Bændablaðið - 13.01.2022, Side 33

Bændablaðið - 13.01.2022, Side 33
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. janúar 2022 33 ostar og það ferli getur tekið frá tveimur vikum og upp í sex mánuði. Satt best að segja væri ég alveg til í að láta ostinn gerjast lengur en við bara náum því ekki þar sem hann selst upp jafnharðan.“ Jón segir að í dag framleiði þau um tvö tonn af ostum á ári. Lömbin ganga undir í 40 daga „Við viðhöldum bústofninum með því að ala sjálf allar gimbrarnar en lambhrútana hef ég selt öðrum sem hafa áhuga á sauðfjárrækt eða vilja eignast lifandi sláttuvél. Öll lömb hjá okkur eru á spena í 40 daga og ekki færð frá fyrr en eftir það og meðan lömbin ganga undir er kindin ekki mjólkuð nema einu sinni á dag en eftir það tvisvar á dag fram að lokum júlí og eftir það einu sinni á dag þar sem kindur gefa af sér mjólk í átta til tíu mánuði.“ Matsala og gistiaðstaða Samhliða ostagerðinni reka hjónin matsölustað á palli við húsið þar sem þau sérhæfa sig í afurðum frá nærliggjandi býlum. „Við erum einnig með átta býflugnabú en hunangs framleiðslan stjórnast af því hvernig vorið er og getur verið frá 150 til 450 kíló á ári. Auk þess sem við búum til sýróp úr ylli og sultur úr berjum sem vaxa á jörðinni.“ Jón segir að í framhaldi af Covid hafi aðsókn fólks í lítil sveita- veitingahús aukist og að það sækist einnig meira í afurðir beint frá býli og í fyrra var stanslaus straumur fólks hjá þeim allt sumarið. „Við settum upp lítið smáhýsi, sem hugmyndin er að leigja út, fyrir skömmu og ef það gengur vel mun hýsunum fjölga í framtíðinni.“ Að sögn Jóns vinnur Nadia 100% vinnu á býlinu en hann 50% utan þess til að allt gangi upp þrátt fyrir að reksturinn gangi vel. „Krafan um ódýran mat er gríðarlega mikil og að mínu mati oft óraunhæf þar sem framleiðsla á gæðavöru kostar sitt og neytendur virðast ekki alltaf skilja það. Stækkað við sig Með stækkun bústofnsins bættu Jón og Nadia við sig tíu hekturum sem þau keyptu af sama aðila og hektarana þrjá í fyrstu. Að sögn Jóns er jörðin nógu stór til að beita á 70 fjár en ekki nóg til að getað heyjað fyrir hestana tvo og haft í hálm fyrir féð. „Við höfum því hingað til þurft að kaupa hey, nema í ár þar sem sprettan og heyfengurinn var óvenju góður. Ég geri ekki ráð fyrir að við munum fjölga fénu á næstunni þrátt fyrir að húsið sé gert fyrir 90 mjólkurær. Að okkar mati eru 70 ær passlegt með öðru sem við erum að gera.“ byko.is YLEININGAR ERU LÉTTAR STÁL- KLÆDDAR SAMLOKUEININGAR SEM FÁST MEÐ ÞÉTTIFRAUÐS- EÐA STEINULLARKJARNA. Einingarnar eru sterkar og burðarmiklar og fást með mismunandi yfirborði og litum að eigin vali. Helstu kostir þess að nota samloku- einingar er auðveld og fljót uppsetning, auðveld þrif, mikil burðargeta, mikið einangrunargildi og er ódýr kostur ef miðað er við hefðbundnar lausnir. Yleiningar henta vel fyrir eldri gripahús þar sem skipta þarf út þak- og eða veggjaklæðningum. BALEX yleiningar eru framleiddar undir ströngu eftirliti samkvæmt viðurkenndum evrópskum stöðlum. Hafðu samband: bondi@byko.is YLEININGAR Nadia Halleux við mjaltir. „Við ákváðum að kaupa fjórar kindur til að beita landið svo að það færi ekki í órækt.“ Að okkar mati eru 70 ær passlegt með öðru sem við erum að gera. Framleiðsla og salan hefur gengið vonum framar og markmiðið er að vera með 70 mjólkandi kindur. Jón og Nadia framleiða skyr úr kúamjólk sem þau kaupa af nágrannabýli.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.