningur og kostnaður, er talið að ávinningurinn nemi um 40 milljónum króna á ári í minnkuðum framleiðslukostnaði fyrir mjólkuriðnaðinn í heild. En íslenskar rannsóknir sýna að aukning á öryggi kynbótamats skilar sér ekki í gripum sem ekki hafa verið arfgreindir og því er nauðsynlegt að allir gripir sem á að reikna erfðamengiskynbótamat fyrir verði arfgreindir. Til að viðhalda öryggi og marktækni erfðamatsins er nauðsynlegt að halda áfram að framkvæma arfgerðargreiningar og því er stefnt að því að arfgreina allar ásettar kvígur. Sýnatökur í höndum bænda Stefnt er að því í upphafi nýs árs að hefja sýnatökur úr öllum kvígum og að bændur framkvæmi sýna- tökuna um leið og kvígukálfar eru einstaklingsmerktir. Gefn ar verða út greinargóðar leið beiningar og reynt verður að hafa framkvæmd- ina sem einfaldasta fyrir bændur. Við merk ingu á kvígum verða notuð eyrnamerki með sýna- tökuglösum sem verða merkt sama númeri og eyrnamerkið. Box ætluð til að safna sýnum í verða send til bænda bráðlega. Boxin á að festa upp í mjólkurhúsi þar sem að mjólkurbílstjórar munu safna sýnunum um leið og þeir ná í mjólk á kúabú landsins og koma þeim svo áfram í arfgerðar- greiningu. Við stöndum á spennandi tímamótum en erfðamengisúrval er eitthvert stærsta framfarastökk sem íslensk nautgriparækt mun taka. Ég gleðst mjög yfir að verkefnið sé loks að verða að veruleika en öll greinin hefur unnið saman að verkefninu; bændur, RML, fagráð í nautgriparækt, LK, BÍ og mjólkuriðnaðurinn. Nú megum við bændur ekkert gefa eftir. Hækkum rána Ávinningurinn verður meiri því betri sem þátttakan verður. Til þess að hámarka árangur nýs kynbótaskipulags þurfum við að bæta okkur á fleiri vígstöðum, auka þarf notkun sæðinga með því að minnka heimanautanotkun og bæta má þátttöku í skýrsluhaldi. Ég hvet alla kúabændur til að taka þessum breytingum vel og taka þátt í sýnatöku. Framfarir mjólkurframleiðslunnar hafa verið miklar á Íslandi undanfarin ár en fljótlega fáum við nýtt verkfæri í hendurnar sem gerir okkur kleift að sækja lengra í kynbótaframförum íslenska kúastofnsins. Ef allir leggja hönd á plóg getum við farið að segja þetta gott í hástökkinu, hækkað rána og farið að reyna við stangastökk í íslensku kynbótastarfi um leið og við fáum verkfærið í hendurnar. Herdís Magna Gunnarsdóttir formaður kúabænda Hækkum rána í íslensku kynbótastarfi Smáauglýsingar 56-30-300 Herdís Magna Gunnarsdóttir. Í Símonarskógi verður fyrsti „Súrefnisskógurinn“ en þar er ætlunin að rækta á að minnsta kosti 20 hekturum lands. Þar mun verða jöfn blanda af sitkagreni og alaskaösp. Súrefni nýtt fyrirtæki í kolefnisjöfnun Í Símonarskógi verður fyrsti „Súrefnisskógurinn“ en þar verður ræktað á að minnsta kosti 20 hekturum lands. „Markmið okkar er að efla gróðurlendi jarðarinnar, græða landið og binda í leiðinni kolefni,“ segir Egill Örn Magnússon, kynningarstjóri Súrefnis, í fréttatilkynningu frá félaginu. „Símonarskógur er skóg- ur sem Símon Oddgeirsson í Dalsseli undir Eyjafjöllum færði Skógræktinni að gjöf árið 2018. Símon lést í hárri elli á síðasta ári en Símonarskógur er við þjóðveg 1 rétt vestan Markarfljóts. Samstarf Skógræktarinnar við Súrefni hjálp- ar til við að ljúka verki Símonar með myndarlegum hætti,“ segir Egill. Súrefnisskógarnir