Bændablaðið - 13.01.2022, Qupperneq 12

Bændablaðið - 13.01.2022, Qupperneq 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. janúar 202212 Vigdís Hӓsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, og Garðar H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Eldvarnabandalagsins, hafa undirritað samstarfssamning um að efla eldvarnir í landbúnaði. Samstarfið nær til eldvarna á heimilum félagsmanna BÍ, eldvarna í úti- og gripahúsum, gróðurhúsum og öðrum mannvirkjum sem tengjast búrekstri ásamt varna gegn gróðureldum. Samkomulagið gildir til loka árs 2022. Ráðist í margs konar aðgerðir Í samkomulaginu felast ýmsar aðgerðir til að ná sem best til félagsmanna Bændasamtakanna og tryggja um leið að eldvarnir í sveitum landsins verði eins og best verður á kosið. Helstu aðgerðir eru eftirfarandi: • Aðilar senda öllum félags- mönnum BÍ sameiginlegt bréf um mikilvægi þess að tryggja góðar eldvarnir á búi og heimili. Í bréfinu verður gerð grein fyrir helstu niðurstöðum könnunar á eldvörnum í dreifbýli sem Gallup gerði fyrir Eldvarnabandalagið. Bréfinu fylgir fræðsluefni um eldvarnir. • Aðilar útbúa reglulega greinar um eldvarnir til birtingar í viðeigandi fjölmiðlum og koma upplýsingum um eldvarnir á framfæri með öðrum hætti. • Kannaður verður af beggja hálfu möguleiki á að fjármagna gerð og birtingu auglýsinga um eldvarnir og mikilvægi þeirra. • Aðilar kanna hvort bæta megi fræðslu um eldvarnir og öryggi í LbhÍ, meðal annars með endurmenntunarnámskeiði. • Aðilar vinna saman að því að halda fræðsluerindi um eldvarnir á vettvangi búnaðarsambanda og í gegnum streymi. Útbúið verður staðlað og hæfilega langt erindi í þessu skyni. Óskað verður eftir samstarfi við Félag slökkviliðsstjóra um þátttöku. • Kannaðir verða möguleikar á að söluaðilar viðurkennds eldvarnabúnaðar veiti félags- mönnum BÍ hagstæð kjör í tengslum við samstarfið og verður athygli þeirra þá sérstaklega vakin á því. • Tekið verður tillit til eldvarna í s tefnumótunarvinnu Bændasamtakanna. • Aðrar hugsanlegar aðgerðir sem aðilar ákveða sameiginlega að ráðast í á samningstímanum auk þeirra sem að framan greinir. /ehg Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga. Mynd / MÞÞ Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna – Ný reglugerð gerir ráð fyrir150 metra bili milli neyðarstöðva í nýjum göngum Kostnaður við að setja upp nýjar neyðarstöðvar í Vaðlaheiða r­ göng um nemur 10 til 15 millj ­ ónum króna. Í reglugerð um öryggis kröfur fyrir jarðgöng frá því 2021 er gerð krafa um að 150 metrar séu á milli neyðarstöðva í jarðgöngum. Undantekningar eru hvað varðar jarðgöng sem fyrir eru og í jarðgöngum utan samevrópska vegakerfisins sem tekin voru í notkun frá maí 2006 fram að ársbyrjun í fyrra og eru með neyðarstöðvar með ekki meira bili en 250 metrum og að í þeim sé farsímasamband. Reglugerðin sem um ræðir byggir á Evrópusambandsreglugerð en Samgöngustofa hefur eftirlit með því að reglugerðinni sé framfylgt. Unnið hefur verið að því undanfarnar vikur að fjölga neyðar- stöðvum í Vaðlaheiðargöngum til að unnt sé að uppfylla kröfurnar. Alls verða 60 neyðarstöðvar í göngunum eftir að framkvæmdum við uppsetningu viðbótarstöðvanna lýkur í febrúar. Í hverri neyðarstöð er beintengdur sími til Neyðarlínunnar og tvö slökkvitæki. Símarnir verða því 60 talsins og slökkvitækin 120. Algengara að grípa til eigin síma Valgeir Bergmann, framkvæmda- stjóri Vaðlaheiðarganga, segir fuðulegt að ekki sé gerð krafa um að í öllum jarðgöngum sé GSM samband, sama hvort þau séu ný eða gömul, né heldur almennt í öllu vegakerfinu. Fjölgun neyðarsíma í göngunum sé gott dæmi um óþarfa peningaeyðslu. Fjarskiptasamband fyrir GSM síma sé í öllum göngunum. Algengara og eðlilegra sé að fólk grípi til eigin síma til að hringja inn til Neyðarlínu komi upp neyðartilfelli heldur en að hlaupa að næsta síma með snúru. Bendir hann á að við suma vegakafla á Íslandi sé á sama tíma ekki hægt að hringja vegna sambandsleysis, sumir þeirra teljist jafnvel til hættulegustu vega á Íslandi, m.a. við Ísafjarðardjúpið. „Á þeim slóðum er ekki einu sinni verið að koma upp sambærilegum neyðarstöðvum og í göngunum, þar sem til dæmis væri NMT sími eða gervihnattasími á standi sem hægt væri að nota í neyð, en slíkt þekkist víða erlendis,“ segir hann. Aldrei verið notaðir til að tilkynna um neyðarástand Eftir að búið er að bæta neyðar- stöðvum við í göngunum verða 125 metrar á milli þeirra, en var