Bændablaðið - 13.01.2022, Side 32

Bændablaðið - 13.01.2022, Side 32
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. janúar 202232 Kokkurinn Jón Aðalsteinsson flutti til Belgíu korteri fyrir hrun. Í dag framleiða hann og eiginkona hans, Nadia Halleux, osta úr sauðfjármjólk úr 70 mjólkurkindum og reka greiðasölu á býli sínu um 30 kílómetra utan við borgina Spa. Jón er ættaður úr Dýrafirði og ólst upp á Þingeyri. „Afi og amma bjuggu að Gemlufalli og þar kynntist ég búskap eins og hann var á þeim tíma. Árið 1998 flutti ég til Reykjavíkur og hóf nám sem kokkur á Hótel Sögu og lauk því 2002. Eftir það fór ég að vinna sem kokkur í Glasgow á nýju og glæsilegu hóteli og mikil reynsla að fá að taka þátt í þeirri uppbyggingu, allt frá því að umbúðirnar voru teknar utan af pottunum, og þar starfaði ég í þrjú ár. Næst fór ég til Brussel og starfaði þar í tvö ár og kynntist eiginkonu minni, Nadiu Halleux, kom svo heim til Íslands og vann mikið til að safna peningum og flutti svo aftur til Belgíu rétt fyrir hrun og fór í þriggja ára nám í hótelstjórnun. Eftir það fór ég að vinna fyrir Radisson hótel í borginni Spa, þaðan sem konan er ættuð, og vann þar í fimm ár.“ Kaupa þrjá hektara Á þeim tíma sem Jón starfaði í Spa leituðu hjónin eftir því að kaupa sér land og þegar þeim buðust þrír hektarar í um 30 kílómetra fjarlægð frá borginni stukku þau á tækifærið. „Við kaupum landið af eldri manni sem hafði rekið kúabú ásamt bróður sínum, en eftir að bróðir hans féll frá kaus hann að hætta búskap og selja hluta jarðarinnar. Til að byrja með kaupum við þrjá hektara og vissum eiginlega ekki í fyrstu hvers konar starfsemi við ætluðum að vera með. Við ákváðum að kaupa fjórar kindur til að beita landið svo að það færi ekki í órækt. Á þeim tíma var Nadia að vinna á býli sem býður upp á námskeið fyrir börn og þroskaheft fólk þar sem það kynnist meðal annars brauð- og ostagerð. Um svipað leyti rákumst við á auglýsingu um kvöldnámskeið í ostagerð og skelltum okkur á það og upp frá því fóru hjólin að snúast.“ Fé af mjólkurostakyni Árið 2015 hófust Jón og Nadia handa við að byggja tæplega 800 fermetra hús sem er allt í senn íbúðarhús, hesthús, fjárhús, mjaltaraðstaða og ostavinnsla. „Eftir að hafa prófað okkur áfram með tólf kindur fórum við til Suður- Frakklands til að kaupa fé af frönsku mjólkurfjárkyni og er af sama kyni og ostar eins og Rockford-gráðaostur eru búnir til úr mjólkinni frá. Stofninn, sem kallast Lacaune, hefur verið kynbættur til að gefa af sér mikla og feita mjólk og við hófum ostagerðina fyrir alvöru með 22 kindur. Framleiðsla og salan hefur gengið vonum framar og markmiðið er að vera með 70 mjólkandi kindur.“ Ostaframleiðslan Jón segir að sauðfjármjólk sé mun feitari en kúamjólk og hún innihaldi mikið af próteinum og þar af leiðandi fáist meira af osti úr hverjum lítra af kindamjólk en kúamjólk og að hans sögn er bragðið mjög ólíkt.“ Jón segir að þau framleiði nokkrar gerðir af ostum. „Feta og þrjár gerðir af hörðum osti. Auk þess sem við búum til og seljum jógúrt og skyr úr kúamjólk sem við kaupum af nágrannabýli.“ Tveir og hálfur lítri á dag „Góð mjólkurkind gefur af sér um tvo og hálfan lítra af mjólk á dag. Framleiðsla ostsins er þannig að eftir að kindurnar eru mjólkaðar fer mjólkin í mjólkurhúsið og þaðan í stóran tank í ostavinnslunni og er annaðhvort unninn úr henni ferskur ostur strax eða mjólkin kæld og síðan unnin úr henni stærri harðir LÍF&STARF sauðfjármjólk Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Jón Aðalsteinsson í ostavinnslu sinni í Belgíu. Hann er ættaður úr Dýrafirði og ólst upp á Þingeyri. Myndir / Úr einkasafni Árið 2015 hófust Jón Aðalsteinsson og Nadia Halleux handa við að byggja tæplega 800 fermetra hús sem er allt í senn íbúðarhús, hesthús, fjárhús, mjaltaraðstaða og ostavinnsla.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.