Bændablaðið - 13.01.2022, Qupperneq 1

Bændablaðið - 13.01.2022, Qupperneq 1
1. tölublað 2022 ▯ Fimmtudagur 13. janúar ▯ Blað nr. 602 ▯ 28 árg. ▯ Upplag 32.000 ▯ Vefur: bbl.is Garðyrkjuskólinn: Pattstaða garðyrkjumenntunar Talsverður styr hefur staðið milli atvinnulífs garðyrkjunnar og yfirstjórnar Landbúnaðar- háskóla Íslands um stöðu og umgjörð starfsmenntanáms í garðyrkju við skólann undan- farin ár. Skömmu fyrir þarsíðustu áramót ákvað þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, að starfsmenntanám í garðyrkju skyldi flutt frá Landbúnaðarháskóla Íslands yfir til Fjölbrautaskóla Suðurlands. Núverandi menntamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, staðfesti skömmu fyrir síðustu áramót að ákvörðun Lilju stæði og að FSu tæki við starfsmenntanáminu 1. ágúst næstkomandi. Um 11 milljónir fengust til FSu í fjárveitingu til yfirfærslunnar. Garðyrkjuskólinn á Reykjum starfaði sem sjálfstæð menntastofn- un í 66 ár, eða frá stofnun hans árið 1939 til ársins 2005 þegar hann var sameinaður Landbúnaðar- háskóla Íslands. Vaxandi atvinnuvegur Mikil aðsókn hefur verið í garðyrkjunám undanfarin ár enda ljóst að garðyrkja er vaxandi atvinnugrein og að möguleikar í ræktun af öllu tagi og ekki síst í matjurtarækt miklir. Í dag stunda um 140 nemendur nám við skólann, bæði í staðar- og fjarnámi. Samkvæmt heimildum Bænda blaðsins hefur lítið verið leitað til starfsfólks og kennara við Garðyrkjuskólann vegna yfirfærsl unnar. Auk þess sem ekkert samráð hefur verið haft við fagfélög garðyrkjunnar vegna þessara breytinga á högum garðyrkj u námsins. Viðræður halda áfram Sigursveinn Már Sigurðsson, aðstoðarskólameistari FSu, segir að rekstur Garðyrkjuskólans sé þungur og skortur er á fé til verklegu kennsl unnar. „Næstu skref eru að fá meiri upplýsingar á raunkostnaði starfsnámsins í garðyrkju.“ Húsnæði skólans illa farið Fjármagn til verkefna og viðhalds húsnæðis Garðyrkjuskólans hefur verið í lágmarki vegna núverandi stöðu og að sögn starfsmanna hefur starfsemin á Reykjum í raun verið í fjársvelti frá því ákvörðun var tekin um að flytja námið annað. Olga Lísa Garðarsdóttir, skóla meistari FSu, sagði í Bændablaðinu á síðasta ári að FSu hafi sett það sem skilyrði vegna yfirtökunnar að Ríkiseignir ábyrgist húsnæði sem verður notað í tengslum við námið. „Við höfum líka sagt skýrt að við viljum ekki taka ábyrgð á lélegu eða ónýtu húsnæði á Reykjum. Garðyrkjunámið kemur til með að vera áfram að Reykjum en hins vegar er vel hugsanlegt að einhverjir áfangar í bóknámi verði samkeyrðir með öðrum brautum við FSu.“ Húsnæði og lendur eign LbhÍ Í dag telst húsnæði og lendur sem eign Landbúnaðarháskóla Íslands enda fylgdi það með þegar Garðyrkjuskólinn rann inn í LbhÍ árið 2004. Ekki er búið að ganga frá því hver fer með forræði á Reykjum eftir að garðyrkjunámið fer út úr LbhÍ. Ragnheiður Þórarinsdóttir, rektor Lbhí, segir að eftir yfirfærsluna muni LbhÍ vinna áfram að sínum rannsóknum á sviði garðyrkju og umhverfisvísinda á svæðinu. Óvissa um framtíð starfsmanna Guðríður Helgadóttir, starfs maður á Reykjum, segir að enn sé flest óljóst um framtíð starfs menntanámsins og kennarar og aðrir starfsmenn óvissir um framtíð sína við skólann. Auk þess sem þessi óvissa komi niður á nemendum skólans hvort sem þeir eru í staðar- eða fjarnámi. Framtíð starfsmenntanáms óljós Margt er enn óljóst um framtíð starfsmenntanáms garðyrkjunnar og samningar um staðsetningu námsins ekki í höfn. Staðan og framtíðarhorfur námsins eins og það er í dag er því varla hvetjandi fyrir áhugasamt fólk til að sækja um nám í greininni. /VH Garðyrkjuskólinn að Reykjum. Mynd / HKr Nanna Höskuldsdóttir, sem býr ásamt Steinþóri Friðrikssyni á bænum Höfða austan við Raufarhöfn, tapaði allt að 300 heyrúllum í aftakaveðri sem gekk yfir landið í byrjun árs. Tjónið sem varð í óveðrinu nemur milljónum en auk þess að missa rúllurnar skemmdist eitt og annað heima við bæinn. Myndir / Nanna Höskuldsdóttir – Sjá nánar á bls. 7 Mikið tjón á Höfða við Raufarhöfn í upphafi árs: Um 300 heyrúllur skoluðust á haf út eða urðu ónýtar Áburðarverð aldrei hækkað meira Tveir áburðarsalar tilbúins áburðar hafa birt verðskrár sínar. Sláturfélag Suðurlands (SS ) reið á vaðið fyrir jól og nú fljótlega eftir áramót birti Lífland sína verðskrá. Þær vörutegundir sem hækka mest í verði hækka um 100 til 120 prósent frá því í fyrra. Eitthvað fækkar vörutegundum hjá Líflandi, en engar breytingar eru í vöruúrvali SS. Talsverð óvissa hefur verið varð- andi framboð og verð á tilbúnum áburði í Evrópu á þessu ári. Með miklum kostnaðarhækkunum hefur dregið mjög úr framleiðslu og hafa íslenskir áburðarsalar því ekki haft tök á því að birta verðskrár sínar fyrr. Verðhækkun á tilbúnum áburði er af þeim sökum í sögulegu hámarki. Hjá SS er hækkunin mest á köfn- unarefnisáburðinum Opti Kas, sem hækkar um 98 prósent. Hjá Líflandi er uppsett listaverð um 105–120% hærra en í fyrra. Þar sem takmarkað framboð er á ákveðnum tegundum er hvatt til þess að bændur panti áburð sem allra fyrst. /smh Vetnisframleiðslan gæti orðið mikilvægt framlag til orkuskipta samgangna á Íslandi 28–308 Íslendingur í Belgíu framleiðir osta úr sauðfjármjólk 32 –33 Tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.