Bændablaðið - 13.01.2022, Page 35

Bændablaðið - 13.01.2022, Page 35
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. janúar 2022 35 Skrifað hefur verið undir samning um framkvæmd við Snæfellsveg, nr. 54, á milli Ketilsstaða og Gunnarsstaða. Verkið felst í endurbyggingu Snæfellsvegar á ríflega 5 kílómetra löngum kafla og er innifalið í því bygging tveggja brúa, yfir Skraumu annars vegar og Dukná hins vegar. Fyrirtækið Borgarverk vinnur verkið. Vegurinn er að mestu endurbyggður í vegstæði núverandi vegar með nokkrum lagfæringum. Brúin á Skraumu verður 43 metra löng í þremur höfum, byggð upp af samverkandi stálbitum og steyptu brúardekki. Brúin á Dunká verður 52 metra löng staðsteypt, uppspennt plötubrú í tveimur höfum. Gert er ráð fyrir að í flóðum eða klakahlaupum geti vatn og ís náð upp á súlur brúnna án þess að valda skaða. Verktaki hefur undirbúning framkvæmda fljótlega, framkvæmdir hefjast í mars 2022 en gert er ráð fyrir að verkinu verði að fullu lokið sumarið 2023. Fagna áframhaldandi uppbyggingu Stykkishólmsbær hefur í ályktun fagnað því að Vegagerðin hafi skrifað undir samning við Borgarverk um áframhaldandi uppbyggingu Skógarstrandarvegar. Bærinn hafi, ásamt fleiri sveitarfélögum á Vesturlandi, ítrekað ályktað um mikilvægi þess að umræddur stofnvegur sé í forgangi við ráðstöfun fjármuna á samgönguáætlun enda sé um að ræða stofnveg samkvæmt skilgreiningu í samgönguáætlun og þannig veg sem er hluti af grunnkerfi samgangna á Íslandi. /MÞÞ BÆNDUR ERU FREMSTIR Í ENDURVINNSLU Fyrsta skref við endurvinnslu á heyrúlluplasti er að huga að gæðum þess til endurvinnslu við kaup. Þar skiptir litaval máli. Eftir notkun þarf að ganga vel um heyrúlluplastið og sundur- greina það frá öðrum úrgangi. Minnka umfang þess og gæta að geymslu fyrir hirðu. Þessi fyrstu skref við meðhöndlun skipta miklu máli við endurvinnslu á heyrúlluplasti. Hringrásarhagkerfið byrjar á þínu býli. LÍF&STARF Endurbygging hefst í mars á hluta Snæfellsvegar Pálmi Þór Sævarsson, svæðisstjóri Vestursvæðis Vegagerðarinnar, og Óskar Sigvaldason, framkvæmda­ stjóri Borgarverks ehf., við undirritun samningsins. Garðyrkjuframleiðendur: Skil á loka­ uppgjöri Atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytið vekur athygli framleiðenda í garðyrkju á að hver framleiðandi sem hlotið hefur beingreiðslur á árinu 2021 skal skila ráðuneytinu heildaruppgjöri fyrir árið. Uppgjörið skal senda rafrænt til ráðuneytisins og skal það vera staðfest af löggiltum endurskoðanda í samræmi við 21. gr. reglugerðar um stuðning við garðyrkju nr. 1273/2020. Einnig er vakin athygli á að fullnægjandi skil á skýrsluhaldi eru skilyrði fyrir beingreiðslum í garðyrkju. Áður en lokauppgjör fer fram er nauðsynlegt að ræktunarupplýsingar liggi fyrir í Jörð.is, gagnagrunn í jarðrækt, í samræmi við 22. gr. fyrrnefndrar reglugerðar. Þá vill ráðuneytið koma því á framfæri að unnið er að einföldun skráningar ræktunarupplýsinga. /VH

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.