sem hann nefnir svo, munu koma til með að vera jöfn blanda af sitkagreni og alaskaösp. Aukið magn gróðurhúsalofttegunda áhyggjuefni Aukið magn gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu er mikið áhyggju- efni enda veldur það hlýnun í neðri lögum andrúmsloftsins og eru af- leiðingarnar afar alvarlegar, meðal annars stórfelld bráðnun jökla. „Hugmyndafræði okkar og stefna snýst um að nýta þann aflgjafa sem öflug kolefnisbinding með skógrækt er og gera viðskipta- vinum okkar kleift að nýta hana til ábyrgrar kolefnisjöfnunar, bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga.“ Grænt bókhald æ mikilvægara „Mikil gróska er í þessum iðnaði og fyrirtæki vilja í auknum mæli hefja ferli kolefnisjöfnunar á kolefnisspori sinnar starfsemi. Grænt bókhald fyrirtækja verður æ mikilvægara og hefur ríkisstjórn Íslands lýst yfir að Ísland verði kolefnishlutlaust land fyrir árið 2040. Súrefni kolefnisjöfnun getur hjálpað lögaðilum að taka réttu skrefin. Í samstarfi við ReSource verkfræðistofu komum við til með að geta boðið okkar viðskiptavinum upp á heildstæða lausn, allt frá útreikningi til bindingar.” Engar skyndilausnir eru til „Í kolefnisjöfnun sem bera raunverulegan árangur eru engar skyndilausnir til. Að hefja ferli kolefnisjöfnunar er framtíðarfjárfesting. Öll gróðursetning og kolefnisbinding sem Súrefni selur verður að trjám sem gróðursett verða, komin ofan í jörðina og byrjuð að hreinsa loftið á innan við tveimur árum frá kaupum. Eftir örfá ár geta þessi tré farið að gefa af sér það sem kallast „kolefnisein- ingar í bið“, en það er eins konar loforð um að tíu árum frá gróðursetningu er þessi skógur byrj- aður að gefa af sér kolefniseiningar sem hægt er að nýta í grænu bókhaldi. Það stærsta sem tefur fyrir bindingu í skóginum er að bíða með ræktunina. Við hvetj- um því alla til að byrja sem fyrst,“ segir Egill. Samningur við Hringrás og HP Gáma Súrefni hefur þegar gert samninga við ýmsar gerðir af rekstri og þar er samningur við Hringrás og HP Gáma, sem gerður var í nóvember síðastliðinn, einna stærstur. „Hringrás og HP Gámar skrifuðu undir 5 ára samning og munum við koma til með að kolefnisbinda alla starfsemi bifreiða- og vélarflota fyr- irtækisins,“ segir Egill. Súrefni styðst við vottunarferli kolefnisbindingar með skógrækt samkvæmt gæðakerfinu Skógar- kolefni og vinnur í nánu samstarfi við Skógræktina. „Reglulegar vísindalegar mæl- ingar á skógrækt hérlendis undan- farna áratugi gerir okkur kleift að spá með áreiðanleg- um hætti fyrir um væntanlega kolefn- isbindingu í nýskóg- rækt á Íslandi. Stefnt verður síðan á að allir þættir ferlisins verði teknir út og vottaðir af alþjóðlegum vottunaraðila til að tryggja gæðin. Skógurinn skal standa í að minnsta kosti 50 ár en í öllum áætlunum Skógræktarinnar er gert ráð fyrir að skógur verði til frambúðar þar sem hann er á annað borð ræktaður. Stefnt er á að öll verkefni Súrefnis verða skráð í nýstofnaða Loftslagsskrá Íslands (ICR) og að úr þeim verði til vottaðar kolefniseiningar,“ segir Egill að lokum. Á vef Súrefnis, surefni.is er hægt að nálgast frekari upplýsingar um málið. /HKr. Egill Örn Magnússon, kynningarstjóri Súrefnis. Mynd / Súrefni
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.