Bændablaðið - 16.12.2021, Side 90
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. desember 202190
Crostini-brauð
Crostini-brauðið er hægt að gera
með nokkurra daga fyrirvara.
› 30 sneiðar baguette (0,5 sentimetra
þykkar sneiðar skornar á ská)
› 3 msk. extra virgin ólífuolía
› salt
› 1 hvítlauksgeiri, skorinn í tvennt
Reyktur lax með dill rjómaosti
› 250 g rjómaostur
› 2 tsk. sítrónubörkur
› 2 msk. sítrónusafi
› 1 tsk. salt og pipar
› 1/3 búnt dill, smátt saxað
› 500 g reyktur lax, skorinn
› 75 g kapers
› 30 dillgreinar og jafnvel eplasneiðar
og kryddjurtaspírur, til skrauts
Aðferð
Blandið saman rjómaosti, sítrónu-
berki, sítrónusafa, dilli, salti og
pipar. Smyrjið á crostini, brjótið
síðan laxabitana ofan á. Toppið með
3 kapers og kvisti af dilli. Berið
fram!
Álegg, egg og ostur
› 160 g ostur að eigin vali
› þurrverkað álegg eins og salami
› 2 stk. harðsoðin egg, má hræra
eggjarauðuna með majónesi og
sprauta aftur í til hátíðarbrigða
› 2 msk. hunang
› 2 tsk. fersk timjanlauf
Aðferð
Smyrjið crostini með osti, áleggi og
eggi. Dreifið hunangi yfir rétt áður
en borið er fram og stráið timjan-
blöðum yfir.
Lambatartar með sinnepi
› 180 g saxað úrvals lambakjöt (fínt
saxað)
› Tvær tsk. heitt enskt sinnep, eða
meira ef þú ert hugrakkur!
› 16 kryddjurtalauf, til skrauts
Aðferð
Smyrjið crostini með eins miklu
ensku sinnepi og þú þorir, svo er
kjötið saxað og kryddað (hrátt)
lambakjötið er sett á brauðið, toppið
með kvisti af kryddjurt eða salati.
Balsamik og hunangsgljáð
andabringa
Andabringur er fullkominn
hátíðar matur, nógu flottur til að
heilla en nógu einfaldur svo þú
eyðir ekki öllu kvöldinu við elda-
vélina.
› 2 andabringur
› 50 g (1/4 bolli) valhnetur eða hnetu-
blanda
› 1/2 lítið hvítkál, fínt rifið
› 2 msk. hunang
› 4 msk. balsamicedik
› 30 g (2 msk.) smjör
› 1 epli, skorið í 1 cm teninga
› Salt og pipar
›
HÁTÍÐARMATURINN Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumeistari
Ljúffengar jólasnittur og
hunangsgljáð andabringa
H ér eru stórkostlegar crostini-áleggshugmyndir, með
hátíðarbrag. Þessir ómótstæðilegu veislubitar hafa allt;
fallegir á borði, með jólabragði, auðvelt að gera þá í
stórum skömmtum og eru hagkvæm lausn við stressi
í undirbúningi jóla.