áður um 250 metrar. „Þetta verkefni hefur unnist vel og við gerum ráð fyrir að búið verði að tengja alla síma við rafmagn í febrúar,“ segir hann en einnig þarf að setja upp skilti ofan við neyðarsímana. GSM-símsamband er alls staðar í Vaðlaheiðargöngum að sögn Valgeirs. „Í þau þrjú ár sem göngin hafa verið opin fyrir almennri umferð hafa neyðarsímarnir aldrei, mér vitanlega, verið notaðir til að hringja inn neyðarástand til Neyðarlínunnar. Erlendir ferðamenn hafa í nokkur skipti tekið upp tólið og hringt úr þessum símum til Neyðarlínunnar til að spyrja hvar eigi að borga vegtollinn, en neyðarsímaklefar í útskotum og utan ganganna minna svolítið á rauðu bresku símaklefana,“ segir hann. Vinna við Almannaskarðsgöng hefst í vetur eða vor G. Pétur Matthíasson, upplýsinga- fulltrúi Vegagerðarinnar, segir að einungs þurfi að bregðast við vegna fjölgunar neyðarstöðva í Almannaskarðsgöngum. Þar er millibil milli neyðarstöðva um 340 metrar, en má mest vera 250 metrar. Einnig þurfi að skipta út í þeim göngum núverandi neyðarsímum og neyðarsímaskápum því þeir séu úreltir. „Það er búið að kaupa síma og símaskápa en eftir er að setja þá upp og þá þarf einnig að leggja ljósleiðara að göngunum,“ segir hann. Fyrirhugað er að fara í þetta verkefni í vetur eða vor. Pétur segir að önnur göng Vegagerðarinnar uppfylli kröfur um bil milli neyðarstöðva. Einungis er gerð krafa um 150 metra millibil milli stöðva í nýjum göngum en þegar verið er að uppfæra eldri göng má bilið vera 250 metrar. Hann bendir á að farsímanotkun sé mjög almenn og því hafi uppsetning GSM-sambands verið talið mikilvægara en uppsetning neyðarsíma í jarðgöngum, enda væru þeir lítið ef nokkuð notaðir. /MÞÞ Unnið hefur verið við það síðustu vikur að koma upp fleiri neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum, alls verða 60 símar til taks í gögnunum en hér er verið að setja þá saman. Neyðarstöðvar í Vaðlaheiðargöngum verða með 125 metra millibili eftir að verkefni við fjölgun þeirra lýkur í febrúar. Vigdís Hӓsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, og Garðar H. Guð- jónsson, framkvæmdastjóri Eldvarnabandalagsins. Mynd / ehg Samkomulag um að efla eldvarnir í landbúnaði Leitin að verndandi arfgerðum gegn riðu: Tvær kindur fundust til viðbótar Þann 7. janúar var staðfest að tvær kindur hefðu fundist til við­ bótar með hina verndandi arfgerð gegn riðu, sem leitað hefur verið að í alþjóðlegu verkefni hér á Íslandi sem staðið hefur yfir frá síðasta vori. Að sögn Karólínu Elísabetardóttur, bónda í Hvammshlíð í Skagabyggð, sem er með verkefnastjórn yfir leitinni, er um breytileika að ræða sem nefndur er „T137“ og hefur reynst fullkomlega verndandi í umfangsmiklum rannsóknum á Ítalíu. Hann er mjög sjaldgæfur hér á landi. „Önnur kindin tilheyrir hjörðinni á Sveinsstöðum í Austur- Húnavatnssýslu – eins og fyrstu tvær kindurnar sem fundust með breytileikann. Sú heitir Tignarleg, er fædd 2014 og með sameiginlegan forföður og hinar, Trú og Tryggð, en ekki náskyld þeim. Hin kindin fannst á Austurlandi, á bænum Straumi í Hróarstungu,“ segir Karólína. Móbotna ferhyrnd „Guðfinna Harpa Árnadóttir, formaður Landssamtaka sauðfjár- bænda og bóndi á Straumi, tók sýni á bænum og víðar í þessum landshluta á vegum rannsóknarinnar sem ég, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Keldur standa að,“ segir Karólína. „Kindin á Straumi heitir Mó botna, fædd 2015, er ferhyrnd og óskyld hinum ánum. Það skemmir nú ekki fyrir að hún er ferhyrnd, en ferhyrndar kindur eru ekki mjög algengar og tiltölulega margar urðu niðurskurði að bráð haustið 2020,“ bætir hún við. „Það er verulega ánægjulegt að fundist hafi fleiri kindur með þennan breytileika,“ segir Eyþór Einarsson hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðar- ins, sem er einn forsvarsmanna rann- sóknarinnar. „Sérstaklega er dýr- mætt að finna einstakling af öðrum uppruna en Sveinsstaðakindurnar. Það gefur von um að breytileikinn finnist víðar í stofninum, en það er mikilvægt með tilliti til erfðafjöl- breytileika að geta sótt þennan efni- við í fleiri uppsprettur. Það er frábært að fá þessar fréttir núna þegar fram undan er stórátak í arfgerðagreiningum – þetta blæs okkur byr í brjóst og gefur tilefni til að vona að við finnum eitthvað meira spennandi,“ segir Eyþór. /smh Móbotna frá Straumi. Mynd / GHÁ Tignarleg frá Sveinsstöðum. Mynd / ISJ FRÉTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.